Blaðamaður

Stefán Þór Hjartarson

Stefán Þór er blaðamaður á Fréttablaðinu.

Nýjustu greinar eftir höfund

Úr portinu í pakkann

Vegna framkvæmda við Kex hostel verður hin árlega KEXPort hátíð ekki á dagskrá í ár. Þess í stað verður hrundið af stað tónleikaröðinni Kexpakk sem mun fara fram innandyra og vonast aðstandendur til að um mánaðarlegt kvöld verði að ræða.

Tulipop með nýja seríu í bígerð

Tulipop hefur náð samningum við stórfyrirtækið Zodiak Kids sem mun framleiða með þeim teiknimynda seríu sem dreift verður alþjóðlega. Tulipop hefur áður framleitt teiknimyndaseríu sem hefur verið vinsæl á YouTube

Dagskráin á Airwaves með jafnt kynjahlutfall

Iceland Airwaves hátíðin hefur í mörg ár verið sótt af jafnmörgum konum og körlum og í ár mun þetta endurspeglast á sviðinu; kynjahlutfall listamannanna sem spila og syngja á hátíðinni er jafnt.

Punktur á korti kveikti áhugann á Færeyjum

Bandarískur sjónvarpsfréttamaður og bloggari sem elskar Færeyjar spjallaði við Lífið um hvernig áhuginn vaknaði og hvers vegna hann hóf að gera hlaðvarpsþætti um land sem hann hafði á þeim tíma aldrei komið til.

G! Festival í Færeyjum í blússandi gangi

G! Festival er stærsta tónlistarhátíðin í Færeyjum en hún fer fram um þessar mundir. Útsendari Lífsins er á svæðinu og fylgist vel með því sem fram fer. Úlfur Úlfur spilar fyrir Íslands hönd í ár.

Gefa út plötu, gera myndbönd og njóta

Huginn gaf út plötuna Eini strákur fyrir helgi og segir móttökurnar hafa komið sér á óvart. Hann hefur gefið út fyrsta myndbandið við smellinn Hætti ekki, þar sem KBE-strákarnir bregða sér í rokkgírinn.

Tónlistarfjölskylda safnar fyrir Jemen

Í kvöld á skemmtistaðnum Húrra fara fram tónleikar til styrktar neyðarsöfnun UNICEF fyrir börn í Jemen en ástandið þar er vægast sagt slæmt. Fram koma Sísí Ey, Cell7, Geisha Cartel og DJ Kocoon.

Innipúkinn á sínum stað í ár

Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður á sínum stað um verslunarmannahelgina þó að það sé í skoðun að útitorgið fái að standa í ár. Fyrsta tilkynning um listamenn á hátíðinni hefur borist í hús.

Hvergi betra að vera á sumrin en á Íslandi

Þau Sigríður Thor­lacius, Sigurður Guðmundsson og Guðmundur Óskar, GÓSS, ætla að taka hringferð um landið eins og þau gerðu svo eftirminnilega síðasta sumar og leika ljúfa tóna fyrir landsmenn.

Sjá meira