Innlent

Spennti bílbeltið yfir sig og barnið

Lögreglan stöðvaði fólk sem var á ferð í bíl í austurborginni um helgina. Við stýrið var karl á fimmtudagsaldri og við hlið hans var kona, litlu yngri, sem hélt á barni á leikskólaladri í fanginu en sama bílbelti var spennt yfir þau bæði.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að ekki þurfi að fara mörgum orðum um það sem gerst hefði ef bíllinn hefði lent í árekstri. „Hugsunarleysi sumra er með ólíkindum en lögreglan verður alloft vitni að slíku,“ segir í tilkynningunni.

Fólkinu var gert að koma barninu fyrir í bílnum með viðeigandi og öruggum hætti og síðan fékk það að halda för sinni áfram.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×