Stærstu mistökin voru að fara ekki úr landi 8. nóvember 2008 15:32 Hreiðar Már og Sigurður Einarsson koma af fundi forsætisráðherra í stjórnarráðinu. Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings segir stjórn Seðlabanka Íslands gjörsamlega hafa brugðist þegar ekkert var gert eftir að nefnd sem hann var formaður skilaði af sér skýrslu árið 2003. Þar var varað við ástandinu en ekkert var að gert. Þetta sagði Sigurður í viðtali við Markaðinn á Stöð 2 í morgun. Sigurður segir að árið 2003 hafi verið sett á laggirnar nefnd til þess að efla fjármálastarfsemi á Íslandi. Sigurður var formaður nefndarinnar og kynnti niðurstöðu skýrslunnar á opnum fundi þar sem forsætisráðherra hefði m.a mært störf nefndarinnar. Megin niðurustöður skýrslunnar voru þær að auka þyrfti gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar og styrkja innviði þjóðfélagsins vegna örrar stækkunnar fjármálastarfseminnar hér á landi. Sigurður segir að á undanförnum árum hafi Kaupþingsmenn reynt að draga mjög úr rekstri bankans hér á landi. „Eftir á að hyggja voru kannski stærstu mistökin að flytja ekki höfuðstöðvarnar úr landi, úr myntsvæði íslensku krónunnar. Það er algjörlega ljóst að hún ber ekki uppi svona starfsemi," sagði Sigurður sem bætti því þó við að á sama tíma hefði bankinn verið stoltur yfir því að byggja upp starfsemina í Reykjavík og útvega fjölda fólks vinnu og koma með skatttekjur inn í landið. Sigurður segir að töluverðar umræður hafi átt sér stað innan bankans um að semja við NIBC bankann í Hollandi um að yfirtaka rekstur bankans sem þá yrðir skráður í Holland. „Þá hefðu ekki verið neinar líkur á því að bankinn færi í þrot. Þetta voru stærstu mistökin sem við gerðum." Sigurður sagði einnig að ákvörðunin um að þjóðnýta Glitni væri algjört lykilatriði í því sem síðar gerist. Hann segir að um leið og þær fréttist bárust Kaupþingsmönnum hefði þeim litist afar illa á blikuna. „Um nóttina hringdi ég síðan í forsætis- og Iðnaðarráðherra og bað þá um að nota ekki þessa aðferðafræði. Það hlaut engann hljómgrunn hjá þeim og okkur fannst skrýtið að við sem stærsti banki landins hefðum ekki verið hafðir með í ráðum." Sigurður sagði á þessum tíma brýnt að veita Glitni tryggt lán með veðum í einhverjum eignum. „Þó að Seðlabankanum hafi ekki fundist það samrýmast þeim reglum sem áður hafði verið unnið eftir. Þetta voru engir venjulegir tímar og það var enginn tími til þess að karpa um það að gæði eignanna væru ekki 100%. Síðan taldi ég að Seðlabankinn og Ríkisstjórnin ætti að kalla hina bankana að borðinu og leysa þetta vandamál í sameiningu. Við vorum að sjálfsögðu til í það." Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira
Sigurður Einarsson fyrrum stjórnarformaður Kaupþings segir stjórn Seðlabanka Íslands gjörsamlega hafa brugðist þegar ekkert var gert eftir að nefnd sem hann var formaður skilaði af sér skýrslu árið 2003. Þar var varað við ástandinu en ekkert var að gert. Þetta sagði Sigurður í viðtali við Markaðinn á Stöð 2 í morgun. Sigurður segir að árið 2003 hafi verið sett á laggirnar nefnd til þess að efla fjármálastarfsemi á Íslandi. Sigurður var formaður nefndarinnar og kynnti niðurstöðu skýrslunnar á opnum fundi þar sem forsætisráðherra hefði m.a mært störf nefndarinnar. Megin niðurustöður skýrslunnar voru þær að auka þyrfti gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar og styrkja innviði þjóðfélagsins vegna örrar stækkunnar fjármálastarfseminnar hér á landi. Sigurður segir að á undanförnum árum hafi Kaupþingsmenn reynt að draga mjög úr rekstri bankans hér á landi. „Eftir á að hyggja voru kannski stærstu mistökin að flytja ekki höfuðstöðvarnar úr landi, úr myntsvæði íslensku krónunnar. Það er algjörlega ljóst að hún ber ekki uppi svona starfsemi," sagði Sigurður sem bætti því þó við að á sama tíma hefði bankinn verið stoltur yfir því að byggja upp starfsemina í Reykjavík og útvega fjölda fólks vinnu og koma með skatttekjur inn í landið. Sigurður segir að töluverðar umræður hafi átt sér stað innan bankans um að semja við NIBC bankann í Hollandi um að yfirtaka rekstur bankans sem þá yrðir skráður í Holland. „Þá hefðu ekki verið neinar líkur á því að bankinn færi í þrot. Þetta voru stærstu mistökin sem við gerðum." Sigurður sagði einnig að ákvörðunin um að þjóðnýta Glitni væri algjört lykilatriði í því sem síðar gerist. Hann segir að um leið og þær fréttist bárust Kaupþingsmönnum hefði þeim litist afar illa á blikuna. „Um nóttina hringdi ég síðan í forsætis- og Iðnaðarráðherra og bað þá um að nota ekki þessa aðferðafræði. Það hlaut engann hljómgrunn hjá þeim og okkur fannst skrýtið að við sem stærsti banki landins hefðum ekki verið hafðir með í ráðum." Sigurður sagði á þessum tíma brýnt að veita Glitni tryggt lán með veðum í einhverjum eignum. „Þó að Seðlabankanum hafi ekki fundist það samrýmast þeim reglum sem áður hafði verið unnið eftir. Þetta voru engir venjulegir tímar og það var enginn tími til þess að karpa um það að gæði eignanna væru ekki 100%. Síðan taldi ég að Seðlabankinn og Ríkisstjórnin ætti að kalla hina bankana að borðinu og leysa þetta vandamál í sameiningu. Við vorum að sjálfsögðu til í það."
Mest lesið Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira