Viðskipti innlent

Spá óbreyttum vöxtum út árið

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Pjetur
Greiningardeild Arion Banka telur víst að peningastefnunefnd muni kjósa að halda stýrivöxtum óbreyttum. Ákvörðun nefndarinnar verður kynnt á næsta miðvikudag.

Í nýjum Markaðspunktum greiningardeildarinnar segir að tvær ástæður séu að baki spárinnar. Í fyrsta lagi hafi peningastefnunefnd tilhneigingu til að herða tóninn í yfirlýsingum áður en vöxtum sé breytt. Slíkt „viðvörunarskot“ sé hvergi að finna nú.

Í öðru lagi hafi litið dregið til tíðinda í íslensku efnahagslífi, frá síðasta fundi nefndarinnar í júní. Því sé lítil áðstæða til að gera breytingar

„Fáar stórar hagtölubirtingar voru á tímabilinu aðrar en reglubundnar verðbólgumælingar, en þær komu fáum á óvart og verðbólga hélst lág. Helst er líklegt að nefndin staldri við tölur um vöruviðskipti við útlönd á fyrri helmingi ársins, sem benda til að þjóðhagslegur sparnaður dragist enn saman.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×