Innlent

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna „svitnandi“ sprengiefnis

Sprengiefninu var fargað strax.
Sprengiefninu var fargað strax.
Tvö íbúðarhús í Hvalfjarðarsveit voru rýmd til öryggis, áður en sérsveitarmenn ríkislögreglustjóra og sprengisérfræðingar Landhelgisgæslunnar fjarlægðu stórhættulegt sprengiefni úr gámi við annað húsið.

Það var gert eftir að tilkynning barst um að um það bil 300 kíló af dínamiti og öðru sprengiefni væru í gámnum. Efnið reyndist  vera orðið sveitt, en í því ástandi er það mjög hættulegt.

Vel gekk að fjarlægja efnið og eyða því, og rannsakar lögreglan í Borgarnesi nú málið




Fleiri fréttir

Sjá meira


×