Staða SpKef miklu verri en menn þorðu að vona Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. júlí 2011 18:30 Staðan á Sparisjóðnum í Keflavík er miklu verri en menn töldu þegar Landsbankinn tók hann yfir, en bankinn hefur framkvæmt mat á virði eigna og munar þar 20 milljörðum króna á því mati sem ríkið kynnti í vor. Sparisjóðurinn er með neikvætt eigið fé upp á 30 milljarða. Þegar Landsbankinn tók yfir Sparisjóðinn í Keflavík (SpKef) í vor var greint frá því opinberlega að eigið fé sparisjóðsins væri neikvætt upp 11,2 milljarða króna. Samtals vantaði því 19,4 milljarða upp á að hann uppfyllti kröfur Fjármálaeftirlitsins um lágmarks eigið fé. Til grundvallar þessu mati var skoðun endurskoðenda sem voru fengnir af ríkinu og sparisjóðnum sjálfum til meta virði útlána SpKef, en Landsbankinn áskildi sér rétt til að framkvæma eigið mat á virði útlána. Nú liggur það mat fyrir og samkvæmt heimildum fréttastofu er staðan á SpKef miklu verri en menn þorðu að vona í vor. Það er mat sérfræðinga Landsbankans að eigið fé sparisjóðsins sé neikvætt um 30 milljarða króna. Það skeikar því um tæplega nítján milljarða króna frá mati endurskoðendanna sem lá til grundvallar tilkynningu um samruna frá mars síðastliðnum. Miðað við þetta mat Landsbankans þarf SpKef, sem starfar í dag undir merkjum Landsbankans, ekki 19,4 milljarða til að uppfylla kröfur FME, heldur alls 38 milljarða króna. Ljóst er, miðað við þetta, að þessir peningar geta bara komið úr einni átt, úr ríkissjóði þar sem Landsbankinn að langstærstu leyti í ríkiseigu. Kristján Kristjánsson, talsmaður Landsbankans, sagði í samtali við Stöð 2 að þegar skrifað var undir yfirtökuna í vor hefðu aðilar áskilið sér rétt til að leiða til lykta ágreining um virði útlánasafnsins undir sérstaka óháða úrskurðarnefnd sem myndi síðan skila bindandi áliti. Hann sagði því útilokað að samruninn yrði látinn ganga til baka enda væri hann full frágenginn. Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Staðan á Sparisjóðnum í Keflavík er miklu verri en menn töldu þegar Landsbankinn tók hann yfir, en bankinn hefur framkvæmt mat á virði eigna og munar þar 20 milljörðum króna á því mati sem ríkið kynnti í vor. Sparisjóðurinn er með neikvætt eigið fé upp á 30 milljarða. Þegar Landsbankinn tók yfir Sparisjóðinn í Keflavík (SpKef) í vor var greint frá því opinberlega að eigið fé sparisjóðsins væri neikvætt upp 11,2 milljarða króna. Samtals vantaði því 19,4 milljarða upp á að hann uppfyllti kröfur Fjármálaeftirlitsins um lágmarks eigið fé. Til grundvallar þessu mati var skoðun endurskoðenda sem voru fengnir af ríkinu og sparisjóðnum sjálfum til meta virði útlána SpKef, en Landsbankinn áskildi sér rétt til að framkvæma eigið mat á virði útlána. Nú liggur það mat fyrir og samkvæmt heimildum fréttastofu er staðan á SpKef miklu verri en menn þorðu að vona í vor. Það er mat sérfræðinga Landsbankans að eigið fé sparisjóðsins sé neikvætt um 30 milljarða króna. Það skeikar því um tæplega nítján milljarða króna frá mati endurskoðendanna sem lá til grundvallar tilkynningu um samruna frá mars síðastliðnum. Miðað við þetta mat Landsbankans þarf SpKef, sem starfar í dag undir merkjum Landsbankans, ekki 19,4 milljarða til að uppfylla kröfur FME, heldur alls 38 milljarða króna. Ljóst er, miðað við þetta, að þessir peningar geta bara komið úr einni átt, úr ríkissjóði þar sem Landsbankinn að langstærstu leyti í ríkiseigu. Kristján Kristjánsson, talsmaður Landsbankans, sagði í samtali við Stöð 2 að þegar skrifað var undir yfirtökuna í vor hefðu aðilar áskilið sér rétt til að leiða til lykta ágreining um virði útlánasafnsins undir sérstaka óháða úrskurðarnefnd sem myndi síðan skila bindandi áliti. Hann sagði því útilokað að samruninn yrði látinn ganga til baka enda væri hann full frágenginn. Ekki náðist í Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira