Handbolti

Spánverjar með fullt hús stiga eftir sigur á Túnis

Stefán Pálsson skrifar
Amar Freyr Anarsson skorar hér fyrir íslenska liðið gegn því spænska á fimmtudagskvöldið.
Amar Freyr Anarsson skorar hér fyrir íslenska liðið gegn því spænska á fimmtudagskvöldið. vísir/epa
Spánverjar unnu þægilegan sigur á Túnis, 26-21, á HM í handknattleik sem fram fer í Frakklandi um þessar mundir.

Bæði lið leika með íslenska landsliðinu í riðli en Íslands tapaði einmitt fyrir Spánverjum, 27-21, á mótinu á fimmtudaginn. Á morgun leikur íslenska liðið við Túnis í Metz.

Staðan í hálfleik var 12-10 fyrir Spánverjum. Victor Tomas var atkvæðamestur í liði Spánar með fimm mörk en hjá Túnis var það Amen Toumi sem gerði einnig fimm mörk.

Spánverjar eru með fjögur stig í riðlinum en Túnis með ekkert stig eins og við Íslendingar sem töpuðum fyrir Slóvenum í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×