ŢRIĐJUDAGUR 2. SEPTEMBER NÝJAST 13:30

Robert Pattinson byrjađur međ Twigs

LÍFIĐ

Star Wars tekin upp á Íslandi í apríl

Bíó
kl 12:30, 19. mars 2014
Ef vel gengur gćtu Harrison, Carrie og Mark orđiđ Íslandsvinir í lok apríl.
Ef vel gengur gćtu Harrison, Carrie og Mark orđiđ Íslandsvinir í lok apríl. VÍSIR/GETTY

Tökulið nýjustu Star Wars-myndarinnar kemur til Íslands í lok apríl og verður það fyrirtækið True North sem aðstoðar tökuliðið hér á landi samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Forsvarsmenn True North mega hins vegar ekkert tjá sig um myndina enda vanalegt að allir sem koma að stórmynd sem þessari skrifi undir þagnarskylduplagg.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa erlendir aðstandendur Star Wars-myndarinnar verið hér upp á síðkastið að skoða tökustaði. Þeir komu líka til Íslands í fyrra að skoða tökustaði og eyddu hér um það bil viku og fóru um allt landið en voru aðallega að hugsa um tökustaði á hálendinu og jöklum landsins. Þá herma heimildir blaðsins að tökuliðið hafi til dæmis skoðað Langjökul sem hugsanlegan tökustað.

Umfang takanna á Íslandi fer allt eftir því hvernig gengur að skoða tökustaði og hvort aðstandendum myndarinnar líst á það sem þeir sjá hér á landi í þetta sinn. Líklega verður um svokallaðar „plate“-tökur að ræða þar sem tökuliðið tekur víðar myndir af landslaginu. Þær myndir verða síðan hugsanlega notaðar sem bakgrunnur þegar atriði eru tekin upp með leikurum í myndveri. Þetta var tilfellið þegar tökulið myndarinnar Star Trek Into Darkness kom hingað til lands í fyrra á vegum framleiðslufyrirtækisins Sagafilm. Þá eyddi tökulið myndarinnar nokkrum dögum á Íslandi en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins myndi tökuliðið sem sæi um „plate“-tökur Stjörnustríðsmyndarinnar vera talsvert fjölmennara og Íslendingar myndu vinna við tökurnar, ólíkt því sem gerðist þegar tökulið Star Trek-myndarinnar dvaldi hér.

Hins vegar gæti farið svo að tökurnar yrðu umfangsmeiri og að leikarar og leikstjóri myndarinnar, J.J. Abrams, myndu koma hingað til dvalar í lengri tíma en Abrams leikstýrði einnig fyrrnefndri Star Trek-mynd. Þessi nýja Stjörnustríðsmynd er sú fyrsta í nýjum þríleik og fjallar að mestu leyti um persónurnar Loga geimgengil, Lilju prinsessu og Hans Óla.

Samkvæmt kvikmyndasíðunni IMDb.com er það ekki staðfest að leikararnir Harrison Ford, Mark Hamill og Carrie Fisher muni túlka persónurnar eins og í fyrri Star Wars-myndum en bæði Carrie og George Lucas, maðurinn á bak við hugmyndina um Stjörnustríðið, hafa svo gott sem staðfest það.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

FLEIRI FRÉTTIR Á VÍSI

Bíó 02. sep. 2014 10:26

Íslensk stuttmynd fćr fyrstu verđlaun í Montréal

Hjónabandssćla er fyrsta mynd Jörunds Ragnarssonar Meira
Bíó 01. sep. 2014 17:45

Björn Thors sóttur á limmósínu

Vel var gert viđ ađalleikarann ţegar öllum Flateyringum var bođiđ á París norđursins í Ísafjarđarbíói um helgina. Meira
Bíó 01. sep. 2014 11:00

Sturla snýr aftur

Leikstjórinn Sturla Gunnarsson mun heimsfrumsýna mynd sína, Monsoon, á alţjóđlegu kvikmyndahátíđinni í Kanada í byrjun september. Meira
Bíó 30. ágú. 2014 00:01

Mike Leigh til Íslands

Hinn virti, breski leikstjóri Mike Leigh verđur heiđursgestur Alţjóđlegu kvikmyndahátíđarinnar í Reykjavík, RIFF, sem hefst 25. september. Meira
Bíó 29. ágú. 2014 11:00

Gefur auga leiđ ađ ţetta er skelfilegt ástand

Leikstjóranum Ragnari Bragasyni ekki skemmt yfir ólöglegu niđurhali. Meira
Bíó 28. ágú. 2014 22:00

Kvikmyndaeftirlitiđ í Bandaríkjunum sakađ um hommafćlni

Í myndinni er ekkert kynlíf, engin nekt og ekkert ofbeldi en samt mega krakkar undir 17 ára aldri ekki sjá myndina. Meira
Bíó 28. ágú. 2014 15:06

RIFF í Variety

Nýtt útlit hjá RIFF Meira
Bíó 28. ágú. 2014 15:00

Ađdáendur létu framleiđandann heyra ţađ

Kvikmyndin Teenage Mutant Ninja Turtles verđur frumsýnd á Íslandi á morgun. Meira
Bíó 26. ágú. 2014 20:58

Glittir í Ísland í nýrri stiklu

Styttist í frumsýningu stórmyndarinnar Interstellar. Meira
Bíó 26. ágú. 2014 13:45

Fyrstu kvikmyndirnar á RIFF tilkynntar

Glćsileg dagskrá á Alţjóđlegu kvikmyndahátíđinni í Reykjavík Meira
Bíó 21. ágú. 2014 09:30

Rassskellti hasarhetjurnar í Expendables 3

Grínmyndin Let's Be Cops var frumsýnd hér á landi í gćr. Meira
Bíó 20. ágú. 2014 16:30

Ćvisaga gođsagnarinnar Miles Davis í bígerđ

Njóta ekki stuđnings Hollywood Meira
Bíó 13. ágú. 2014 00:31

Lauren Bacall látin

Bandaríska leikkonan Lauren Bacall er látin 89 ára ađ aldri. Ćttingi Bacall stađfesti viđ slúđursíđuna TMZ ađ leikkonan góđkunna hefđi látiđ lífiđ af völdum hjartaáfalls í morgun. Meira
Bíó 08. ágú. 2014 14:00

Spennandi samstarf Vesturports og 365

Vesturport og 365 framleiđa saman kvikmyndina Blóđberg. Myndin verđur frumsýnd í sjónvarpi á svipuđum tíma og í bíói, líklega í fyrsta sinn á Íslandi. Meira
Bíó 07. ágú. 2014 17:00

Arnold verđur Conan á ný

Ţetta segir á ađdáendasíđu Arnolds. Meira
Bíó 07. ágú. 2014 16:30

Sló í gegn í brúđkaupi

Leikarinn Jeff Goldblum gerđi garđinn frćgan í Jurassic Park-myndunum. Meira
Bíó 07. ágú. 2014 16:00

Avatar 2 er á leiđinni

Auk ţess ađ hafa leikiđ í nýju ofurhetjumyndinni Guardians of the Galaxy er ýmislegt á dagskránni hjá Zoe Saldana. Meira
Bíó 07. ágú. 2014 15:30

Sandra Bullock tekjuhćst allra leikkvenna

Tímaritiđ Forbes gaf út lista yfir tekjuhćstu leikarana og ţar trónir Sandra Bullock á toppnum međal kvenna. Meira
Bíó 07. ágú. 2014 13:30

Ný Noru Ephron-mynd í bígerđ

Ný kvikmynd eftir einn farsćlasta handritshöfund seinni tíma er í bígerđ, tveimur árum eftir andlát hennar. Meira
Bíó 05. ágú. 2014 14:45

Ný stikla úr París norđursins

Í stiklunni hljóđar titillag myndarinnar, sem er flutt af Prins Póló og er viđ ţađ ađ slá í gegn. Meira
Bíó 01. ágú. 2014 19:00

Sin City 2 ţykir of kynţokkafull

New York Post segir frá ţví ađ sjónvarpsstöđin ABC hafi einnig neitađ ađ sýna stiklu úr kvikmyndinna af sömu ástćđu, innihaldiđ ţykir of gróft. Meira
Bíó 31. júl. 2014 16:30

Loksins fćr Jessica Lange heiđursverđlaun Kirk Douglas

Kirk Douglas verđur 98 ára gamall viku fyrir viđburđinn. Meira
Bíó 31. júl. 2014 15:30

Ótrúleg velgengni, nauđgun, fangelsisvist og dótturmissir

Jamie Foxx kemur til međ ađ leika Mike Tyson í kvikmynd byggđri á ćvi boxarans. Meira
Bíó 31. júl. 2014 12:00

Ný stikla úr Interstellar

Myndin var ađ hluta til tekin upp hér á landi Meira
Bíó 30. júl. 2014 19:00

Enn önnur Night at the Museum-kvikmynd

Ben Stiller kemur til međ ađ leika ađalhlutverki, ásamt Robin Williams, Owen Wilson, Steve Coogan, Dan Stevens, Ricky Gervais og Rebel Wilson. Meira

Tarot

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Lífiđ / Bíó / Star Wars tekin upp á Íslandi í apríl
Fara efst