Sprunga djúpt í Langjökli magnar upp upplifun gesta svavar hávarðsson skrifar 5. febrúar 2015 07:00 Verkefnið hefur vakið athygli erlendis og Lonely Planet hefur valið ísgöngin einn mest spennandi viðkomustaðinn árið 2015. mynd/IceCaveiceland Innan fárra vikna verður lokið við að grafa ísgöng í Langjökli – þau lengstu sinnar tegundar í Evrópu. Þá tekur við lokafrágangur en tekið verður á móti fyrstu gestum í júní og þeir leiddir tugi metra undir jökulinn þar sem bíður þeirra undraveröld. „Þetta er langt komið. Ætli við eigum ekki eftir tíu daga í að klára göngin sjálf, og eftir það eru einhverjir hellar eftir og svo frágangsvinna; að snurfusa eitt og annað áður en við tökum til við að setja upp lýsingu og fleira,“ segir Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri IceCave Iceland.Sigurður SkarphéðinssonÍ raun er íshellirinn, sem er að verða tilbúinn, hringlaga göng sem ná um 200 metra inn í jökulinn á 30 metra dýpi. „En þegar þú labbar hringinn eru þetta tæpir 400 metrar og lengra þegar krókar og kimar eru meðtaldir,“ segir Sigurður. Við gröftinn inn í jökulinn „fundu“ verktakarnir sprungu eina mikla djúpt í jöklinum. Sigurður segir að þessi smíð frá náttúrunnar hendi verði eitt helsta aðdráttarafl ganganna. „Stóri bónusinn var að við komum inn í gríðarstóra sprungu; þar sem við komum inn í hana er hún 5 metrar á breidd og hún er 200 til 300 metra löng. Hún opnast ekki yfir sumarið, og við komum að henni í botninn. Það verður mikil upplifun fyrir gesti að horfa eftir henni,“ segir Sigurður. Í þessari undraveröld í jöklinum, sem Sigurður lýsir, verður gestum boðið að virða fyrir sér sýningar í afkimum og hliðarskútum, þar verða jafnvel tilhöggvin íslistaverk sem gleðja augað svo ekki sé talað um sjálft jökulstálið, upplýst eftir kúnstarinnar reglum. Hugsað er fyrir öllu, jafnvel þeim sem eru á þeim buxunum að ganga í það heilaga því í jöklinum verður lítil kapella fyrir þá sem gera sérkröfur. Göngin eru ofan við Geitlandsjökul í um 1.260 metra hæð yfir sjávarmáli, og hugsuð sem viðbót við ferðaþjónustu á því svæði landsins sem ásóknin er mest. Það er Icelandic Tourism Fund (ITF I), framtakssjóður í eigu Landsbankans, Icelandair Group og nokkurra lífeyrissjóða, sem stendur að verkefninu undir merkjum fyrirtækisins IceCave. Við opnun í sumar var reiknað með að framkvæmdin myndi kosta á bilinu 200 til 300 milljónir, en Sigurður telur að hún verði lítið eitt dýrari. Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Sjá meira
Innan fárra vikna verður lokið við að grafa ísgöng í Langjökli – þau lengstu sinnar tegundar í Evrópu. Þá tekur við lokafrágangur en tekið verður á móti fyrstu gestum í júní og þeir leiddir tugi metra undir jökulinn þar sem bíður þeirra undraveröld. „Þetta er langt komið. Ætli við eigum ekki eftir tíu daga í að klára göngin sjálf, og eftir það eru einhverjir hellar eftir og svo frágangsvinna; að snurfusa eitt og annað áður en við tökum til við að setja upp lýsingu og fleira,“ segir Sigurður Skarphéðinsson, framkvæmdastjóri IceCave Iceland.Sigurður SkarphéðinssonÍ raun er íshellirinn, sem er að verða tilbúinn, hringlaga göng sem ná um 200 metra inn í jökulinn á 30 metra dýpi. „En þegar þú labbar hringinn eru þetta tæpir 400 metrar og lengra þegar krókar og kimar eru meðtaldir,“ segir Sigurður. Við gröftinn inn í jökulinn „fundu“ verktakarnir sprungu eina mikla djúpt í jöklinum. Sigurður segir að þessi smíð frá náttúrunnar hendi verði eitt helsta aðdráttarafl ganganna. „Stóri bónusinn var að við komum inn í gríðarstóra sprungu; þar sem við komum inn í hana er hún 5 metrar á breidd og hún er 200 til 300 metra löng. Hún opnast ekki yfir sumarið, og við komum að henni í botninn. Það verður mikil upplifun fyrir gesti að horfa eftir henni,“ segir Sigurður. Í þessari undraveröld í jöklinum, sem Sigurður lýsir, verður gestum boðið að virða fyrir sér sýningar í afkimum og hliðarskútum, þar verða jafnvel tilhöggvin íslistaverk sem gleðja augað svo ekki sé talað um sjálft jökulstálið, upplýst eftir kúnstarinnar reglum. Hugsað er fyrir öllu, jafnvel þeim sem eru á þeim buxunum að ganga í það heilaga því í jöklinum verður lítil kapella fyrir þá sem gera sérkröfur. Göngin eru ofan við Geitlandsjökul í um 1.260 metra hæð yfir sjávarmáli, og hugsuð sem viðbót við ferðaþjónustu á því svæði landsins sem ásóknin er mest. Það er Icelandic Tourism Fund (ITF I), framtakssjóður í eigu Landsbankans, Icelandair Group og nokkurra lífeyrissjóða, sem stendur að verkefninu undir merkjum fyrirtækisins IceCave. Við opnun í sumar var reiknað með að framkvæmdin myndi kosta á bilinu 200 til 300 milljónir, en Sigurður telur að hún verði lítið eitt dýrari.
Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Sjá meira