fréttamaður

Þorbjörn Þórðarson

Nýjustu greinar eftir höfund

Icelandair tapaði 6,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins

Icelandair hefur tapað 6,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Tapið skýrist aðallega af hækkun olíuverðs og sveiflum á gengi krónunnar. Tekjur félagsins af fimm nýjum áfangastöðum í Bandaríkjunum eru mun minni en áætlanir gerðu ráð fyrir og hefur það valdið nokkrum vonbrigðum.

N1 afleiðing Costco-áhrifanna komin fram og frekari hagræðing sennileg

Hlutabréf N1 hækkuðu um 11 prósent í dag eftir að Samkeppniseftirlitið gaf grænt ljós á samruna félagsins við Krónuna og Elko. Niðurstaðan kom á óvart því stofnunin hafði unnið gegn tilraunum Haga til að sameinast Lyfju og Olís. Sérfræðingar á markaði telja að frekari hagræðing á dagvörumarkaði geti verið framundan þótt Costco-áhrifin séu þegar orðin víðtæk.

Færsluhirðar skilgreina áhættu gagnvart Icelandair og Wow Air með ólíkum hætti

Færsluhirðingarfyrirtæki skilgreina áhættu gagnvart íslensku flugfélögunum með mismunandi hætti. Í tilviki Icelandair skilar fjárhæð fargjalds sér yfirleitt strax inn á reikninga félagsins. Í tilviki Wow Air halda færsluhirðingarfyrirtækin eftir 80-90 prósent af upphæðinni þangað til viðkomandi flugferð hefur verið farin.

Fjögur ráðuneyti vinna viðbragðsáætlun vegna mikilvægra atvinnufyrirtækja

Fjögur ráðuneyti vinna nú að gerð viðbragðsáætlunar vegna hugsanlegra áfalla í rekstri mikilvægra atvinnufyrirtækja sem gætu kallað á viðbrögð af hálfu stjórnvalda. Þar undir heyra flugfélög en miklar sviptingar hafa orðið að undanförnu í rekstri íslensku flugfélaganna, Icelandair og Wow Air.

Landsvirkjun skoðar breytingar á Búrfellslundi til að mæta athugasemdum um sjónmengun

Sveitarstjóri Rangárþings ytra segist vongóður um að vindmyllugarður Landsvirkjunar í Búrfellslundi verði að veruleika enda sé þetta ákjósanlegasti staður á landinu til að beisla vind. Landsvirkjun hefur til skoðunar að gera breytingar á vindmyllugarðinum í því skyni að mæta athugasemdum um neikvæða sjónræna upplifun göngufólks sem á leið um svæðið.

Sergio Marchionne látinn

Goðsögn úr bílaiðnaðinum sem keyrði í gegn samruna Fiat og Chrysler eftir gjaldþrot Chrysler árið 2009 lést Zurich í Sviss eftir að hafa glímt við fylgikvilla skurðaðgerðar.

Vindmylluævintýrið í Þykkvabæ gæti verið á enda

Framtíð raforkuframleiðslu í Þykkvabæ er í uppnámi því fyrirtæki sem og á og rekur tvær vindmyllur í bænum getur ekki endurnýjað þær innan núverandi deiliskipulags og tilraunir til að breyta deiluskipulagi hafa ekki borið árangur. Önnur vindmyllan er ónýt og hin hefur verið biluð í tvo mánuði. Sveitarstjóri Rangárþings ytra er svartsýnn á frekari uppbyggingu með vindmyllum.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.