Stærsti sjúklingahópurinn á Íslandi Mikael Torfason skrifar 8. ágúst 2013 07:00 Algengt verð á sígarettupakka er um tólf hundruð krónur. Í honum eru 20 sígarettur en það er sá skammtur sem meðalreykingamanneskja er talin þurfa yfir daginn. Kostnaður á ári er því yfir 400 þúsund krónur og fer hækkandi. Í Fréttablaðinu í dag segjum við frá þeim gleðitíðindum að sala á sígarettum hefur dregist saman um tíu prósent en um síðustu áramót var sérstakt tóbaksgjald hækkað um 17 prósent. Sérfræðingar í fíknisjúkdómum hafa lengi bent á að verðhækkanir dragi úr neyslu á fíkniefnum á borð við tóbak og áfengi. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tekur undir þetta og segir verðhækkanir á tóbaki til þess fallnar að minnka neysluna. Við vitum öll að sígarettufíkn er alvarlegur sjúkdómur sem kemur milljónum manna í gröfina ár hvert. Fimmtán prósent Íslendinga reykja sígarettur en reykingar eru sagðar drepa annan hvern sem reykir. Á Íslandi er bannað að reykja á flestum stöðum innandyra og aldurstakmark til kaupa tóbak er átján ára. Flestir sem reykja eiga mjög erfitt með að hætta að reykja. Talið er að fjórir af hverjum fimm sem reyna að hætta mistakist. Þeir, sem hafa getað hætt, þurfa oft að sætta sig við að vera háðir nikótíntyggjói, plástrum eða slíkum nikótíngjöfum. Sem er mun skárra því nikótínfíknin sem slík er auðvitað ekki nálægt því eins hættuleg og reykingar. En hún getur verið kostnaðarsöm því hinar svokölluðu nikótínvörur eru oft dýrar. Fyrir nokkrum árum var það reiknað út að sígarettupakkinn þyrfti að kosta þrjú þúsund krónur ef reykingafólk ætti sjálft að bera þann kostnað sem fellur á samfélagið allt vegna reykinga. Það er ágætis sjónarmið út af fyrir sig en vænlegast er að horfa fyrst og síðast á reykingar sem alvarlegan fíknisjúkdóm sem hægt er að meðhöndla. Nikótínfíkn er nátengd öðrum fíknisjúkómum. Gott dæmi um það er að níu af hverjum tíu sem koma á Vog í meðferð vegna vímuefnafíknar hafa reykt eða reykja. Lengi dó að lágmarki einn Íslendingur á dag vegna reykinga. Blessunarlega hefur það hlutfall minnkað mjög enda reyktu helmingi fleiri hér á landi fyrir tuttugu árum en í dag. Mikill árangur hefur náðst með forvörnum, aukinni meðvitund og hækkandi verði á sígarettum. Enn búum við samt við það að yfir hundrað Íslendingar greinast árlega með krabbamein sem rekja má beint til reykinga. Flestir greinast með lungnakrabbamein en það er lengi að þróast og veldur litlum einkennum þannig að greiningin kemur oft allt of seint. Við getum gert miklu betur í baráttunni gegn sígarettufíkn. Okkur er óhætt að hækka verð á tóbaki enn frekar, en við verðum um leið að gera okkur grein fyrir að um sjúkdóm er að ræða. Sjúklingarnir eru margir eða 36 þúsund talsins hér á landi. Það er án efa einn stærsti sjúklingahópurinn á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Algengt verð á sígarettupakka er um tólf hundruð krónur. Í honum eru 20 sígarettur en það er sá skammtur sem meðalreykingamanneskja er talin þurfa yfir daginn. Kostnaður á ári er því yfir 400 þúsund krónur og fer hækkandi. Í Fréttablaðinu í dag segjum við frá þeim gleðitíðindum að sala á sígarettum hefur dregist saman um tíu prósent en um síðustu áramót var sérstakt tóbaksgjald hækkað um 17 prósent. Sérfræðingar í fíknisjúkdómum hafa lengi bent á að verðhækkanir dragi úr neyslu á fíkniefnum á borð við tóbak og áfengi. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tekur undir þetta og segir verðhækkanir á tóbaki til þess fallnar að minnka neysluna. Við vitum öll að sígarettufíkn er alvarlegur sjúkdómur sem kemur milljónum manna í gröfina ár hvert. Fimmtán prósent Íslendinga reykja sígarettur en reykingar eru sagðar drepa annan hvern sem reykir. Á Íslandi er bannað að reykja á flestum stöðum innandyra og aldurstakmark til kaupa tóbak er átján ára. Flestir sem reykja eiga mjög erfitt með að hætta að reykja. Talið er að fjórir af hverjum fimm sem reyna að hætta mistakist. Þeir, sem hafa getað hætt, þurfa oft að sætta sig við að vera háðir nikótíntyggjói, plástrum eða slíkum nikótíngjöfum. Sem er mun skárra því nikótínfíknin sem slík er auðvitað ekki nálægt því eins hættuleg og reykingar. En hún getur verið kostnaðarsöm því hinar svokölluðu nikótínvörur eru oft dýrar. Fyrir nokkrum árum var það reiknað út að sígarettupakkinn þyrfti að kosta þrjú þúsund krónur ef reykingafólk ætti sjálft að bera þann kostnað sem fellur á samfélagið allt vegna reykinga. Það er ágætis sjónarmið út af fyrir sig en vænlegast er að horfa fyrst og síðast á reykingar sem alvarlegan fíknisjúkdóm sem hægt er að meðhöndla. Nikótínfíkn er nátengd öðrum fíknisjúkómum. Gott dæmi um það er að níu af hverjum tíu sem koma á Vog í meðferð vegna vímuefnafíknar hafa reykt eða reykja. Lengi dó að lágmarki einn Íslendingur á dag vegna reykinga. Blessunarlega hefur það hlutfall minnkað mjög enda reyktu helmingi fleiri hér á landi fyrir tuttugu árum en í dag. Mikill árangur hefur náðst með forvörnum, aukinni meðvitund og hækkandi verði á sígarettum. Enn búum við samt við það að yfir hundrað Íslendingar greinast árlega með krabbamein sem rekja má beint til reykinga. Flestir greinast með lungnakrabbamein en það er lengi að þróast og veldur litlum einkennum þannig að greiningin kemur oft allt of seint. Við getum gert miklu betur í baráttunni gegn sígarettufíkn. Okkur er óhætt að hækka verð á tóbaki enn frekar, en við verðum um leið að gera okkur grein fyrir að um sjúkdóm er að ræða. Sjúklingarnir eru margir eða 36 þúsund talsins hér á landi. Það er án efa einn stærsti sjúklingahópurinn á Íslandi.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun