Fréttamaður

Jón Hákon Halldórsson

Jón Hákon skrifar fréttir í Fréttablaðið.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fjöldi krana nær methæðum

Fjöldi byggingarkrana er farinn að nálgast það sem hann var í aðdraganda hrunsins 2008. Fjöldinn þykir góður mælikvarði á þenslu í samfélaginu. Byggja þarf nærri tvöfalt fleiri íbúðir í ár en gert var í fyrra.   

Ríkissjóður láti borgina hafa sex lóðir til íbúabyggðar

Aðgerðahópur fjögurra ráðuneyta sem mótar tillögur í húsnæðismálum hefur lokið störfum og er áætlað að kynna niðurstöður hópsins í næstu viku í fyrsta lagi. Þar verða tillögur að fjórtán aðgerðum í húsnæðismálum kynntar.

Costco býður ekki alltaf besta verðið

Framkvæmdastjóri Elko segir fyrirtækið ætla að veita Costco verðsamkeppni á raftækjamarkaði. Matarinnkaup hagstæð í Costco en í mörgum tilfellum þarf að kaupa í miklu magni. Bjóða tískuföt á lægra verði en áður þekktist.

Undirbúningur opnunarinnar í þrjú ár

Viðskiptavinir Costco, sem opnar verslun sína í dag, geta átt von á því að það verð sem boðið er upp á í dag haldist áfram. Ekki sé um opnunartilboð að ræða.

Niðurstaðan ekki óvænt segir saksóknari

Vararíkissaksóknari segir niðurstöðu í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar gegn íslenska ríkinu ekki koma á óvart. Mannréttindadómstóllinn hafi breytt dómaframkvæmd sinni. Dómurinn mun hafa mikil áhrif.

Hundruð sóknarbarna farin úr Breiðholtssókn

Rekstur Breiðholtssóknar stendur ekki undir sér og á sóknarnefndin í viðræðum við Fella- og Hólasókn um sameiningu. Sóknarbörnum hefur fækkað um mörg hundruð á undanförnum árum og sóknargjöld eru skert.

Harpa þarf hundruð milljóna til viðbótar

Að óbreyttu mun Harpa áfram þurfa hundruð milljóna í rekstrarframlög frá ríki og borg. Hefur fengið 700 milljónir frá árinu 2013. Stjórnendur hússins hafa að undanförnu rætt við eigendurna um framtíðina.

Að jafnaði fjögur vopnuð útköll á viku

Það sem af er ári hefur sérsveit ríkislögreglustjóra farið í 76 vopnuð útköll. Það samsvarar 4,5 útköllum á viku. Vopnuðum útköllum hefur fjölgað á síðastliðnum áratug.