Á dögunum hófust framkvæmdir við 1.700 fermetra hvalasafn í húsnæði við Fiskislóð úti á Granda, en safnið verður þar með það stærsta sinnar tegundar í Evrópu.
Safnið verður opnað almenningi í lok júlí og þar verða meðal annars til sýnis líkön af tuttugu og þremur hvölum í fullri stærð.
Það eru frumkvöðullinn Hörður Bender og sjóðurinn Icelandic Tourism Fund sem eiga veg og vanda að uppsetningu safnsins, en sjóðurinn er framtakssjóður í rekstri Landsbréfa sem fjárfestir í uppbyggingu íslenskrar ferðaþjónustu. Eigendur ITF I eru Icelandair Group, Landsbanki Íslands og sjö af stærstu lífeyrissjóðum landsins.
Hörður segir safnið afar kostnaðarsamt en hann er bjartsýnn á að það eigi eftir að vekja mikla athygli, bæði hjá landsmönnum sem og ferðamönnum.
Nánari upplýsingar um safnið og myndir af því má sjá á meðfylgjandi myndskeiði.
Safnið verður opnað almenningi í lok júlí og þar verða meðal annars til sýnis líkön af tuttugu og þremur hvölum í fullri stærð.
Það eru frumkvöðullinn Hörður Bender og sjóðurinn Icelandic Tourism Fund sem eiga veg og vanda að uppsetningu safnsins, en sjóðurinn er framtakssjóður í rekstri Landsbréfa sem fjárfestir í uppbyggingu íslenskrar ferðaþjónustu. Eigendur ITF I eru Icelandair Group, Landsbanki Íslands og sjö af stærstu lífeyrissjóðum landsins.
Hörður segir safnið afar kostnaðarsamt en hann er bjartsýnn á að það eigi eftir að vekja mikla athygli, bæði hjá landsmönnum sem og ferðamönnum.
Nánari upplýsingar um safnið og myndir af því má sjá á meðfylgjandi myndskeiði.