Sóun orkuauðlinda Ólafur Teitur Guðnason skrifar 25. nóvember 2013 00:00 Jón Steinsson, dósent í hagfræði, hélt því nýverið fram í netpistli að aukin orkusala til álvera, fremur en um sæstreng fyrir fjórfalt hærra verð, fæli í sér sóun á orkuauðlindum þjóðarinnar. Af því að Jón beinir spjótum að orkusölu til álframleiðslu tel ég rétt að vekja athygli á tveimur atriðum, án þess að hér verði lagt nokkurt mat á fýsileika sæstrengs. Fyrra atriðið er býsna augljóst en virðist þó þurfa að minna á, nefnilega að viðskiptavinurinn sem Jón vill snúa sér til, sæstrengurinn, er ekki til. Landsvirkjun telur að hann komi varla til sögunnar fyrr en eftir tíu ár eða svo, reynist yfirleitt fýsilegt að leggja hann, fáist erlendir aðilar til að fjármagna hann og aðrir óvissuþættir gangi upp. Það væri dýrt að slá arðbær verkefni út af borðinu í heilan áratug á meðan þetta er athugað. Á meðan færi óvirkjað aflið í súginn sem töpuð tækifæri – glataður arður – því hér gildir vitaskuld annað en um endanlegar auðlindir á borð við námur eða olíulindir, sem alla jafna kostar ekkert að geyma til síðari tíma. Þennan fórnarkostnað, hinn tapaða arð, þyrfti Jón að taka með í reikninginn, það er ef það væri rétt hjá honum að valið stæði á milli sæstrengs og áliðnaðar. En svo er ekki. Hér komum við nefnilega að síðara atriðinu sem bent skal á: Það má vel gera hvort tveggja. Á haustfundi Landsvirkjunar kom fram að ætla má að sæstrengur taki ekki til sín nema um 10 prósent af þeirri óvirkjuðu orku sem undir öðrum kringumstæðum yrði seld til iðnaðar. Með öðrum orðum: álver í dag er fjarri því að útiloka sæstreng seinna. Rétt er að nefna að Jón dregur ekki í efa í grein sinni að aukin orkusala til áliðnaðar sé arðbær; hann telur aðeins að sæstrengur myndi gefa enn meira af sér (og vísar þar í ríkisstyrkt verð í Bretlandi). Hann lítur að vísu fram hjá því að álverin skiluðu þjóðarbúinu í fyrra litlum 60 milljörðum í gjaldeyristekjur af öðru en orkukaupum (það er með kaupum á annarri vöru og þjónustu, launagreiðslum og opinberum gjöldum) en látum duga hér að árétta að hann dregur ekki í efa að orkusalan sé arðbær þótt þessi ávinningur sé undanskilinn. Tillaga Jóns er því sú, að gera ekki arðbæra orkusölusamninga í dag, heldur bíða og sjá hvort kannski megi gera enn betri samninga eftir áratug, um lítinn hluta orkunnar, enda þótt vel sé hægt að gera hvort tveggja. Ég sé ekki betur en að þetta sé uppskrift að sóun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Jón Steinsson, dósent í hagfræði, hélt því nýverið fram í netpistli að aukin orkusala til álvera, fremur en um sæstreng fyrir fjórfalt hærra verð, fæli í sér sóun á orkuauðlindum þjóðarinnar. Af því að Jón beinir spjótum að orkusölu til álframleiðslu tel ég rétt að vekja athygli á tveimur atriðum, án þess að hér verði lagt nokkurt mat á fýsileika sæstrengs. Fyrra atriðið er býsna augljóst en virðist þó þurfa að minna á, nefnilega að viðskiptavinurinn sem Jón vill snúa sér til, sæstrengurinn, er ekki til. Landsvirkjun telur að hann komi varla til sögunnar fyrr en eftir tíu ár eða svo, reynist yfirleitt fýsilegt að leggja hann, fáist erlendir aðilar til að fjármagna hann og aðrir óvissuþættir gangi upp. Það væri dýrt að slá arðbær verkefni út af borðinu í heilan áratug á meðan þetta er athugað. Á meðan færi óvirkjað aflið í súginn sem töpuð tækifæri – glataður arður – því hér gildir vitaskuld annað en um endanlegar auðlindir á borð við námur eða olíulindir, sem alla jafna kostar ekkert að geyma til síðari tíma. Þennan fórnarkostnað, hinn tapaða arð, þyrfti Jón að taka með í reikninginn, það er ef það væri rétt hjá honum að valið stæði á milli sæstrengs og áliðnaðar. En svo er ekki. Hér komum við nefnilega að síðara atriðinu sem bent skal á: Það má vel gera hvort tveggja. Á haustfundi Landsvirkjunar kom fram að ætla má að sæstrengur taki ekki til sín nema um 10 prósent af þeirri óvirkjuðu orku sem undir öðrum kringumstæðum yrði seld til iðnaðar. Með öðrum orðum: álver í dag er fjarri því að útiloka sæstreng seinna. Rétt er að nefna að Jón dregur ekki í efa í grein sinni að aukin orkusala til áliðnaðar sé arðbær; hann telur aðeins að sæstrengur myndi gefa enn meira af sér (og vísar þar í ríkisstyrkt verð í Bretlandi). Hann lítur að vísu fram hjá því að álverin skiluðu þjóðarbúinu í fyrra litlum 60 milljörðum í gjaldeyristekjur af öðru en orkukaupum (það er með kaupum á annarri vöru og þjónustu, launagreiðslum og opinberum gjöldum) en látum duga hér að árétta að hann dregur ekki í efa að orkusalan sé arðbær þótt þessi ávinningur sé undanskilinn. Tillaga Jóns er því sú, að gera ekki arðbæra orkusölusamninga í dag, heldur bíða og sjá hvort kannski megi gera enn betri samninga eftir áratug, um lítinn hluta orkunnar, enda þótt vel sé hægt að gera hvort tveggja. Ég sé ekki betur en að þetta sé uppskrift að sóun.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar