Innlent

Sprunga við Kárahnjúkavirkjun

Séð yfir Kárahnjúkavirkjun.
Séð yfir Kárahnjúkavirkjun.

Mögulegt er að bergfylla losni úr vegg Hafrahvammagljúfurs á móts við Kárahnjúkafoss við Kárahnjúkavirkjun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsvirkjun. Mannvirki eru ekki í hættu.

Eftir að Hálslón fylltist síðsumars fer vatn um yfirfall ofan í Hafrahvammagljúfur og fellur um 90 metra háan foss af vesturbrún gljúfursins. Gljúfurveggurinn á móti fossinum er mjög sprunginn eins og segir í tilkynningunni og er þar sprunga sem liggur samsíða gljúfurveggnum á nokkrum kafla.

Sprungan hefur verið skoðuð meðal annars með borunum og fylgst hefur verið með breidd hennar með þar til gerðum mælum. Ekki varð mælanleg hreyfing á sprungunni en þegar fossinn fór að falla í gljúfrið í ágúst varð um leið vart við hreyfingu í sprungunni. Sprungan hefur víkkað um 2 millimetra frá því að fossinn fór að falla í gljúfrið fyrr í mánuðinum.

Því er hugsanlegt að bergfyllan framan við sprunguna geti fallið í gljúfrið. Landsvirkjun segir að mannvirki séu ekki í neinni hættu þótt bergfyllan falli, en mikilvægt er að ferðamenn virði umferðarbann sem verið hefur í gildi á vinnusvæði neðan Kárahnjúkastíflu.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×