Erlent

Sótt að Luhansk

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Stjórnarhermenn í Úkraínu hafa ráðist á borgina Luhansk sem hefur verið í haldi aðskilnaðarsinna um mánaða skeið. Rússneskir fjölmiðlar segja skriðdreka vera notaða til árásarinnar.

Igor Strelkov, segir að herinn hafi sent um 70 skriðdreka til að taka borgina og að mögulega hafi þyrlur lent með sérsveitarmenn í borginni. Stór orrusta er sögð geysa í útjaðri Luhansk.

BBC segir að stjórnvöld í Kænugarði hafi ekki staðfest að bardagar eigi sér stað, en að margir bloggarar segi þó að skothríð sé hafin.

 

Talið er að yfir þúsund manns hafi fallið í átökum í Úkraínu síðan sókn stjórnvalda gegn aðskilnaðarsinnum í austurhluta landsins hófst í apríl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×