Stærsti hrygningarstofn þorsks síðan árið 1962 Kristján Már Unnarsson skrifar 11. júní 2015 21:00 Hrygningarstofn þorsks, mikilvægasta nytjafisks þjóðarinnar, hefur ekki mælst stærri á Íslandsmiðum í 53 ár og ýsan er að rétta úr kútnum. Hafrannsóknastofnun leggur til kvótaaukningu sem gæti aukið útflutningsverðmæti um sextán milljarða króna á næsta fiskveiðiári. Nú höfum við ekki lengur bara orð sjómannanna fyrir því að fiskimiðin séu full af golþorski. Línuritin sem forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, Jóhann Sigurjónsson, sýndi fréttamönnum í dag gefa sömu mynd og eru sannarlega uppörvandi. „Heilt yfir litið þá er ástand okkar mikilvægustu nytjastofna gott,“ segir Jóhann. Gleðilegustu tíðindin eru af þorskinum, verðmætasta fiskistofni Íslendinga. Línuritið, sem sjá má hér að neðan, sýnir að hrygningarstofninn hefur ekki verið stærri í hálfa öld, raunar þarf að fara aftur til ársins 1962 til að finna dæmi um svo sterkan stofn. „Það sýnir borðleggjandi hvað í raun og veru aðhaldssöm fiskveiðistefna og hófsöm, -eigum við að segja síðastliðin átta ár, - hefur gefið okkur gríðarlega markverðan árangur,“ segir forstjóri Hafrannsóknarstofnunar.Ástand helstu nytjastofna er gott, að mati Hafrannsóknarstofnunar.Vísir/GVAStofnunin leggur því til að þorskkvótinn verði aukinn úr 216 þúsund tonnum upp í 239 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári eða um 23 þúsund tonn. Fara þarf aftur til ársins 1999 til að finna dæmi um svo mikinn þorskkvóta. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi áætla að þetta þýði fimmtán milljarða króna aukningu gjaldeyristekna af þorski. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra þakkar þetta ábyrgri fiskveiðistjórn. „Við erum að byggja upp stofnana, ólíkt mörgum öðrum svæðum, og þessi sjálfbærni og ábyrgð sem við sýnum við stýringu veiðanna, hún skilar sér og það er auðvitað ánægjulegt,“ segir ráðherrann. Jákvæð tíðindi berast einnig af ýsunni. Loksins kom sterkur ýsuárgangur eftir sex lélega árganga í röð. Þar er því lögð til kvótaaukning, sem gæti þýtt tólfhundruð milljóna króna verðmætaaukningu af ýsu, ofan á búbótina í þorskinum. „Þetta er í það minnsta mjög jákvæð viðbót inn í það góða hagvaxtartímabil sem við erum inni í í augnablikinu,“ segir Sigurður Ingi.Grafík/Tótla Mest lesið Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira
Hrygningarstofn þorsks, mikilvægasta nytjafisks þjóðarinnar, hefur ekki mælst stærri á Íslandsmiðum í 53 ár og ýsan er að rétta úr kútnum. Hafrannsóknastofnun leggur til kvótaaukningu sem gæti aukið útflutningsverðmæti um sextán milljarða króna á næsta fiskveiðiári. Nú höfum við ekki lengur bara orð sjómannanna fyrir því að fiskimiðin séu full af golþorski. Línuritin sem forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, Jóhann Sigurjónsson, sýndi fréttamönnum í dag gefa sömu mynd og eru sannarlega uppörvandi. „Heilt yfir litið þá er ástand okkar mikilvægustu nytjastofna gott,“ segir Jóhann. Gleðilegustu tíðindin eru af þorskinum, verðmætasta fiskistofni Íslendinga. Línuritið, sem sjá má hér að neðan, sýnir að hrygningarstofninn hefur ekki verið stærri í hálfa öld, raunar þarf að fara aftur til ársins 1962 til að finna dæmi um svo sterkan stofn. „Það sýnir borðleggjandi hvað í raun og veru aðhaldssöm fiskveiðistefna og hófsöm, -eigum við að segja síðastliðin átta ár, - hefur gefið okkur gríðarlega markverðan árangur,“ segir forstjóri Hafrannsóknarstofnunar.Ástand helstu nytjastofna er gott, að mati Hafrannsóknarstofnunar.Vísir/GVAStofnunin leggur því til að þorskkvótinn verði aukinn úr 216 þúsund tonnum upp í 239 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári eða um 23 þúsund tonn. Fara þarf aftur til ársins 1999 til að finna dæmi um svo mikinn þorskkvóta. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi áætla að þetta þýði fimmtán milljarða króna aukningu gjaldeyristekna af þorski. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra þakkar þetta ábyrgri fiskveiðistjórn. „Við erum að byggja upp stofnana, ólíkt mörgum öðrum svæðum, og þessi sjálfbærni og ábyrgð sem við sýnum við stýringu veiðanna, hún skilar sér og það er auðvitað ánægjulegt,“ segir ráðherrann. Jákvæð tíðindi berast einnig af ýsunni. Loksins kom sterkur ýsuárgangur eftir sex lélega árganga í röð. Þar er því lögð til kvótaaukning, sem gæti þýtt tólfhundruð milljóna króna verðmætaaukningu af ýsu, ofan á búbótina í þorskinum. „Þetta er í það minnsta mjög jákvæð viðbót inn í það góða hagvaxtartímabil sem við erum inni í í augnablikinu,“ segir Sigurður Ingi.Grafík/Tótla
Mest lesið Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Stuðla að góðu orðspori íslenskrar ferðaþjónustu Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Sjá meira