Erlent

Stærsti hundur í heimi dáinn

Fanney Birna Jónsdóttir skrifar
Hundurinn Georg, stærsti hundur í heimi, er dáinn sjö ára að aldri á heimili sínu í Tuscon í Arizona.

Þetta var tilkynnt á Facebook síðu Georgs en hann mun hafa dáið við rólegar aðstæður í kringum ástvini sína, mánuði fyrir átta ára afmælið sitt.

Standandi á afturlöppunum náði Georg, sem var af tegundinni Stóri Dan, rúmlega hæðinni 2,2 metrar.

Frá árinu 2006 hafði Georg haft sitt eigið hjónarúm til umráða á heimili sínu, þar sem eigendur hans voru orðnir þreyttir á að hann tæki allt pláss frá þeim í rúminu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×