Stærðfræðilæsi íslenskra barna hrynur Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. desember 2013 20:05 "Það er hægt að kenna öllum allt með réttum aðferðum.“ Þetta segir forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem kallar eftir breyttum kennsluaðferðum í stærðfræði enda hrynur stærðfræðilæsi íslenskra barna samkvæmt nýrri PISA-könnun. Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum benda nýjustu rannsóknir til þess að yfirburðageta í stærðfræði hafi ekkert með erfðir að gera, heldur áhuga og eljusemi. Þetta er afar áhugaverð staðreynd í sögulegu samhengi, enda byggir námið á því að apa eftir snillingum fyrri alda. Breski stærðfræðingurinn Isaac Newton er gott dæmi um þetta, þó öfgakennt sé. Hann lagði grunn að klassískri eðlisfræði áður en hann varð 25 ára gamall. Sagnfræðingar eru sammála um að áhugi hans á náttúrunni hafi gert þetta að verkum, ekki erfðirnar einar. Einhverjum 350 árum seinna er staðan á Íslandi þessi: meðaleinkunn barnanna okkar hrynur samkvæmt PISA-könnun og spurningar vakna um hvort að breyta þurfi kennsluháttum. Þessi þróun á ekki bara við um íslenska grunnskólanemendur þegar stærðfræðin er annars vegar. Eins og niðurstöður nýjustu PISA-könnunarinnar sýna er stærðfræðilæsi á hraðri niðurleið um gjörvalla Skandinavíu. „Við getum kennt öllum allt með réttum aðferðum,“ Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. „Börn eru að læra stærðfræði frá unga aldri, í gegnum leik og rannsóknir á umhverfi sínu. Ef að vel á málum haldið í leikskóla þá eru börn að læra mjög mikilvæga þætti í sambandi við stærðfræði. Það skiptir sköpum að þessi reynsla skili sér á efri skólastig.“ Jóhanna ítrekar að nú sem aldrei fyrr sé nauðsynlegt fyrir kennara að aðlagast breyttum tímum, enda sé hinn stafræni veruleiki staðreynd og mikilvægur hluti af daglegu lífi barna. „Ég held að við séum á krossgötum í kennslumálum. Þó svo að sömu grundvallarhugtökin séu til staðar þá þurfum við að nota aðrar leiðir í kennslu, þær leiðir sem henta börnum í dag.“ Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
"Það er hægt að kenna öllum allt með réttum aðferðum.“ Þetta segir forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands sem kallar eftir breyttum kennsluaðferðum í stærðfræði enda hrynur stærðfræðilæsi íslenskra barna samkvæmt nýrri PISA-könnun. Eins og Fréttablaðið greindi frá á dögunum benda nýjustu rannsóknir til þess að yfirburðageta í stærðfræði hafi ekkert með erfðir að gera, heldur áhuga og eljusemi. Þetta er afar áhugaverð staðreynd í sögulegu samhengi, enda byggir námið á því að apa eftir snillingum fyrri alda. Breski stærðfræðingurinn Isaac Newton er gott dæmi um þetta, þó öfgakennt sé. Hann lagði grunn að klassískri eðlisfræði áður en hann varð 25 ára gamall. Sagnfræðingar eru sammála um að áhugi hans á náttúrunni hafi gert þetta að verkum, ekki erfðirnar einar. Einhverjum 350 árum seinna er staðan á Íslandi þessi: meðaleinkunn barnanna okkar hrynur samkvæmt PISA-könnun og spurningar vakna um hvort að breyta þurfi kennsluháttum. Þessi þróun á ekki bara við um íslenska grunnskólanemendur þegar stærðfræðin er annars vegar. Eins og niðurstöður nýjustu PISA-könnunarinnar sýna er stærðfræðilæsi á hraðri niðurleið um gjörvalla Skandinavíu. „Við getum kennt öllum allt með réttum aðferðum,“ Jóhanna Einarsdóttir, forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. „Börn eru að læra stærðfræði frá unga aldri, í gegnum leik og rannsóknir á umhverfi sínu. Ef að vel á málum haldið í leikskóla þá eru börn að læra mjög mikilvæga þætti í sambandi við stærðfræði. Það skiptir sköpum að þessi reynsla skili sér á efri skólastig.“ Jóhanna ítrekar að nú sem aldrei fyrr sé nauðsynlegt fyrir kennara að aðlagast breyttum tímum, enda sé hinn stafræni veruleiki staðreynd og mikilvægur hluti af daglegu lífi barna. „Ég held að við séum á krossgötum í kennslumálum. Þó svo að sömu grundvallarhugtökin séu til staðar þá þurfum við að nota aðrar leiðir í kennslu, þær leiðir sem henta börnum í dag.“
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira