Staða Sigmundar sterk fyrir kjördæmisþing Sveinn Arnarsson skrifar 16. september 2016 07:00 Staða Sigmundar Davíðs er talin sterk Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins virðist standa vel að vígi fyrir tvöfalt kjördæmisþing flokksins sem haldið verður í Skjólbrekku í Mývatnssveit á morgun. Í samtölum við formann félaganna vítt og breitt um kjördæmið kemur fram mikill stuðningur við formanninn. Framsóknarmenn munu velja framboðslista sinn í kjördæminu á svokölluðu tvöföldu kjördæmisþingi en tvöfalt fleiri fulltrúar eiga seturétt á þinginu en venjulega. Um 370 flokksmenn, frá Fjallabyggð í vestri til Djúpavogs í austri, eiga seturétt á þinginu er líklegt er að á þriðja hundrað manns taki þátt. Sigmundur er bjartsýnn á að ná að landa sigri á kjördæmisþinginu. „Ég er hæfilega bjartsýnn fyrir þinginu þó ég taki engu sem gefnu. Ég tel mig eiga stuðningsmenn víða í kjördæminu sem munu mæta á þingið,“ segir Sigmundur sem hefur ekki ákveðið hvað hann geri nái hann ekki oddvitasætinu. „Í ljósi bjartsýni á útkomuna hef ég ekki hugleitt hvað ég muni gera í þeirri stöðu.“ Svo virðist sem stuðningur við Sigmund Davíð sé mikill í Þingeyjarsýslum og á Austurlandi. Þorgrímur Sigmundsson, formaður félagsins á Húsavík, segir miklu máli skipta að Sigmundur sigri og haldi áfram formennsku í flokknum. „Ég vonast eftir því að hann fái gott umboð sem veganesti inn á flokksþingið. Maður sem hefur skilað svo gríðarlegum verkefnum í hús sem flestir töldu ómögulegt á skilið að halda áfram þessum góðu verkum,“ sagði Þorgrímur. Um 110 flokksmenn úr Framsóknarfélaginu á Akureyri eiga seturétt á þinginu og vonast Óskar Ingi Sigurðsson, formaður félagsins, til að sem flestir mæti á flokksþingið. Félagið á Akureyri hefur verið höfuðvígi Höskuldar Þórhallssonar og skiptir miklu máli fyrir árangur hans að sem flestir úr Akureyrarfélaginu mæti til þings. Einnig sækjast Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir, sitjandi þingmenn flokksins, eftir því að fella formanninn úr stóli oddvita. Sigmundur Davíð segir það ekki vera merki um að þær vilji hann burt. „Það er oft þannig að þegar einstaklingar sækjast eftir sætum númer tvö og þrjú, þá vilja þeir sýna styrk og bjóða sig einnig fram í forystu,“ segir Sigmundur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins virðist standa vel að vígi fyrir tvöfalt kjördæmisþing flokksins sem haldið verður í Skjólbrekku í Mývatnssveit á morgun. Í samtölum við formann félaganna vítt og breitt um kjördæmið kemur fram mikill stuðningur við formanninn. Framsóknarmenn munu velja framboðslista sinn í kjördæminu á svokölluðu tvöföldu kjördæmisþingi en tvöfalt fleiri fulltrúar eiga seturétt á þinginu en venjulega. Um 370 flokksmenn, frá Fjallabyggð í vestri til Djúpavogs í austri, eiga seturétt á þinginu er líklegt er að á þriðja hundrað manns taki þátt. Sigmundur er bjartsýnn á að ná að landa sigri á kjördæmisþinginu. „Ég er hæfilega bjartsýnn fyrir þinginu þó ég taki engu sem gefnu. Ég tel mig eiga stuðningsmenn víða í kjördæminu sem munu mæta á þingið,“ segir Sigmundur sem hefur ekki ákveðið hvað hann geri nái hann ekki oddvitasætinu. „Í ljósi bjartsýni á útkomuna hef ég ekki hugleitt hvað ég muni gera í þeirri stöðu.“ Svo virðist sem stuðningur við Sigmund Davíð sé mikill í Þingeyjarsýslum og á Austurlandi. Þorgrímur Sigmundsson, formaður félagsins á Húsavík, segir miklu máli skipta að Sigmundur sigri og haldi áfram formennsku í flokknum. „Ég vonast eftir því að hann fái gott umboð sem veganesti inn á flokksþingið. Maður sem hefur skilað svo gríðarlegum verkefnum í hús sem flestir töldu ómögulegt á skilið að halda áfram þessum góðu verkum,“ sagði Þorgrímur. Um 110 flokksmenn úr Framsóknarfélaginu á Akureyri eiga seturétt á þinginu og vonast Óskar Ingi Sigurðsson, formaður félagsins, til að sem flestir mæti á flokksþingið. Félagið á Akureyri hefur verið höfuðvígi Höskuldar Þórhallssonar og skiptir miklu máli fyrir árangur hans að sem flestir úr Akureyrarfélaginu mæti til þings. Einnig sækjast Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórunn Egilsdóttir, sitjandi þingmenn flokksins, eftir því að fella formanninn úr stóli oddvita. Sigmundur Davíð segir það ekki vera merki um að þær vilji hann burt. „Það er oft þannig að þegar einstaklingar sækjast eftir sætum númer tvö og þrjú, þá vilja þeir sýna styrk og bjóða sig einnig fram í forystu,“ segir Sigmundur. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira