Staðan á leikskólum aldrei verið jafn slæm Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 26. ágúst 2016 18:30 Staðan hefur aldrei verið svona slæm, segir leikskólastjóri í Reykjavík en skólanum hefur verið gert að skera enn frekar niður. Hún segir leikskólastjórnendur örmagna og ekki vita hvernig hægt sé að skera frekar niður en margir íhugi nú uppsögn vegna þessarar stöðu. Leikskólar í Reykjavík hafa lengi búið við skort á fjármagni til að sinna nauðsynlegri þjónustu. Staðan hefur verið sérstaklega erfið í ár eftir niðurskurð í málaflokknum sem meirihlutinn í Reykjavík samþykkti fyrr á þessu ári. Farið var yfir þessa stöðu með stjórnendum á leik- og grunnskólum á fjölmennum fundi í gærkvöldi. Þar voru rekstrarniðurstöður fyrir árið í fyrra kynntar en margir leikskólar skiluðu þá vegna launahækkana. Þá var sú ákvörðun kynnt fyrir stjórnendum að tapið fyrir árið í fyrra muni flytjast með yfir á árið 2016 og því þurfi að skera enn meira niður. Fólk orðið örmagna Guðrún Sólveig er leikskólastjóri á leikskólanum Rauðhól en þar eru 212 börn en skólinn þarf núna að skera niður um sjö milljónir króna.Hvernig ætlar þú að gera það?„Ég veit það ekki. Ég sé ekki að það sé neinn möguleiki,“ segir Guðrún. Ekki sé til að mynda hægt að fækka starfsfólki meira en þegar hefur verið gert.Þið eigið að veita foreldrum og börnum tiltekna þjónustu. Þið hafið þurft að skera núna í janúar síðastliðnum og svo aftur núna. Hvernig mun þessi niðurskurður bitna á þessari þjónustu?„Í mínum huga og þeirra stjórnenda sem ég hef talað við þá er fólk orðið örmagna. Það veit bara ekki hvar það getur tekið hlutina til þess að skera meira niður. Fólk talar um að það sé verið að hola stofnunina að innan. Ég held að við höfum engin ráð nema að fara í almenna skipulagsbreytingu, þannig að það veður þá að taka einhvers staðar af gæðunum,“ segir Guðrún.Þú talar um almennar skipulagsbreytingar. Hvað þýðir það?„Ég veit ekki. Börnin komi með nesti að heiman, lengra sumarfrí, minni vistunartími, loka deildum,“ segir Guðrún.Staðan aldrei verið svona slæmMargir leikskólakennarar og stjórnendur sé byrjaðir að íhuga uppsögn vegna þessarar stöðu. Hún voni að stjórnvöld í Reykjavík horfist í augu við þennan vanda og ákveði að gera eitthvað.Hefur staðan hjá ykkur einhvern tímann verið svona slæm?„Nei aldrei verið svona slæm. Bara, þetta er það versta sem við höfum komist í. En eins og ég segi, góðærið var ekki í leikskólunum, það var ekki þannig að við gætum spreðað í alls konar hluti,“ segir Guðrún.Viðtalið við Guðrúnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Staðan hefur aldrei verið svona slæm, segir leikskólastjóri í Reykjavík en skólanum hefur verið gert að skera enn frekar niður. Hún segir leikskólastjórnendur örmagna og ekki vita hvernig hægt sé að skera frekar niður en margir íhugi nú uppsögn vegna þessarar stöðu. Leikskólar í Reykjavík hafa lengi búið við skort á fjármagni til að sinna nauðsynlegri þjónustu. Staðan hefur verið sérstaklega erfið í ár eftir niðurskurð í málaflokknum sem meirihlutinn í Reykjavík samþykkti fyrr á þessu ári. Farið var yfir þessa stöðu með stjórnendum á leik- og grunnskólum á fjölmennum fundi í gærkvöldi. Þar voru rekstrarniðurstöður fyrir árið í fyrra kynntar en margir leikskólar skiluðu þá vegna launahækkana. Þá var sú ákvörðun kynnt fyrir stjórnendum að tapið fyrir árið í fyrra muni flytjast með yfir á árið 2016 og því þurfi að skera enn meira niður. Fólk orðið örmagna Guðrún Sólveig er leikskólastjóri á leikskólanum Rauðhól en þar eru 212 börn en skólinn þarf núna að skera niður um sjö milljónir króna.Hvernig ætlar þú að gera það?„Ég veit það ekki. Ég sé ekki að það sé neinn möguleiki,“ segir Guðrún. Ekki sé til að mynda hægt að fækka starfsfólki meira en þegar hefur verið gert.Þið eigið að veita foreldrum og börnum tiltekna þjónustu. Þið hafið þurft að skera núna í janúar síðastliðnum og svo aftur núna. Hvernig mun þessi niðurskurður bitna á þessari þjónustu?„Í mínum huga og þeirra stjórnenda sem ég hef talað við þá er fólk orðið örmagna. Það veit bara ekki hvar það getur tekið hlutina til þess að skera meira niður. Fólk talar um að það sé verið að hola stofnunina að innan. Ég held að við höfum engin ráð nema að fara í almenna skipulagsbreytingu, þannig að það veður þá að taka einhvers staðar af gæðunum,“ segir Guðrún.Þú talar um almennar skipulagsbreytingar. Hvað þýðir það?„Ég veit ekki. Börnin komi með nesti að heiman, lengra sumarfrí, minni vistunartími, loka deildum,“ segir Guðrún.Staðan aldrei verið svona slæmMargir leikskólakennarar og stjórnendur sé byrjaðir að íhuga uppsögn vegna þessarar stöðu. Hún voni að stjórnvöld í Reykjavík horfist í augu við þennan vanda og ákveði að gera eitthvað.Hefur staðan hjá ykkur einhvern tímann verið svona slæm?„Nei aldrei verið svona slæm. Bara, þetta er það versta sem við höfum komist í. En eins og ég segi, góðærið var ekki í leikskólunum, það var ekki þannig að við gætum spreðað í alls konar hluti,“ segir Guðrún.Viðtalið við Guðrúnu má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira