Innlent

Starfar ekki samkvæmt siðareglum

Snærós Sindradóttir skrifar
Tryggvi Gunnarsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Tryggvi Gunnarsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson VÍSIR/Pjetur/GVA
Umboðsmanni Alþingis, Tryggva Gunnarssyni, er ekki kunnugt um það að hann starfi samkvæmt siðareglum.

Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem honum barst þann 15. ágúst síðastliðinn. Þá spurði Sigmundur Davíð í bréfi til umboðsmanns: "Leyfir undirritaður sér að spyrja hvort settar hafi verið siðareglur fyrir embætti umboðsmanns Alþingis og ef reglur hafi verið settar hvort mögulegt sé að fá aðgang að þeim."

Tryggvi svaraði forsætisráðherra í dag og sagði að samkvæmt lögum ætti forseti Alþingis að staðfesta siðareglur fyrir Alþingi og stofnanir þess. Hann vissi þó ekki til þess að það hefði verið gert. 

Hann bætti því svo við að þrátt fyrir þær reglur tæki embætti umboðsmanns Alþingis ekki til Alþingis og stofnana þess. 

Svar umboðsmanns Alþingis má sjá í heild sinni hér. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×