Innlent

Einu ráðuneyti skipt í tvennt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir.
Katrín Jakobsdóttir.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ætlar að skipta velferðarráðuneytinu í tvö ráðuneyti. Það verður gert í samráði við Ásmund Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, og Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra sem í dag starfa bæði í því ráðuneyti.

Í tilkynningu kemur fram að forsætisráðuneytið muni því í samráði við velferðarráðuneytið undirbúa þingsályktunartillögu sem lögð verður fyrir Alþingi sem fyrst á haustþingi 2019. „Leitast verður við að halda kostnaði við breytinguna í lágmarki,“ segir í tilkynningunni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.