Spillingin í Hæstarétti og stjórnarskráin Gísli Tryggvason skrifar 6. mars 2013 06:00 Blaðamaður Fréttablaðsins sneiðir að mér í þættinum Frá Degi til dags í gær –undir nafni þó. Verra er að blaðamaðurinn, Stígur Helgason, blandar embættisheiti mínu í málið. Blaðamaðurinn finnur að orðum mínum um að ógilding Hæstaréttar á stjórnlagaþingskosningunum hefði verið „hluti af spillingunni.“ Þetta séu stór orð frá löglærðum manni sem vilji láta kjósa sig á þing. „Kannski hann ætti að skýra betur hvað hann hefur fyrir sér þegar hann segir svona. Ef það er þá nokkuð.“ Í tilefni lokaorðanna þigg ég auðvitað boð Fréttablaðsins um að skýra málið betur en ég gat á þeim mínútum sem mér buðust í Silfri Egils. Ógilding stjórnlagaþingskosninganna er einsdæmi enda var þar á einu stigi tekin ákvörðun án möguleika á endurskoðun. Ákvörðun um gildi kosninga til sveitarstjórnar fær t.a.m. meðferð á fjórum stigum. Hæstiréttur braut með ákvörðun sinni gegn tveimur skýrum hæstaréttardómafordæmum um hvað þurfi til svo að kosning sé ógilt vegna formgalla; frá 1982 um að misferli þurfi til og frá 1994 um orsakatengsl. Nú er rekið fyrir dómi mál gegn fyrrverandi stjórnlagaráðsfulltrúa um þann orðróm að hæstaréttardómari hafi sjálfur samið kæruna í stjórnlagaþingsmálinu. Þar sem Hæstiréttur neitaði að rökstyðja synjun endurupptöku verður ákvörðun hans helst skýrð með annarri spillingu – skipun í Hæstarétt og spilltum ofurkjörum hæstaréttardómara. Lengst af frá stofnun Hæstaréttar 1920 hefur sami stjórnmálaflokkurinn ákveðið skipun hæstaréttardómara – oft nátengda flokknum – sem flestir hafa komið úr æðstu lögum þjóðfélagsins, gjarnan úr sama menntaskólanum. Einstaka framsóknarmenn og kratar hafa fengið að fljóta með, varla vinstrimenn, sjaldan landsbyggðarfólk en nýverið konur. Þessi hópur, sem til skamms tíma var aðalumsagnaraðili um nýja hæstaréttardómara, hefur í áratugi með fáum undantekningum, skammtað sér full laun til æviloka með því að biðja ráðherra dómsmála um 65 ára afmælisgjöf: brottrekstur; þá þjóðargjöf hafa ráðherrar gefið. Nýja stjórnarskráin tekur á þessu öllu; valdastéttin er vanhæf til að semja eigin starfslýsingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Blaðamaður Fréttablaðsins sneiðir að mér í þættinum Frá Degi til dags í gær –undir nafni þó. Verra er að blaðamaðurinn, Stígur Helgason, blandar embættisheiti mínu í málið. Blaðamaðurinn finnur að orðum mínum um að ógilding Hæstaréttar á stjórnlagaþingskosningunum hefði verið „hluti af spillingunni.“ Þetta séu stór orð frá löglærðum manni sem vilji láta kjósa sig á þing. „Kannski hann ætti að skýra betur hvað hann hefur fyrir sér þegar hann segir svona. Ef það er þá nokkuð.“ Í tilefni lokaorðanna þigg ég auðvitað boð Fréttablaðsins um að skýra málið betur en ég gat á þeim mínútum sem mér buðust í Silfri Egils. Ógilding stjórnlagaþingskosninganna er einsdæmi enda var þar á einu stigi tekin ákvörðun án möguleika á endurskoðun. Ákvörðun um gildi kosninga til sveitarstjórnar fær t.a.m. meðferð á fjórum stigum. Hæstiréttur braut með ákvörðun sinni gegn tveimur skýrum hæstaréttardómafordæmum um hvað þurfi til svo að kosning sé ógilt vegna formgalla; frá 1982 um að misferli þurfi til og frá 1994 um orsakatengsl. Nú er rekið fyrir dómi mál gegn fyrrverandi stjórnlagaráðsfulltrúa um þann orðróm að hæstaréttardómari hafi sjálfur samið kæruna í stjórnlagaþingsmálinu. Þar sem Hæstiréttur neitaði að rökstyðja synjun endurupptöku verður ákvörðun hans helst skýrð með annarri spillingu – skipun í Hæstarétt og spilltum ofurkjörum hæstaréttardómara. Lengst af frá stofnun Hæstaréttar 1920 hefur sami stjórnmálaflokkurinn ákveðið skipun hæstaréttardómara – oft nátengda flokknum – sem flestir hafa komið úr æðstu lögum þjóðfélagsins, gjarnan úr sama menntaskólanum. Einstaka framsóknarmenn og kratar hafa fengið að fljóta með, varla vinstrimenn, sjaldan landsbyggðarfólk en nýverið konur. Þessi hópur, sem til skamms tíma var aðalumsagnaraðili um nýja hæstaréttardómara, hefur í áratugi með fáum undantekningum, skammtað sér full laun til æviloka með því að biðja ráðherra dómsmála um 65 ára afmælisgjöf: brottrekstur; þá þjóðargjöf hafa ráðherrar gefið. Nýja stjórnarskráin tekur á þessu öllu; valdastéttin er vanhæf til að semja eigin starfslýsingu.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar