Blaðamaður

Stefán Þór Hjartarson

Stefán Þór er blaðamaður á Fréttablaðinu.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ef halda skal bóndadaginn heilagan

Í dag er bóndadagurinn og vafalaust vefst það fyrir ýmsum hvað skuli gera til að dekra við bóndann. Engar áhyggjur, Fréttablaðið kemur til bjargar og hefur smalað saman í nefnd sem stingur hér upp á nokkrum fjölbreyttum lausnum á þessu mikla vandamáli.

Grænkeri og crossfittari opnar vegan-blogg

Sunna Ben hefur marga fjöruna sopið þegar kemur að kjötlausu mataræði en hún hætti að borða dýr fyrir einum þrettán árum og gerðist vegan fyrir einu og hálfu ári. Nú hefur hún opnað blogg þar sem hún mun ausa úr viskubrunni sínum

Emmsjé Gauti ætlar að enda alflúraður

Rapparinn og húðflúrsaðdáandinn Emmsjé Gauti fékk sér nýlega flúr á fótlegginn til að fagna góðu gengi myndbandsins við lagið Þetta má. Hann stefnir á að fá sér flúr yfir allan skrokkinn.

Stofnuðu viðburðarfyrirtæki til að styrkja konur í listum

Viðburðafyrirtækið Puzzy Patrol stendur fyrir stórtónleikum kvenna í hipphopptónlist í Gamla bíói um næstu helgi og málþingi sama dag. Þær Valgerður Árnadóttir og Ingibjörg Björnsdóttir eru stofnendur fyrirtækisins og er það von þeirra að uppátækið geti jafnað hlut kvenna í listum.

Ætlar að útskýra eðli ljóðsins fyrir krökkum

Dagar ljóðsins hefjast í Kópavogi um helgina og standa alveg fram til sunnudags í næstu viku þegar hápunktur þessara daga fer fram en það er afhending Ljóðstafs Jóns úr Vör. Á morgun ríður Aðalsteinn Ásberg á vaðið með léttri ljóðasmiðju fyrir börnin.

Eyddi tveimur sumrum í vita að lesa þjóðsögurnar

Snorri Helgason sendi frá sér plötuna Margt býr í þokunni fyrir jól. Á plötunni má finna lög sem Snorri samdi upp úr íslenskum þjóðsögum en hann fór og eyddi tveimur sumrum einangraður í Galtarvita með bunka af bókum og náði aðeins að dýfa tánum í sagnaarfinn.

Tekur áramótaheitið á næsta stig

Jakob Ómarsson hefur tekið hugtakið áramótaheit yfir á næsta stig og hefur síðustu þrjú ár sett sér heil 52 markmið fyrir árið. Sum markmiðanna taka nokkrar mínútur í framkvæmd á meðan önnur eru meira krefjandi. Hann segir þetta hafa breytt lífi sínu.

Systkini safna fyrir CFC-heilkennið

Systkinin tónelsku Bara Heiða og Danimal gáfu nú á dögunum út plötu. Þau söfnuðu fyrir plötunni á Karolina Fund og létu hluta ágóðans ganga til rannsóknarsjóðs á hinu sárasjaldgæfa CFC-heilkenni sem litli bróðir þeirra er greindur með.

Pínu erfitt að eiga afmæli á þessum tíma

Vilhelm Anton Jónsson, Villi Naglbítur, verður fertugur í dag. Hann segist ætla að gera vel við sig í mat og drykk, en mun líklega ekki fá sér hangikjöt. Hann segir veisluhöld um þessar mundir vera svolítið erfið svona beint eftir jól og áramót.

Kynslóð lætur í sér heyra

Hin nýstofnaða kammersveit Elja spilar á sínum fyrstu tónleikum í kvöld. Meðlimir sveitarinnar eiga það sameiginlegt að vera af sömu kynslóð tónlistarfólks.

Sjá meira