Innlent

Má veiða meira af ýsu og ufsa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðar­ráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðar­ráðherra.
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur gefið út reglugerð um leyfilegan heildarafla í íslenskri fiskveiðilögsögu fyrir næsta fiskveiðiár. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að hún fylgi alfarið ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar.

Í ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar kemur fram að staða margra helstu nytjastofna sé sterk og því samfara verði aflaheimildir fyrir ýsu og ufsa auknar verulega auk þess sem aflaheimildir fyrir þorsk og steinbít verði auknar nokkuð.

„Aftur á móti verður dregið úr aflaheimildum fyrir íslenska sumargotssíld og gullkarfa enda mældist ástand þessara stofna veikt,“ segir á vef ráðuneytisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×