Sprengjan illa smÝ­u­

 
Erlent
17:02 25. JAN┌AR 2016
L÷greglumenn leitu­u hjˇnanna Ý San Bernardino.
L÷greglumenn leitu­u hjˇnanna Ý San Bernardino. V═SIR/AFP

Hjónin Syed Rizwan og Tashfeen Malik keyrðu í kringum þjónustumiðstöð fatlaðra í San Bernardino eftir að þau skutu fjórtán manns til bana þar í desember. Ástæða þess að þau keyrðu ekki strax í burtu var að þau voru að reyna að sprengja heimagerða sprengju í loft upp.

Lögreglumenn segja að sprengjan hafi verið illa smíðuð.

Enn hefur ekki tekist að púsla saman að fullu þeim 18 mínútum sem liðu frá árás þeirra hjóna þar til þau féllu í skotbardaga við lögreglu. Samkvæmt heimildum AP fréttaveitunnar stoppuðu hjónin margsinnis og reyndu á einum tímapunkti að nálgast miðstöðina aftur.

Engar vísbendingar hafa fundist sem benda til annars en að hjónin hafi skipulagt árásina sjálf og óstudd. Árásin var sú mannskæðasta í Bandaríkjunum frá árinu 2012.


Deila
Athugi­. Allar athugasemdir eru ß ßbyrg­ ■eirra er ■Šr rita. VÝsir hvetur lesendur til a­ halda sig vi­ mßlefnalega umrŠ­u. Einnig ßskilur VÝsir sÚr rÚtt til a­ fjarlŠgja Šrumei­andi e­a ˇsŠmilegar athugasemdir og ummŠli ■eirra sem tjß sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIđ

  • Nřjast ß VÝsi
  • Mest Lesi­
  • FrÚttir
  • Sport
  • Vi­skipti
  • LÝfi­
ForsÝ­a / FrÚttir / Erlent / Sprengjan illa smÝ­u­
Fara efst