Erlent

Sprengjumaðurinn nafngreindur

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá rannsókn lögreglu í Austin í vikunni.
Frá rannsókn lögreglu í Austin í vikunni. Vísir/AFP
Borin hafa verið kennsl á manninn sem grunaður er um að hafa staðið að röð sprengjuárása í Austin í Bandaríkjunum. Maðurinn, sem lést í aðgerðum lögreglu í nótt, hét Mark Anthony Conditt og var 23 ára gamall, að því er BBC hefur eftir bandarískum fjölmiðlum.

Fimm sprengjur voru sprengdar með nokkura daga millibili og stóð yfir umfangsmikil leit að árásarmanninum, sem nú hefur komið í ljós að var téður Conditt. Hann lést eftir að hafa sprengt sprengju á þjóðvegi í grennd við Austin en fulltrúar Bandarísku alríkislögreglunnar hafa unnið að rannsókn á vettvangi í dag.

Í frétt BBC segir enn fremur að Conditt hafi búið um 30 kílómetra sunnan við Austin. Þá gáfu yfirvöld það út við rannsókn málsins að árásarmaðurinn hafi haft mikla þekkingu á sprengiefnum og sprengjum.

Fjórar af árásunum áttu sér stað í Austin, höfuðborg Texas. Þremur sprengjum var komið fyrir við útidyrahurðir hús og einni hafði verið komið fyrir við göngustíg. Í gær særðist starfsmaður FedEx í San Antonio, þegar pakki sem flytja átti til Austin sprakk.


Tengdar fréttir

Sprengjumaðurinn í Texas talinn látinn

Maðurinn sem grunaður er um að hafa framið röð sprengjuárása í Austin í Bandaríkjunum eða grennd við borgina er látinn eftir umfangsmikla lögregluaðgerð.

Sprengjufaraldur í Texas

Tveir eru særðir eftir sprengingu í borginni Austin í Texas-ríki Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×