Blaðamaður

Sigurður Mikael Jónsson

Sigurður Mikael er blaðamaður á Fréttablaðinu.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hyggjast hópfjármagna hof eftir framúrkeyrslu

Bygging hofs Ásatrúarfélagsins í Öskjuhlíð er komin fram úr áætlun og mun kosta ríflega 140 milljónum meira en til stóð. Hópfjármögnun skoðuð til að ljúka verkinu en allsherjargoði hefur ávallt vonað að hofið rísi skuldlaust.

Veipsjoppur velta mörg hundruð milljónum

Á sama tíma og sprenging varð í sölu sérverslana með rafrettur og áfyllingar árið 2017 dróst sala ÁTVR á tóbaki verulega saman. Ný lög um vöruna væntanleg en verslunareigandi býst ekki við fjölgun og býst við jafnvægi á næsta ári.

Verktakar sagðir veigra sér við að andmæla umdeildu gjaldi

Samtök iðnaðarins skoða hvernig taka eigi á því sem þau telja ólögmæt innviðagjöld sem innheimt eru hjá Reykjavíkurborg. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri samtakanna, segir verktaka veigra sér við að leita réttar síns af ótta við hvaða áhrif það kunni að hafa á framtíðarverkefni. Borgin sé í yfirburðastöðu.

Millifærði fyrir mistök í banka

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákært íslenskan karlmann á fimmtugsaldri og íslenska konu á fertugsaldri, bæði búsett í Svíþjóð, fyrir að kasta eign sinni á fjármuni sem millifærðir voru af starfsmanni Landsbankans fyrir mistök.

Verja hálfum milljarði í list á Landspítalanum

Áætlanir gera ráð fyrir að ríflega 544 milljónum verði varið í listaverk á Nýja Landspítalanum. Ber að setja minnst 1% af heildarbyggingarkostnaði nýbygginga ríkisins í listaverk. Veggklæðning nýja sjúkrahótelsins telst listaverk.

Laun miðuð við eiganda lögfræðistofu

Í umræðu um hvert tímakaup fulltrúa starfskjaranefndar Orkuveitu Reykjavíkur ætti að vera var miðað við útselt tímakaup eiganda lögfræðistofu

Íbúar ánægðir í Félagsbústöðum

Um 79 prósent íbúa Félagsbústaða eru frekar eða mjög ánægðir með að leigja hjá félaginu en 13 prósent eru frekar eða mjög óánægðir og sjö prósent segjast hvorki ánægð né óánægð.

Sjá meira