Erlent

Sorphirðubíl ekið á fólk í miðbæ Glasgow

Samúel Karl Ólason skrifar
Talið er að minnst sex hafi látið lífið þegar sorphirðubíl var ekið á hóp fólks í miðbæ Glasgow fyrr í dag. Vitni segja lík hafa legið á götunni, en fjölmenni var í miðbænum að versla fyrir jólin.

Lögreglan telur enga ástæðu til að ætla annað en að um slys hafi verið að ræða.

Á vef Guardian segir að ökumaður bílsins hafi misst stjórn á honum og ekið inn í anddyri Millenium hótelsins. Sky News segja sex látna og að minnst tíu hafi slasast.

Lögregla hefur lokað af svæðinu í kringum slysstaðinn og voru minnst sex sjúkrabílar á vettvangi.

Vitni sem BBC hefur rætt við segir að sorphirðubílinn hafi verið á mikilli ferð og að ökumaðurinn hafi legið á stýrinu, eins og það hafi liðið yfir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×