ŢRIĐJUDAGUR 29. JÚLÍ NÝJAST 22:45

Van Gaal: Kaupi ekki leikmenn til einskis

SPORT

Star Wars tekin upp á Íslandi í apríl

Bíó
kl 12:30, 19. mars 2014
Ef vel gengur gćtu Harrison, Carrie og Mark orđiđ Íslandsvinir í lok apríl.
Ef vel gengur gćtu Harrison, Carrie og Mark orđiđ Íslandsvinir í lok apríl. VÍSIR/GETTY

Tökulið nýjustu Star Wars-myndarinnar kemur til Íslands í lok apríl og verður það fyrirtækið True North sem aðstoðar tökuliðið hér á landi samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Forsvarsmenn True North mega hins vegar ekkert tjá sig um myndina enda vanalegt að allir sem koma að stórmynd sem þessari skrifi undir þagnarskylduplagg.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa erlendir aðstandendur Star Wars-myndarinnar verið hér upp á síðkastið að skoða tökustaði. Þeir komu líka til Íslands í fyrra að skoða tökustaði og eyddu hér um það bil viku og fóru um allt landið en voru aðallega að hugsa um tökustaði á hálendinu og jöklum landsins. Þá herma heimildir blaðsins að tökuliðið hafi til dæmis skoðað Langjökul sem hugsanlegan tökustað.

Umfang takanna á Íslandi fer allt eftir því hvernig gengur að skoða tökustaði og hvort aðstandendum myndarinnar líst á það sem þeir sjá hér á landi í þetta sinn. Líklega verður um svokallaðar „plate“-tökur að ræða þar sem tökuliðið tekur víðar myndir af landslaginu. Þær myndir verða síðan hugsanlega notaðar sem bakgrunnur þegar atriði eru tekin upp með leikurum í myndveri. Þetta var tilfellið þegar tökulið myndarinnar Star Trek Into Darkness kom hingað til lands í fyrra á vegum framleiðslufyrirtækisins Sagafilm. Þá eyddi tökulið myndarinnar nokkrum dögum á Íslandi en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins myndi tökuliðið sem sæi um „plate“-tökur Stjörnustríðsmyndarinnar vera talsvert fjölmennara og Íslendingar myndu vinna við tökurnar, ólíkt því sem gerðist þegar tökulið Star Trek-myndarinnar dvaldi hér.

Hins vegar gæti farið svo að tökurnar yrðu umfangsmeiri og að leikarar og leikstjóri myndarinnar, J.J. Abrams, myndu koma hingað til dvalar í lengri tíma en Abrams leikstýrði einnig fyrrnefndri Star Trek-mynd. Þessi nýja Stjörnustríðsmynd er sú fyrsta í nýjum þríleik og fjallar að mestu leyti um persónurnar Loga geimgengil, Lilju prinsessu og Hans Óla.

Samkvæmt kvikmyndasíðunni IMDb.com er það ekki staðfest að leikararnir Harrison Ford, Mark Hamill og Carrie Fisher muni túlka persónurnar eins og í fyrri Star Wars-myndum en bæði Carrie og George Lucas, maðurinn á bak við hugmyndina um Stjörnustríðið, hafa svo gott sem staðfest það.


Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

FLEIRI FRÉTTIR Á VÍSI

Bíó 26. júl. 2014 00:01

Fundu út ađ Marteinn var ekki pervert

Hljómsveitin Samaris frumsýnir nýtt tónlistarmyndband á mánudaginn en Ólafur Darri Ólafsson og María Birta Bjarnadóttir fara međ ađalhlutverkin. Meira
Bíó 25. júl. 2014 22:00

Stikla úr Hot Tub Time Machine 2

John Cusack, sem lék í fyrri myndinni, er ekki međal leikara í framhaldinu en Adam Scott virđist hafa komiđ í hans stađ. Meira
Bíó 25. júl. 2014 20:00

Vonar ađ mamma og pabbi sjái ekki myndina

Dakota Johnson vill ekki ađ foreldrar hennar sjái 50 shades of Grey Meira
Bíó 25. júl. 2014 11:00

Titillag París norđursins frumflutt á Vísi

Tónlistin í myndinni ţykir einstaklega vel heppnuđ en hún er eftir hljómsveitina Prins Póló. Meira
Bíó 25. júl. 2014 02:00

Fyrsta myndbrotiđ úr Fifty Shades of Grey er funheitt

Myndbrotiđ, sem er um ţađ bil tvćr og hálf mínúta á lengd sýnir leikarann Jamie Dornan sem fer međ hlutverk auđmannsins Christian Grey ađ tćla hina ungu Anastasia Steele sem leikin er af Dakota Johnso... Meira
Bíó 24. júl. 2014 11:30

Konungur bandarísks gríns

Spéfuglinn Will Ferrell verđur heiđrađur á bandarísku kvikmyndahátíđinni Deauville í Frakklandi. Meira
Bíó 24. júl. 2014 11:00

Sony kennir nafninu um hrakfarir myndarinnar

Gamanmyndin Sex Tape var frumsýnd á Íslandi í gćr. Meira
Bíó 23. júl. 2014 14:00

Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr íslenskum sálfrćđitrylli

Kvikmyndin Grafir og bein er frumsýnd í október. Meira
Bíó 22. júl. 2014 19:30

Myndin um Bobby Fischer heimsfrumsýnd í Toronto

Hluti myndarinnar var tekinn upp hér á landi í fyrra. Meira
Bíó 22. júl. 2014 18:30

Svart og hvítt á rauđa dreglinum

Kvikmyndin Guardians of the Galaxy frumsýnd. Meira
Bíó 21. júl. 2014 18:30

James Garner lýsir minnisstćđustu hlutverkunum

Lést um helgina, 86 ára ađ aldri. Meira
Bíó 17. júl. 2014 13:30

Leikstýrđi lokasenunni í gegnum Skype

Stórmyndin Dawn of the Planet of the Apes var frumsýnd á Íslandi í gćr. Meira
Bíó 17. júl. 2014 09:30

Fleiri leikarar bćtast viđ Bakk-hópinn

Tökur á gamanmyndinni hefjast í nćstu viku. Meira
Bíó 16. júl. 2014 19:30

Heimildarmynd um Bítlana í bígerđ

Leikstjórinn Ron Howard leikstýrir. Meira
Bíó 16. júl. 2014 09:30

París norđursins fćr fjórar stjörnur

Gagnrýnandi Prague Post lofar myndina. Meira
Bíó 16. júl. 2014 09:00

Vill fleiri íslenska leikara í Hollywood-mynd

Donald Ranvaud hefur bćst í teymi Terra Infirma. Margrét Hrafns segir stutt í ađ ađalleikari verđi tilkynntur. Meira
Bíó 12. júl. 2014 11:00

Mynd Bjarkar fćr frábćra dóma

Björk: Biophilia Live Evrópufrumsýnd á Karlovy Vary. Meira
Bíó 10. júl. 2014 13:31

Tilnefningar til Emmy-verđlaunanna

Tilnefningar til hinna virtu Emmy verđlauna voru tilkynntar fyrir stuttu frá The Television Academy í Los Angeles. Meira
Bíó 10. júl. 2014 12:00

"David Gordon Green er búinn ađ sjá myndina og elskađi hana“

Hafsteinn Gunnar Sigurđsson heimsfrumsýndi myndina París norđursins á Karlovy Vary-kvikmyndahátíđinni í vikunni. Meira
Bíó 10. júl. 2014 11:00

Melissa McCarthy sóar hćfileikum sínum

Kvikmyndin Tammy var frumsýnd á Íslandi í gćr. Meira
Bíó 09. júl. 2014 19:30

Leikur Daniel Radcliffe áfram Harry Potter?

Daniel Radcliffe var á blađamannafundi spurđur hvort kćmi til greina ađ leika galdrastrákinn á nýjan leik. Meira
Bíó 09. júl. 2014 14:30

"Mig langar ađ fara pínu öđruvísi leiđ“

Sigurđur Anton Friđţjófsson frumsýnir fyrstu kvikmynd sína í fullri lengd, Ísabellu, í október en ásamt ţví ađ skrifa handritiđ leikstýrir hann myndinni. Meira
Bíó 09. júl. 2014 12:52

París norđursins slćr í gegn

Kvikmyndin París norđursins eftir Hafstein Gunnar Sigurđsson fćr mjög góđa dóma eftir heimsfrumsýningu á kvikmyndahátíđ í Tékklandi. Hafsteinn Gunnar sagđur í hópi bestu leikstjóra Evrópu. Meira
Bíó 09. júl. 2014 09:30

Lykilatriđi ađ skemmta fullorđnum - ţá fylgja börnin međ

Kvikmyndin Algjör Sveppi og Gói bjargar málunum fer í tökur 21. júlí nćstkomandi. Meira
Bíó 08. júl. 2014 20:00

Hringadróttinssaga á 90 sekúndum

Mashable bjó til 90 sekúndna samantekt sem getur sett fólk inn í annars flókinn söguţráđ. Meira

Tarot

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Lífiđ / Bíó / Star Wars tekin upp á Íslandi í apríl
Fara efst