Innlent

Starfsfólk sætir hótunum vilji það leita réttar síns

Gissur Sigurðsson skrifar
Ferðamenn en svo virðist sem víða sé pottur brotinn í ferðaþjónustunni.
Ferðamenn en svo virðist sem víða sé pottur brotinn í ferðaþjónustunni. visir/þorgils jónsson
Dæmi eru um að starfsfólk í ferðaþjónustu og á veitingastöðum á svæði Verkalýðsfélags Vestfjarða sæti hótunum vinnuveitenda ef það ætlar að leita sér aðstoðar verkalýðsfélagsins þegar á því er brotið, að því er fram kemur á vef félagsins.

Þar segir að nokkuð algengt sé fólki sé boðið svonefnt jafnaðarkaup, sem sé óheimilt. Þá hafi sumir ferðaþjónustuaðilar gengið svo langt að reikna fæði, húsnæði, önnur hlunnindi og jafnvel orlof inn í þetta jafnaðarkaup og að algengt sé að að vinnuveitandii leggi áherslu á það, strax við ráðningu, að launþegi skuli halda stéttarfélagi utan við launamál og aðbúnað, segir á vef Verkalýðsfélags Vestfjarða. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×