Stærsta reiðhöll landsins opnar í Kópavogi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. janúar 2014 21:32 Stærsta reiðhöll landsins verður tekin í notkun 1. febrúar næstkomandi á Kjóavöllum í Kópavogi en hún er um 4000 fermetrar að stærð og með áhorfendastúku fyrir 850 manns. Kostnaður við höllina er um 500 milljónir króna. Magnús Hlynur skoðaði nýju reiðhöllina í dag. Það er Hestamannafélagið á Kjóavöllum sem stendur að byggingunni en félagið samanstendur af Hestamannafélögunum Gusti í Kópavogi og Andvara, sem heitir Sprettur í dag. Jón Albert Sigurbjörnsson, Byggingastjóri JÁVERKS, sem byggir húsið var formaður Landssambands hestamanna til marga ára og þekkir því vel til hestamennskunnar. „Þetta er náttúrulega mjög stórt og vandað hús, hér eru menn að byggja gríðarlega flott hús, sem er hestamennskunni til framdráttar. Það er vandað til í öllum verkþáttum, það sést bara á öllu sem gert er hér," segir Jón Albert Sigurbjörnsson, byggingastjóri. Hvernig er að að byggja eitt stykki reiðhöll? „Það er mjög skemmtilegt, skemmtilegt fyrir mig, ég vann fyrir hestamenn lengi og kem að þessu með þessum hætti. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt, þetta er krefjandi verkefni, það er gaman þegar samtök hestamanna geta byggt svona gríðarlega vel fyrir sína starfsemi," bætir Jón við.Vonast til að hægt verði að reka höllina En hverju mun nýja reiðhöllin, eða Sprettshöllin eins og hún er kölluð nýtast? „Vonandi nýtist það sem best en það er bara framtíðin sem sker úr um það," segir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, formaður Spretts. „Vonandi nýtist þetta fyrir hestamennskuna sem er vaxandi hér á svæðinu. Við þurfum bara að skapa tækifæri til að nýta húsið, auðvitað getur verið ýmsilegt annað inn í því en hestamennska, sérstaklega yfir sumartímann, það verður bara framtíðin að leiða í ljós," bætir hann við. Sveinbjörn segir að vel hafi gengið að fjármaga nýju höllina. „Sjálft hestamannafélagið byggir húsið, við fengum tiltekinn pening í þetta frá Garðabæ og Kópavogsbæ, peningarnir frá Kópavogi ganga í þessa höll og frá Garðabæ til að reisa vellina. Svo voru hestamannafélögin með tiltekna fjármuni, þeir ganga allir í þetta. Auðvitað verður þetta þannig að menn þurfa að passa sig að geta rekið þetta, við teljum að það sé hægt, af því að þetta er íþróttahús þá munum við fá rekstrarstyrki frá sveitarfélögunum eins og önnur íþróttafélög. Svo þufum við bara að standa okkur eins og allir aðrir í þjóðfélaginu, þá er þetta hægt," segir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Stærsta reiðhöll landsins verður tekin í notkun 1. febrúar næstkomandi á Kjóavöllum í Kópavogi en hún er um 4000 fermetrar að stærð og með áhorfendastúku fyrir 850 manns. Kostnaður við höllina er um 500 milljónir króna. Magnús Hlynur skoðaði nýju reiðhöllina í dag. Það er Hestamannafélagið á Kjóavöllum sem stendur að byggingunni en félagið samanstendur af Hestamannafélögunum Gusti í Kópavogi og Andvara, sem heitir Sprettur í dag. Jón Albert Sigurbjörnsson, Byggingastjóri JÁVERKS, sem byggir húsið var formaður Landssambands hestamanna til marga ára og þekkir því vel til hestamennskunnar. „Þetta er náttúrulega mjög stórt og vandað hús, hér eru menn að byggja gríðarlega flott hús, sem er hestamennskunni til framdráttar. Það er vandað til í öllum verkþáttum, það sést bara á öllu sem gert er hér," segir Jón Albert Sigurbjörnsson, byggingastjóri. Hvernig er að að byggja eitt stykki reiðhöll? „Það er mjög skemmtilegt, skemmtilegt fyrir mig, ég vann fyrir hestamenn lengi og kem að þessu með þessum hætti. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt, þetta er krefjandi verkefni, það er gaman þegar samtök hestamanna geta byggt svona gríðarlega vel fyrir sína starfsemi," bætir Jón við.Vonast til að hægt verði að reka höllina En hverju mun nýja reiðhöllin, eða Sprettshöllin eins og hún er kölluð nýtast? „Vonandi nýtist það sem best en það er bara framtíðin sem sker úr um það," segir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, formaður Spretts. „Vonandi nýtist þetta fyrir hestamennskuna sem er vaxandi hér á svæðinu. Við þurfum bara að skapa tækifæri til að nýta húsið, auðvitað getur verið ýmsilegt annað inn í því en hestamennska, sérstaklega yfir sumartímann, það verður bara framtíðin að leiða í ljós," bætir hann við. Sveinbjörn segir að vel hafi gengið að fjármaga nýju höllina. „Sjálft hestamannafélagið byggir húsið, við fengum tiltekinn pening í þetta frá Garðabæ og Kópavogsbæ, peningarnir frá Kópavogi ganga í þessa höll og frá Garðabæ til að reisa vellina. Svo voru hestamannafélögin með tiltekna fjármuni, þeir ganga allir í þetta. Auðvitað verður þetta þannig að menn þurfa að passa sig að geta rekið þetta, við teljum að það sé hægt, af því að þetta er íþróttahús þá munum við fá rekstrarstyrki frá sveitarfélögunum eins og önnur íþróttafélög. Svo þufum við bara að standa okkur eins og allir aðrir í þjóðfélaginu, þá er þetta hægt," segir Sveinbjörn Sveinbjörnsson.
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira