Staða SpKef miklu verri en menn þorðu að vona Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. júlí 2011 18:30 Staðan á Sparisjóðnum í Keflavík er miklu verri en menn töldu þegar Landsbankinn tók hann yfir, en bankinn hefur framkvæmt mat á virði eigna og munar þar 20 milljörðum króna á því mati sem ríkið kynnti í vor. Sparisjóðurinn er með neikvætt eigið fé upp á 30 milljarða. Þegar Landsbankinn tók yfir Sparisjóðinn í Keflavík (SpKef) í vor var greint frá því opinberlega að eigið fé sparisjóðsins væri neikvætt upp 11,2 milljarða króna. Samtals vantaði því 19,4 milljarða upp á að hann uppfyllti kröfur Fjármálaeftirlitsins um lágmarks eigið fé. Til grundvallar þessu mati var skoðun endurskoðenda sem voru fengnir af ríkinu og sparisjóðnum sjálfum til meta virði útlána SpKef, en Landsbankinn áskildi sér rétt til að framkvæma eigið mat á virði útlána. Nú liggur það mat fyrir og samkvæmt heimildum fréttastofu er staðan á SpKef miklu verri en menn þorðu að vona í vor. Það er mat sérfræðinga Landsbankans að eigið fé sparisjóðsins sé neikvætt um 30 milljarða króna. Það skeikar því um tæplega nítján milljarða króna frá mati endurskoðendanna sem lá til grundvallar tilkynningu um samruna frá mars síðastliðnum. Miðað við þetta mat Landsbankans þarf SpKef, sem starfar í dag undir merkjum Landsbankans, ekki 19,4 milljarða til að uppfylla kröfur FME, heldur alls 38 milljarða króna. Ljóst er, miðað við þetta, að þessir peningar geta bara komið úr einni átt, úr ríkissjóði þar sem Landsbankinn að langstærstu leyti í ríkiseigu. Kristján Kristjánsson, talsmaður Landsbankans, sagði í samtali við Stöð 2 að þegar skrifað var undir yfirtökuna í vor hefðu aðilar áskilið sér rétt til að leiða til lykta ágreining um virði útlánasafnsins undir sérstaka óháða úrskurðarnefnd sem myndi síðan skila bindandi áliti. Hann sagði því útilokað að samruninn yrði látinn ganga til baka enda væri hann full frágenginn. Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Staðan á Sparisjóðnum í Keflavík er miklu verri en menn töldu þegar Landsbankinn tók hann yfir, en bankinn hefur framkvæmt mat á virði eigna og munar þar 20 milljörðum króna á því mati sem ríkið kynnti í vor. Sparisjóðurinn er með neikvætt eigið fé upp á 30 milljarða. Þegar Landsbankinn tók yfir Sparisjóðinn í Keflavík (SpKef) í vor var greint frá því opinberlega að eigið fé sparisjóðsins væri neikvætt upp 11,2 milljarða króna. Samtals vantaði því 19,4 milljarða upp á að hann uppfyllti kröfur Fjármálaeftirlitsins um lágmarks eigið fé. Til grundvallar þessu mati var skoðun endurskoðenda sem voru fengnir af ríkinu og sparisjóðnum sjálfum til meta virði útlána SpKef, en Landsbankinn áskildi sér rétt til að framkvæma eigið mat á virði útlána. Nú liggur það mat fyrir og samkvæmt heimildum fréttastofu er staðan á SpKef miklu verri en menn þorðu að vona í vor. Það er mat sérfræðinga Landsbankans að eigið fé sparisjóðsins sé neikvætt um 30 milljarða króna. Það skeikar því um tæplega nítján milljarða króna frá mati endurskoðendanna sem lá til grundvallar tilkynningu um samruna frá mars síðastliðnum. Miðað við þetta mat Landsbankans þarf SpKef, sem starfar í dag undir merkjum Landsbankans, ekki 19,4 milljarða til að uppfylla kröfur FME, heldur alls 38 milljarða króna. Ljóst er, miðað við þetta, að þessir peningar geta bara komið úr einni átt, úr ríkissjóði þar sem Landsbankinn að langstærstu leyti í ríkiseigu. Kristján Kristjánsson, talsmaður Landsbankans, sagði í samtali við Stöð 2 að þegar skrifað var undir yfirtökuna í vor hefðu aðilar áskilið sér rétt til að leiða til lykta ágreining um virði útlánasafnsins undir sérstaka óháða úrskurðarnefnd sem myndi síðan skila bindandi áliti. Hann sagði því útilokað að samruninn yrði látinn ganga til baka enda væri hann full frágenginn. Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent