Sorgardagur fyrir náttúruvernd Ólafur Arnalds skrifar 7. apríl 2015 00:01 Hinn 1. apríl 2015 var einn mesti sorgardagur í sögu náttúruverndar á Íslandi frá upphafi vega. Þá úrskurðaði „yfirítölunefnd“ að beita megi á Almenninga. Af hverju er úrskurður þessi svona mikil og alvarleg tíðindi? Vegna þess að hann færir gróðurvernd á Íslandi meir en 40 ár aftur í tímann. Hnignað ástand vistkerfa á Íslandi er langstærsta umhverfismál landsins, í raun eru áhrif annarrar landnýtingar oft hjómið eitt í samanburði. Úrskurður meirihluta „yfirítölunefndar“ felur það í sér að bændur geta beitt illa gróið land, sé þar á annað borð einhver gróður. Dómurinn gengur gegn öllum þeim viðmiðum og þekkingu sem Landgræðsla ríkisins hefur lengi haft að leiðarljósi. Minnihluti nefndarinnar, gróðurvistfræðingur að mennt, ályktaði með gjörólíkum hætti. En meirihlutinn úrskurðaði út frá úreltum lögum og úreltum sjónarmiðum án skilnings á vistfræði og ástandi lands. Það var gert án þess að þörf sé á þessari nýtingu fyrir búskap á svæðinu. Þetta er vitaskuld sambærilegt við að henda út trollinu á ónýt fiskimið til að viðhalda veiðirétti. Staðreyndir málsins á Almenningum eru í raun afar einfaldar. Það er ekki í lagi að beita illa farið og rofið land. Jafnvel þótt þar finnist einhver gróður. Ekki síst þar sem friðun landsins í 20 ár sýnir að fyrri landgæði, algróið land, m.a. annars birkiskógar, endurheimtast með tímanum við friðunina. Meðferð málsins er klassískt dæmi um það sem nefnt hefur verið „aðferðafræði afneitunarinnar“, sem beitt hefur verið á ýmis málefni á borð við loftslagsbreytingar, blýmengun og aðra mengun, sem og reykingar. Sú aðferðafræði einkennist m.a. af þvældum málatilbúnaði og afneitun þar sem augum er beint frá aðalatriðunum. Aðferðafræði sem beitt var áður en stjórnsýslan náði að sigrast á sjónarmiðum „hagsmunaaðila“ og ríkið kom á raunverulegri stjórn á aflamagni fiskitegunda úr sjó. Sú staða sem nú er uppi er ekki síður áfall fyrir hina mörgu ábyrgu sauðfjárbændur sem beita á gott heilgróið land. Það er ekki þeirra hagur að viðhalda aldagömlum deilum og neikvæðri ásýnd á sauðfjárbeit í landinu. Úrskurðurinn skerpir jafnframt á réttmætri kröfu neytenda dilkakjöts: að það sé upprunavottað. Nú er öllu kjöti blandað saman og neytendum sagt að þetta sé allt jafngott kjöt. Kjötbragðið kann að vera það sama, en sá blær sem úrskurður „yfirítölunefndar“ kemur á framleiðsluna setur óbragð í munn neytandans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Hver borgar brúsann? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvers vegna berðu kross? Hrafnhildur Sigurðardóttir skrifar Skoðun Þannig gerum við þetta? Ísak Ernir Kristinsson skrifar Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Falleinkunn skólakerfis? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þjónusta sem gleður – skilar sér beint í kassann Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn – Rödd skynseminnar í borginni Ómar Már Jónsson skrifar Skoðun Virði barna og ungmenna Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hinn 1. apríl 2015 var einn mesti sorgardagur í sögu náttúruverndar á Íslandi frá upphafi vega. Þá úrskurðaði „yfirítölunefnd“ að beita megi á Almenninga. Af hverju er úrskurður þessi svona mikil og alvarleg tíðindi? Vegna þess að hann færir gróðurvernd á Íslandi meir en 40 ár aftur í tímann. Hnignað ástand vistkerfa á Íslandi er langstærsta umhverfismál landsins, í raun eru áhrif annarrar landnýtingar oft hjómið eitt í samanburði. Úrskurður meirihluta „yfirítölunefndar“ felur það í sér að bændur geta beitt illa gróið land, sé þar á annað borð einhver gróður. Dómurinn gengur gegn öllum þeim viðmiðum og þekkingu sem Landgræðsla ríkisins hefur lengi haft að leiðarljósi. Minnihluti nefndarinnar, gróðurvistfræðingur að mennt, ályktaði með gjörólíkum hætti. En meirihlutinn úrskurðaði út frá úreltum lögum og úreltum sjónarmiðum án skilnings á vistfræði og ástandi lands. Það var gert án þess að þörf sé á þessari nýtingu fyrir búskap á svæðinu. Þetta er vitaskuld sambærilegt við að henda út trollinu á ónýt fiskimið til að viðhalda veiðirétti. Staðreyndir málsins á Almenningum eru í raun afar einfaldar. Það er ekki í lagi að beita illa farið og rofið land. Jafnvel þótt þar finnist einhver gróður. Ekki síst þar sem friðun landsins í 20 ár sýnir að fyrri landgæði, algróið land, m.a. annars birkiskógar, endurheimtast með tímanum við friðunina. Meðferð málsins er klassískt dæmi um það sem nefnt hefur verið „aðferðafræði afneitunarinnar“, sem beitt hefur verið á ýmis málefni á borð við loftslagsbreytingar, blýmengun og aðra mengun, sem og reykingar. Sú aðferðafræði einkennist m.a. af þvældum málatilbúnaði og afneitun þar sem augum er beint frá aðalatriðunum. Aðferðafræði sem beitt var áður en stjórnsýslan náði að sigrast á sjónarmiðum „hagsmunaaðila“ og ríkið kom á raunverulegri stjórn á aflamagni fiskitegunda úr sjó. Sú staða sem nú er uppi er ekki síður áfall fyrir hina mörgu ábyrgu sauðfjárbændur sem beita á gott heilgróið land. Það er ekki þeirra hagur að viðhalda aldagömlum deilum og neikvæðri ásýnd á sauðfjárbeit í landinu. Úrskurðurinn skerpir jafnframt á réttmætri kröfu neytenda dilkakjöts: að það sé upprunavottað. Nú er öllu kjöti blandað saman og neytendum sagt að þetta sé allt jafngott kjöt. Kjötbragðið kann að vera það sama, en sá blær sem úrskurður „yfirítölunefndar“ kemur á framleiðsluna setur óbragð í munn neytandans.
Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Stærsta framfaraskref í námsmati íslenskra barna í áratugi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun