fréttamaður

Þorbjörn Þórðarson

Nýjustu greinar eftir höfund

Seðlabankinn slakar á innflæðishöftum

Seðlabanki Íslands ákvað í dag að slaka á innflæðishöftunum svokölluðu með breytingu á reglum um bindiskyldu vegna innstreymis erlends gjaldeyris. Breytingarnar fela í sér lækkun á bindingarhlutfalli reglnanna úr 40% í 20%.

Viðskiptahindranir gætu sett strik í reikninginn hjá Marel

Viðskiptahindranir og umrót í alþjóðakerfinu mynda ósamræmi í framboði og eftirspurn matvæla innan heimshluta sem gæti leitt til þess að eftirspurn eftir tækjum frá Marel verði ekki jafn mikil á næstunni og hún hefur verið að undanförnu. Þetta segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marels.

Frumvarp um þjóðarsjóð lagt fram í ríkisstjórn á næstunni

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hyggst á næstunni leggja fram í ríkisstjórn frumvarp til laga um þjóðarsjóð en í sjóðinn munu renna allar tekjur ríkisins af nýtingu orkuauðlinda. Markmið sjóðsins verður að mæta afleiðingum af meiri háttar ófyrirséðum áföllum á þjóðarbúið.

„Það er að snöggkólna í hagkerfinu“

Dökkar horfur eru teiknaðar upp í nýrri hagspá greiningardeildar Arion banka fram til ársins 2021 sem birt var í dag. Greiningardeildin spáir því að verðbólga fari yfir 4 prósent strax á næsta ári. Að hennar mati eru helstu áhættuþættir í hagkerfinu annars vegar spenna á vinnumarkaði og hins vegar staða ferðaþjónustunnar.

Nauðungarvistaðir vegna geðrofs af völdum kannabisneyslu

Málum þar sem ungir karlmenn eru nauðungarvistaðir vegna geðræns vanda sem er afleiðing kannabisneyslu hefur fjölgað mikið fyrir dómstólum og skipta þau tugum á ári hverju. Þetta segir dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur sem hefur haft mörg slík mál til meðferðar. Hann kallar eftir átaki í fræðslu fyrir þennan hóp.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.