Stangast á við ákvæði EES-samningsins 20. ágúst 2010 19:03 Ein stærsta lögmannsstofa landsins telur að bann við gengistryggingu lána í íslenskri mynt sé í andstöðu við ákvæði EES-samningsins, að því er fram kemur í minnisblaði sem stofan vann fyrir fjármögnunarfyrirtæki. Í kjölfar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Lýsingar gegn tveimur skuldurum sem voru með gengistryggð lán, dóms sem síðar var áfrýjað og var síðan staðfestur af Hæstarétti, óskaði Lýsing eftir áliti lögmannsstofunnar Logos á því hvort 6. kafli laganna um vexti og verðtryggingu samrýmdist skuldbindingum Íslands á grundvelli EES-samningsins. Í dóminum var sem kunnugt er komist að þeirri niðurstöðu 13. og 14. laga um vexti og verðtryggingu hefðu að geyma tæmandi talningu á heimildum til verðtryggingar. Binding lánsfjárhæðar við dagsgengi erlendra gjaldmiðla teldist verðtrygging í skilningi í laganna og því væri hún óheimil þar sem hennar væri ekki getið í lögunum. Í minnisblaði Logos segir að með túlkun héraðsdóms sé í raun komist að þeirri niðurstöðu að lánveitanda sem vilji lána í erlendum myntum hér á landi sé óheimilt að gengisbreyta láninu áður en það er greitt út og innheimta það í íslenskri mynt. Því sé í raun verið að leggja kostnað og fyrirhöfn á lántaka fyrir það eitt að taka erlent lán. Með því sé veiting erlendra lána gerð erfiðari og minna aðlaðandi fyrir lánveitendur og það sé öllum líkindum brot á 40. gr. EES-samningsins um frjálst flæði fjármagns.Hefur ekki fengið vægi í umræðunni Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, sagði í samtali við fréttastofu að í málinu lægi ekki fyrir neitt álit EFTA-dómstólsins enda hefði ekki verið lögð fram krafa um ráðgefandi álit dómstólsins. Því hefði þetta sjónarmið ekki fengið neitt vægi í umræðunni. Stefán Már sagði jafnframt að ef EFTA-dómstóllinn hefði í ráðgefandi áliti komist að þeirri niðurstöðu að þessi túlkun á vaxtalögunum, þ.e. bann við gengistryggingu, teldist hindrun á frjálsu flæði fjármagns þá hefðu íslenskir dómstólar eflaust tekið tillit til þess í dómsniðurstöðum sínum. Hins vegar fengist ekki svar við því þar sem aldrei hefði verið byggt á þeim lagarökum fyrir dómi. Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Sjá meira
Ein stærsta lögmannsstofa landsins telur að bann við gengistryggingu lána í íslenskri mynt sé í andstöðu við ákvæði EES-samningsins, að því er fram kemur í minnisblaði sem stofan vann fyrir fjármögnunarfyrirtæki. Í kjölfar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Lýsingar gegn tveimur skuldurum sem voru með gengistryggð lán, dóms sem síðar var áfrýjað og var síðan staðfestur af Hæstarétti, óskaði Lýsing eftir áliti lögmannsstofunnar Logos á því hvort 6. kafli laganna um vexti og verðtryggingu samrýmdist skuldbindingum Íslands á grundvelli EES-samningsins. Í dóminum var sem kunnugt er komist að þeirri niðurstöðu 13. og 14. laga um vexti og verðtryggingu hefðu að geyma tæmandi talningu á heimildum til verðtryggingar. Binding lánsfjárhæðar við dagsgengi erlendra gjaldmiðla teldist verðtrygging í skilningi í laganna og því væri hún óheimil þar sem hennar væri ekki getið í lögunum. Í minnisblaði Logos segir að með túlkun héraðsdóms sé í raun komist að þeirri niðurstöðu að lánveitanda sem vilji lána í erlendum myntum hér á landi sé óheimilt að gengisbreyta láninu áður en það er greitt út og innheimta það í íslenskri mynt. Því sé í raun verið að leggja kostnað og fyrirhöfn á lántaka fyrir það eitt að taka erlent lán. Með því sé veiting erlendra lána gerð erfiðari og minna aðlaðandi fyrir lánveitendur og það sé öllum líkindum brot á 40. gr. EES-samningsins um frjálst flæði fjármagns.Hefur ekki fengið vægi í umræðunni Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, sagði í samtali við fréttastofu að í málinu lægi ekki fyrir neitt álit EFTA-dómstólsins enda hefði ekki verið lögð fram krafa um ráðgefandi álit dómstólsins. Því hefði þetta sjónarmið ekki fengið neitt vægi í umræðunni. Stefán Már sagði jafnframt að ef EFTA-dómstóllinn hefði í ráðgefandi áliti komist að þeirri niðurstöðu að þessi túlkun á vaxtalögunum, þ.e. bann við gengistryggingu, teldist hindrun á frjálsu flæði fjármagns þá hefðu íslenskir dómstólar eflaust tekið tillit til þess í dómsniðurstöðum sínum. Hins vegar fengist ekki svar við því þar sem aldrei hefði verið byggt á þeim lagarökum fyrir dómi.
Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Sjá meira