Innlent

Stal beikoni og kardimommudropum

Liðlega þrítugur karlmaður var dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi í tvö ár í Héraðsdómi Norðurlande eystra á föstudag fyrir þjófnað. Maðurinn stal þremur beikon áleggsbréfum, átta vanilludropaglösum og 18 kardimommuglösum úr Samkaup/Strax á Akureyri í júlí síðastliðnum. Þýfið er samtals að verðmæti um 9.500 krónur.

Maðurinn viðurkenndi brot sitt fyrir dómara en hann á nokkurn sakaferil að baki. Fimm dögum fyrir þjófnaðinn gerði hann sátt við Sýslumanninn á Akureyri fyrir þjófnaðarbrot og samþykkti að greiða 20 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs.

Fyrir dómara lýsti maðurinn yfir iðran vegna þjófnaðarins og staðhæfði jafnframt að hann hefði að undanförnu tekið sig á með hjálp nafngreindra fagaðila.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×