Söngur með presti hefur ekki skaðað mig Tinna Sigurðardóttir skrifar 26. nóvember 2010 00:01 Þið hafið kannski orðið vör við það en nú hefur mikið verið í umræðu að banna prestum og þeim sem vilja kynna kristna trú að koma í grunnskóla landsins. Nú skil ég ekki hvers vegna svona mikil áhersla er lögð á að kristnir prestar og djáknar megi ekki lengur fara í grunnskóla og kenna börnum um Guð og Jesús. Í grunnskóla lærði ég kristinfræði og trúarbragðafræði almennt. Mér gekk ágætlega í báðum fögunum enda mikilvægt að læra hvernig fólk sér lífið og hegðar sér eftir mismunandi mynstri í heiminum. Mér finnst sjálfsagt að börnum séu kenndar margar hliðar á lífinu svo þau geti valið út frá því hverju þau vilja trúa og hvað þau vilja gera. Prestar og djáknar eru opnir fyrir því að kynna trú kristinna manna með þessum hætti. Þegar prestar mæta í skóla og kenna börnum að koma fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig, ekki blóta og svo syngja falleg og skemmtileg lög, myndi ég ekki segja að þeir væru að þröngva kristinni trú upp á börnin heldur frekar sýna þeim í leik og starfi hver saga kristinnar trúar er og uppruni. Við erum kristið samfélag og höfum verið í mörg hundruð ár svo þetta hefur verið venjan hingað til. Hins vegar vil ég benda á það að auðvitað ætti fólk frá öðrum trúarbragðafélögum að fara í skóla og kenna krökkunum hvernig það lifir eftir sinni trú. Það er nauðsynlegt að vita hvað öðrum finnst og hvernig aðrir eru. Samfélagið hefur breyst síðustu ár og áratugi jafnvel og hefur fjöldi fólks flutt til Íslands frá útlöndum. Með erlendu fólki koma framandi trúarbrögð sem fólk ætti að kynna sér. Til að koma í veg fyrir fordóma gagnvart trúarbrögðum ætti að kenna börnum um þau, fordómar koma víst nefnilega með fáfræðinni. Þegar við erum farin að fullorðnast sjáum við að ekki hefur það skaðað okkur að hafa lært kristinfræði og sungið með prestinum. Ég hugsa frekar til þess hvað það hefði verið áhugavert og skemmtilegt að fá heimsókn frá öðrum trúfélögum en þjóðkirkjunni, enda hefði það líklega opnað umræðu trúarbragða og komið í veg fyrir neikvætt viðhorf barna til þeirra. Börn eru misjöfn eins og þau eru mörg og eiga rétt á fleiri en einum valkosti í lífinu. Á mínu heimili hefur ekki verið farið í kirkju nema einstaka sinnum, helst á aðfangadag. Mér voru reyndar kenndar bænir þegar ég var lítil en annars var enginn þrýstingur á mér að vera kristin. Ég hef verið í kirkjustarfi síðan ég var um 11 ára en þá voru það vinkonur mínar sem fengu mig til að byrja í því, enda skemmtilegt og fjölbreytt starf (sem allt of lítið er rætt um). Nú kenni ég dans innan kirkjunnar í kirkjustarfi. Ég er kristin en ég er opin fyrir því sem aðrir þekkja betur en ég. Sjálf hef ég ekki kynnt mér önnur trúarbrögð vel og hefði verið gott að fá líflega og skemmtilega kennslu, s.s. með söng og sögum, um trúarbrögðin í yngri jafnt sem eldri bekkjum grunnskóla í stað einnar bókar í áttunda bekk. Því vil ég hvetja til þess að kenna börnum meira frekar en ekkert af því við erum fyrirmynd og trúarbrögð vaxa ekki í blómapottinum í hverju eldhúsi, þ.e. fjölskyldur trúa mismikið og vilja mismikið koma boðskapnum áfram. Það er ekki hægt að setja þetta í hendur foreldranna. Foreldrar hafa nú þegar myndað sér skoðun og ef svo fer að foreldrarnir sjái um trúarbrögðin líka mynda börnin sér sömu skoðun og foreldrarnir. Með því móti blómstrar trúarbragðaveröldin ekki vegna einhæfni. Ég vil að prestar og djáknar fái að fara í heimsóknir í grunnskóla og fólk frá öðrum trúarbragðafélögum sé velkomið líka. Um að gera að virkja og gera kennsluna sem skemmtilegasta til að vekja áhuga barna og unglinga! Alls ekki leggja hana niður! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þið hafið kannski orðið vör við það en nú hefur mikið verið í umræðu að banna prestum og þeim sem vilja kynna kristna trú að koma í grunnskóla landsins. Nú skil ég ekki hvers vegna svona mikil áhersla er lögð á að kristnir prestar og djáknar megi ekki lengur fara í grunnskóla og kenna börnum um Guð og Jesús. Í grunnskóla lærði ég kristinfræði og trúarbragðafræði almennt. Mér gekk ágætlega í báðum fögunum enda mikilvægt að læra hvernig fólk sér lífið og hegðar sér eftir mismunandi mynstri í heiminum. Mér finnst sjálfsagt að börnum séu kenndar margar hliðar á lífinu svo þau geti valið út frá því hverju þau vilja trúa og hvað þau vilja gera. Prestar og djáknar eru opnir fyrir því að kynna trú kristinna manna með þessum hætti. Þegar prestar mæta í skóla og kenna börnum að koma fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig, ekki blóta og svo syngja falleg og skemmtileg lög, myndi ég ekki segja að þeir væru að þröngva kristinni trú upp á börnin heldur frekar sýna þeim í leik og starfi hver saga kristinnar trúar er og uppruni. Við erum kristið samfélag og höfum verið í mörg hundruð ár svo þetta hefur verið venjan hingað til. Hins vegar vil ég benda á það að auðvitað ætti fólk frá öðrum trúarbragðafélögum að fara í skóla og kenna krökkunum hvernig það lifir eftir sinni trú. Það er nauðsynlegt að vita hvað öðrum finnst og hvernig aðrir eru. Samfélagið hefur breyst síðustu ár og áratugi jafnvel og hefur fjöldi fólks flutt til Íslands frá útlöndum. Með erlendu fólki koma framandi trúarbrögð sem fólk ætti að kynna sér. Til að koma í veg fyrir fordóma gagnvart trúarbrögðum ætti að kenna börnum um þau, fordómar koma víst nefnilega með fáfræðinni. Þegar við erum farin að fullorðnast sjáum við að ekki hefur það skaðað okkur að hafa lært kristinfræði og sungið með prestinum. Ég hugsa frekar til þess hvað það hefði verið áhugavert og skemmtilegt að fá heimsókn frá öðrum trúfélögum en þjóðkirkjunni, enda hefði það líklega opnað umræðu trúarbragða og komið í veg fyrir neikvætt viðhorf barna til þeirra. Börn eru misjöfn eins og þau eru mörg og eiga rétt á fleiri en einum valkosti í lífinu. Á mínu heimili hefur ekki verið farið í kirkju nema einstaka sinnum, helst á aðfangadag. Mér voru reyndar kenndar bænir þegar ég var lítil en annars var enginn þrýstingur á mér að vera kristin. Ég hef verið í kirkjustarfi síðan ég var um 11 ára en þá voru það vinkonur mínar sem fengu mig til að byrja í því, enda skemmtilegt og fjölbreytt starf (sem allt of lítið er rætt um). Nú kenni ég dans innan kirkjunnar í kirkjustarfi. Ég er kristin en ég er opin fyrir því sem aðrir þekkja betur en ég. Sjálf hef ég ekki kynnt mér önnur trúarbrögð vel og hefði verið gott að fá líflega og skemmtilega kennslu, s.s. með söng og sögum, um trúarbrögðin í yngri jafnt sem eldri bekkjum grunnskóla í stað einnar bókar í áttunda bekk. Því vil ég hvetja til þess að kenna börnum meira frekar en ekkert af því við erum fyrirmynd og trúarbrögð vaxa ekki í blómapottinum í hverju eldhúsi, þ.e. fjölskyldur trúa mismikið og vilja mismikið koma boðskapnum áfram. Það er ekki hægt að setja þetta í hendur foreldranna. Foreldrar hafa nú þegar myndað sér skoðun og ef svo fer að foreldrarnir sjái um trúarbrögðin líka mynda börnin sér sömu skoðun og foreldrarnir. Með því móti blómstrar trúarbragðaveröldin ekki vegna einhæfni. Ég vil að prestar og djáknar fái að fara í heimsóknir í grunnskóla og fólk frá öðrum trúarbragðafélögum sé velkomið líka. Um að gera að virkja og gera kennsluna sem skemmtilegasta til að vekja áhuga barna og unglinga! Alls ekki leggja hana niður!
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun