Spekileki frá Íslandi sjaldan eða aldrei verið meiri Jakob Bjarnar skrifar 11. nóvember 2015 11:47 Þorsteinn Sæmundsson vill fá að vita hverjir eru að flýja land og hvers vegna? Árið 2015 fer í sögubækur sem ár einhvers mesta landflótta sögunnar. Á fyrstu níu mánuðum ársins fluttu 3.120 ríkisborgarar frá landinu, 1.130 fleiri en fluttu til landsins. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Það sem vekur athygli er að þetta er meðan uppgangur er í efnahagslífinu, þannig að þetta eru ekki kreppuflutningar, segir Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við HÍ í samtali við Morgunblaðið: „Það er eitthvað djúpstæðara á ferðinni núna. Vísbendingar eru um að margt háskólafólk flytji úr landinu.“ Sem með öðrum orðum heitir atgervisflótti, eða spekileki.Ekki gefið áburðarverksmiðjuna uppá bátinn„Jú, þetta er áhyggjuefni,“ segir Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins í samtali við Vísi. Þorsteinn vakti athygli þegar hann mælti fyrir þingsályktunartillögu fyrir ári, þá öðru sinni, um að ríkið færi í að reisa áburðarverksmiðju en tilgangurinn er meðal annars að „laða brottflutta Íslendinga aftur heim og til að vekja ungum Íslendingum von í brjósti um að stjórnvöld ætli sér að skapa þeim tækifæri og atvinnuöryggi í framtíðinni,“ eins og það er orðað í greinargerð tillögunnar.“ Reyndar var það svo að fjölmargir höfðu þessa sýn í flimtingum og töldu það ekki líklegt að draumurinn um áburðarverksmiðju væri til þess fallin að laða ungt fólk heim til Íslands.Þorsteinn hefur ekki gefið áburðarverksmiðjuna uppá bátinn sem lið í því að halda ungu fólki í landinu og bendir á að 30 prósent sem þar starfi séu háskólamenntaðir.Liggur ekki algerlega fyrir, þá í þessu samhengi, að þú ert á villigötum með áburðarverksmiðjuna? „Nei. Ég var nú bara að heyra í ungum verkfræðingum, þeir hafa mikinn áhuga þessari hugmynd sem ég stakk uppá með áburðarverksmiðju,“ segir Þorsteinn og bendir á að við slíka verksmiðju starfi fjöldi verkfræðinga og einnig þeir sem hafa efnafræðimenntun. „Þrjátíu til fjörutíu prósent þeirra sem starfa við slíka verksmiðju eru með háskólamenntun.“Vill greiningu á hópnumÞorsteinn leggur á það ríka áherslu að fram fari greining á hópnum. „Vegna þess að ef þetta er háskólafólk, er það þá að sækja sér masterpróf ofan á BA? Ég þekki sjálfur dæmi þess að fólk hafi farið út til að gera einmitt það. Við verðum að vita af hverju? Ef þetta er um að ræða að fólk vilji bæta við sig menntun, þá ók. En, ef fólk er að flytja; hvaða hópar eru þetta? Það þekkist líka atvinnuleysi meðal langskólagenginna bæði í Danmörku og Noregi, svo mikið veit maður. Þannig að, eins og ég segi; hvert er þetta fólk að flytja? Varla til Finnalands, þar er kreppa. Noregs eða Svíþjóðar? þar hefur gjaldmiðillinn rýrnað gagnvart íslenskri krónu og ekki sami hagur af því og áður var að flytja þangað,“ segir Þorsteinn og bendir á að mörgum spurningum sé ósvarað.Þessi landflótti er Þorsteini Sæmundssyni ráðgáta og hann vil fá greiningu á hverjir séu að fara, hvert og hvers vegna?visir/daníel rúnarssonAtgervisflóttiEn, má ekki gera ráð fyrir því, eins og Ásgeir bendir á, að hér sé um að ræða atgervisflótta þeirra hinna menntuðu? Ungt menntað fólk að flýja?„Þá þurfum við aftur að fá að vita hvernig er þetta samsettur hópur. Er þetta læknisfræðimenntað fólk? Eða, lögfræðimenntað, það er offramboð af því hér. Og síðan lætur Ásgeir að því liggja að þetta geti verið dæmi um að launajöfnuður á Íslandi sé orðinn meiri en æskilegur gæti talist, það harmonerar nú ekki við það sem stjórnarandstæðingar segja. Þetta eru sjónarmið sem kom fram hjá BHM, að þeim þætti of lítill munur á langskólamenntuðu fólki og öðrum. En, þetta er vandratað. Það er margt sem bendir til þess að jöfnuður sé hér meira.Afturhald við völd?En, heldurðu að hér geti verið um það að ræða að Íslendingar kunni hreinlega ekki vel að meta menntaða einstaklinga? „Nei, ég mundi nú ekki segja það. Í nýgerðum kjarasamningum var tekið bærilegt tillit til menntunar fólks sem búið er að semja við. Enda sýnist mér þeir hópar vera nokkuð ánægðari en þeir voru fyrr. Sé ekki betur en þar sé búið að taka nokkuð vel á í þeim efnum,“ segir Þorsteinn.En, gæti þetta skýrst af óánægju ungs og menntaðs fólks með stjórnvöld og þá að teknu tilliti til góðs gengis Pírata í skoðanakönnunum; að það telji hér við stjórn stækt afturhald? „Já, ef það er svo, þá er eitt og hálft ár til kosninga. Og þá sýnist manni nú sem svo að þetta fólk treysti ekki Pírötum til að breyta eða bæta þetta ástand.“Ýmsar vísbendingar eru um að ungt og vel menntað fólk sé áberandi meðal þeirra sem eru að flýja land.visir/stefánVerður að bregðast viðÞessi landflótti er Þorsteini nokkur ráðgáta og hann ítrekar að það þurfi að fara fram nákvæm greining og þetta séu alvarleg tíðindi. „Það er aðalatriðið í þessu máli, með þennan brottflutning; að greina þennan fjölda, hvernig hópurinn er samsettur og hvers vegna hann er að flytja? Er hann að ná sér í vinnu eða bæta við sig námi, þetta þurfum við að vita áður en við bregðumst við? En við verðum að bregðast við. Megum ekkert við því að eiga þúsundir manna í útlöndum.“Noregur ekki lengur fyrirheitna landiðÞorsteinn horfir til Noregs, en þangað hafa flestir flutt. „Það er nú aðallandið sem menn flytja til, þá er nú margt að jafnast með okkur og þeim; þar er aukin verðbólga, krónan hefur fallið um 30 prósent á einu og hálfu ári gagnvart íslenskri krónu, uppsagnir í olíuiðnaðinum hjá þeim. Það hlýtur að hafa jafnast aðeins. En, auðvitað hef ég áhyggjur af þessu og fólki sem við eigum úti því okkur vantar 5000 manns til starfa hér. Þetta kom fram um daginn í fjölmiðlum, aðallega í byggingageiranum og ferðaþjónustunni. Menn telja að það þurfi á næstu mánuðum að flytja 5 þúsund hingað til starfa ,og þá væri nærtækt að flytja hingað inn það fólk sem flutti út. Mikið af iðnaðarmönnum flutti út og spurning hvort hægt er að ná þeim til baka?“Ferðaþjónusta mengar og skapar láglaunastörfÞorsteinn bendir jafnframt á að mestur hafi vöxturinn verið í ferðaþjónustu og þó hún sé öflug atvinnugrein, þá skapi hún mest af láglaunastörfum. Öfugt við stóriðju. „Já, þó ferðaþjónusta sé gríðarlega öflug atvinnugrein er tvennt sem er að henni: Fleiri láglaunastörf og svo mengar hún svakalega.“Og þar eru skattsvikin? „Nú er það sérkapítuli sem þarf að taka til í. En, það orð liggur á, því miður,“ segir Þorsteinn Sæmundsson þingmaður og stjórnarliði. Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira
Árið 2015 fer í sögubækur sem ár einhvers mesta landflótta sögunnar. Á fyrstu níu mánuðum ársins fluttu 3.120 ríkisborgarar frá landinu, 1.130 fleiri en fluttu til landsins. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Það sem vekur athygli er að þetta er meðan uppgangur er í efnahagslífinu, þannig að þetta eru ekki kreppuflutningar, segir Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við HÍ í samtali við Morgunblaðið: „Það er eitthvað djúpstæðara á ferðinni núna. Vísbendingar eru um að margt háskólafólk flytji úr landinu.“ Sem með öðrum orðum heitir atgervisflótti, eða spekileki.Ekki gefið áburðarverksmiðjuna uppá bátinn„Jú, þetta er áhyggjuefni,“ segir Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Framsóknarflokksins í samtali við Vísi. Þorsteinn vakti athygli þegar hann mælti fyrir þingsályktunartillögu fyrir ári, þá öðru sinni, um að ríkið færi í að reisa áburðarverksmiðju en tilgangurinn er meðal annars að „laða brottflutta Íslendinga aftur heim og til að vekja ungum Íslendingum von í brjósti um að stjórnvöld ætli sér að skapa þeim tækifæri og atvinnuöryggi í framtíðinni,“ eins og það er orðað í greinargerð tillögunnar.“ Reyndar var það svo að fjölmargir höfðu þessa sýn í flimtingum og töldu það ekki líklegt að draumurinn um áburðarverksmiðju væri til þess fallin að laða ungt fólk heim til Íslands.Þorsteinn hefur ekki gefið áburðarverksmiðjuna uppá bátinn sem lið í því að halda ungu fólki í landinu og bendir á að 30 prósent sem þar starfi séu háskólamenntaðir.Liggur ekki algerlega fyrir, þá í þessu samhengi, að þú ert á villigötum með áburðarverksmiðjuna? „Nei. Ég var nú bara að heyra í ungum verkfræðingum, þeir hafa mikinn áhuga þessari hugmynd sem ég stakk uppá með áburðarverksmiðju,“ segir Þorsteinn og bendir á að við slíka verksmiðju starfi fjöldi verkfræðinga og einnig þeir sem hafa efnafræðimenntun. „Þrjátíu til fjörutíu prósent þeirra sem starfa við slíka verksmiðju eru með háskólamenntun.“Vill greiningu á hópnumÞorsteinn leggur á það ríka áherslu að fram fari greining á hópnum. „Vegna þess að ef þetta er háskólafólk, er það þá að sækja sér masterpróf ofan á BA? Ég þekki sjálfur dæmi þess að fólk hafi farið út til að gera einmitt það. Við verðum að vita af hverju? Ef þetta er um að ræða að fólk vilji bæta við sig menntun, þá ók. En, ef fólk er að flytja; hvaða hópar eru þetta? Það þekkist líka atvinnuleysi meðal langskólagenginna bæði í Danmörku og Noregi, svo mikið veit maður. Þannig að, eins og ég segi; hvert er þetta fólk að flytja? Varla til Finnalands, þar er kreppa. Noregs eða Svíþjóðar? þar hefur gjaldmiðillinn rýrnað gagnvart íslenskri krónu og ekki sami hagur af því og áður var að flytja þangað,“ segir Þorsteinn og bendir á að mörgum spurningum sé ósvarað.Þessi landflótti er Þorsteini Sæmundssyni ráðgáta og hann vil fá greiningu á hverjir séu að fara, hvert og hvers vegna?visir/daníel rúnarssonAtgervisflóttiEn, má ekki gera ráð fyrir því, eins og Ásgeir bendir á, að hér sé um að ræða atgervisflótta þeirra hinna menntuðu? Ungt menntað fólk að flýja?„Þá þurfum við aftur að fá að vita hvernig er þetta samsettur hópur. Er þetta læknisfræðimenntað fólk? Eða, lögfræðimenntað, það er offramboð af því hér. Og síðan lætur Ásgeir að því liggja að þetta geti verið dæmi um að launajöfnuður á Íslandi sé orðinn meiri en æskilegur gæti talist, það harmonerar nú ekki við það sem stjórnarandstæðingar segja. Þetta eru sjónarmið sem kom fram hjá BHM, að þeim þætti of lítill munur á langskólamenntuðu fólki og öðrum. En, þetta er vandratað. Það er margt sem bendir til þess að jöfnuður sé hér meira.Afturhald við völd?En, heldurðu að hér geti verið um það að ræða að Íslendingar kunni hreinlega ekki vel að meta menntaða einstaklinga? „Nei, ég mundi nú ekki segja það. Í nýgerðum kjarasamningum var tekið bærilegt tillit til menntunar fólks sem búið er að semja við. Enda sýnist mér þeir hópar vera nokkuð ánægðari en þeir voru fyrr. Sé ekki betur en þar sé búið að taka nokkuð vel á í þeim efnum,“ segir Þorsteinn.En, gæti þetta skýrst af óánægju ungs og menntaðs fólks með stjórnvöld og þá að teknu tilliti til góðs gengis Pírata í skoðanakönnunum; að það telji hér við stjórn stækt afturhald? „Já, ef það er svo, þá er eitt og hálft ár til kosninga. Og þá sýnist manni nú sem svo að þetta fólk treysti ekki Pírötum til að breyta eða bæta þetta ástand.“Ýmsar vísbendingar eru um að ungt og vel menntað fólk sé áberandi meðal þeirra sem eru að flýja land.visir/stefánVerður að bregðast viðÞessi landflótti er Þorsteini nokkur ráðgáta og hann ítrekar að það þurfi að fara fram nákvæm greining og þetta séu alvarleg tíðindi. „Það er aðalatriðið í þessu máli, með þennan brottflutning; að greina þennan fjölda, hvernig hópurinn er samsettur og hvers vegna hann er að flytja? Er hann að ná sér í vinnu eða bæta við sig námi, þetta þurfum við að vita áður en við bregðumst við? En við verðum að bregðast við. Megum ekkert við því að eiga þúsundir manna í útlöndum.“Noregur ekki lengur fyrirheitna landiðÞorsteinn horfir til Noregs, en þangað hafa flestir flutt. „Það er nú aðallandið sem menn flytja til, þá er nú margt að jafnast með okkur og þeim; þar er aukin verðbólga, krónan hefur fallið um 30 prósent á einu og hálfu ári gagnvart íslenskri krónu, uppsagnir í olíuiðnaðinum hjá þeim. Það hlýtur að hafa jafnast aðeins. En, auðvitað hef ég áhyggjur af þessu og fólki sem við eigum úti því okkur vantar 5000 manns til starfa hér. Þetta kom fram um daginn í fjölmiðlum, aðallega í byggingageiranum og ferðaþjónustunni. Menn telja að það þurfi á næstu mánuðum að flytja 5 þúsund hingað til starfa ,og þá væri nærtækt að flytja hingað inn það fólk sem flutti út. Mikið af iðnaðarmönnum flutti út og spurning hvort hægt er að ná þeim til baka?“Ferðaþjónusta mengar og skapar láglaunastörfÞorsteinn bendir jafnframt á að mestur hafi vöxturinn verið í ferðaþjónustu og þó hún sé öflug atvinnugrein, þá skapi hún mest af láglaunastörfum. Öfugt við stóriðju. „Já, þó ferðaþjónusta sé gríðarlega öflug atvinnugrein er tvennt sem er að henni: Fleiri láglaunastörf og svo mengar hún svakalega.“Og þar eru skattsvikin? „Nú er það sérkapítuli sem þarf að taka til í. En, það orð liggur á, því miður,“ segir Þorsteinn Sæmundsson þingmaður og stjórnarliði.
Mest lesið Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fleiri fréttir Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Sjá meira