Söngur með presti hefur ekki skaðað mig Tinna Sigurðardóttir skrifar 26. nóvember 2010 00:01 Þið hafið kannski orðið vör við það en nú hefur mikið verið í umræðu að banna prestum og þeim sem vilja kynna kristna trú að koma í grunnskóla landsins. Nú skil ég ekki hvers vegna svona mikil áhersla er lögð á að kristnir prestar og djáknar megi ekki lengur fara í grunnskóla og kenna börnum um Guð og Jesús. Í grunnskóla lærði ég kristinfræði og trúarbragðafræði almennt. Mér gekk ágætlega í báðum fögunum enda mikilvægt að læra hvernig fólk sér lífið og hegðar sér eftir mismunandi mynstri í heiminum. Mér finnst sjálfsagt að börnum séu kenndar margar hliðar á lífinu svo þau geti valið út frá því hverju þau vilja trúa og hvað þau vilja gera. Prestar og djáknar eru opnir fyrir því að kynna trú kristinna manna með þessum hætti. Þegar prestar mæta í skóla og kenna börnum að koma fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig, ekki blóta og svo syngja falleg og skemmtileg lög, myndi ég ekki segja að þeir væru að þröngva kristinni trú upp á börnin heldur frekar sýna þeim í leik og starfi hver saga kristinnar trúar er og uppruni. Við erum kristið samfélag og höfum verið í mörg hundruð ár svo þetta hefur verið venjan hingað til. Hins vegar vil ég benda á það að auðvitað ætti fólk frá öðrum trúarbragðafélögum að fara í skóla og kenna krökkunum hvernig það lifir eftir sinni trú. Það er nauðsynlegt að vita hvað öðrum finnst og hvernig aðrir eru. Samfélagið hefur breyst síðustu ár og áratugi jafnvel og hefur fjöldi fólks flutt til Íslands frá útlöndum. Með erlendu fólki koma framandi trúarbrögð sem fólk ætti að kynna sér. Til að koma í veg fyrir fordóma gagnvart trúarbrögðum ætti að kenna börnum um þau, fordómar koma víst nefnilega með fáfræðinni. Þegar við erum farin að fullorðnast sjáum við að ekki hefur það skaðað okkur að hafa lært kristinfræði og sungið með prestinum. Ég hugsa frekar til þess hvað það hefði verið áhugavert og skemmtilegt að fá heimsókn frá öðrum trúfélögum en þjóðkirkjunni, enda hefði það líklega opnað umræðu trúarbragða og komið í veg fyrir neikvætt viðhorf barna til þeirra. Börn eru misjöfn eins og þau eru mörg og eiga rétt á fleiri en einum valkosti í lífinu. Á mínu heimili hefur ekki verið farið í kirkju nema einstaka sinnum, helst á aðfangadag. Mér voru reyndar kenndar bænir þegar ég var lítil en annars var enginn þrýstingur á mér að vera kristin. Ég hef verið í kirkjustarfi síðan ég var um 11 ára en þá voru það vinkonur mínar sem fengu mig til að byrja í því, enda skemmtilegt og fjölbreytt starf (sem allt of lítið er rætt um). Nú kenni ég dans innan kirkjunnar í kirkjustarfi. Ég er kristin en ég er opin fyrir því sem aðrir þekkja betur en ég. Sjálf hef ég ekki kynnt mér önnur trúarbrögð vel og hefði verið gott að fá líflega og skemmtilega kennslu, s.s. með söng og sögum, um trúarbrögðin í yngri jafnt sem eldri bekkjum grunnskóla í stað einnar bókar í áttunda bekk. Því vil ég hvetja til þess að kenna börnum meira frekar en ekkert af því við erum fyrirmynd og trúarbrögð vaxa ekki í blómapottinum í hverju eldhúsi, þ.e. fjölskyldur trúa mismikið og vilja mismikið koma boðskapnum áfram. Það er ekki hægt að setja þetta í hendur foreldranna. Foreldrar hafa nú þegar myndað sér skoðun og ef svo fer að foreldrarnir sjái um trúarbrögðin líka mynda börnin sér sömu skoðun og foreldrarnir. Með því móti blómstrar trúarbragðaveröldin ekki vegna einhæfni. Ég vil að prestar og djáknar fái að fara í heimsóknir í grunnskóla og fólk frá öðrum trúarbragðafélögum sé velkomið líka. Um að gera að virkja og gera kennsluna sem skemmtilegasta til að vekja áhuga barna og unglinga! Alls ekki leggja hana niður! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Sjá meira
Þið hafið kannski orðið vör við það en nú hefur mikið verið í umræðu að banna prestum og þeim sem vilja kynna kristna trú að koma í grunnskóla landsins. Nú skil ég ekki hvers vegna svona mikil áhersla er lögð á að kristnir prestar og djáknar megi ekki lengur fara í grunnskóla og kenna börnum um Guð og Jesús. Í grunnskóla lærði ég kristinfræði og trúarbragðafræði almennt. Mér gekk ágætlega í báðum fögunum enda mikilvægt að læra hvernig fólk sér lífið og hegðar sér eftir mismunandi mynstri í heiminum. Mér finnst sjálfsagt að börnum séu kenndar margar hliðar á lífinu svo þau geti valið út frá því hverju þau vilja trúa og hvað þau vilja gera. Prestar og djáknar eru opnir fyrir því að kynna trú kristinna manna með þessum hætti. Þegar prestar mæta í skóla og kenna börnum að koma fram við náungann eins og þú vilt að hann komi fram við þig, ekki blóta og svo syngja falleg og skemmtileg lög, myndi ég ekki segja að þeir væru að þröngva kristinni trú upp á börnin heldur frekar sýna þeim í leik og starfi hver saga kristinnar trúar er og uppruni. Við erum kristið samfélag og höfum verið í mörg hundruð ár svo þetta hefur verið venjan hingað til. Hins vegar vil ég benda á það að auðvitað ætti fólk frá öðrum trúarbragðafélögum að fara í skóla og kenna krökkunum hvernig það lifir eftir sinni trú. Það er nauðsynlegt að vita hvað öðrum finnst og hvernig aðrir eru. Samfélagið hefur breyst síðustu ár og áratugi jafnvel og hefur fjöldi fólks flutt til Íslands frá útlöndum. Með erlendu fólki koma framandi trúarbrögð sem fólk ætti að kynna sér. Til að koma í veg fyrir fordóma gagnvart trúarbrögðum ætti að kenna börnum um þau, fordómar koma víst nefnilega með fáfræðinni. Þegar við erum farin að fullorðnast sjáum við að ekki hefur það skaðað okkur að hafa lært kristinfræði og sungið með prestinum. Ég hugsa frekar til þess hvað það hefði verið áhugavert og skemmtilegt að fá heimsókn frá öðrum trúfélögum en þjóðkirkjunni, enda hefði það líklega opnað umræðu trúarbragða og komið í veg fyrir neikvætt viðhorf barna til þeirra. Börn eru misjöfn eins og þau eru mörg og eiga rétt á fleiri en einum valkosti í lífinu. Á mínu heimili hefur ekki verið farið í kirkju nema einstaka sinnum, helst á aðfangadag. Mér voru reyndar kenndar bænir þegar ég var lítil en annars var enginn þrýstingur á mér að vera kristin. Ég hef verið í kirkjustarfi síðan ég var um 11 ára en þá voru það vinkonur mínar sem fengu mig til að byrja í því, enda skemmtilegt og fjölbreytt starf (sem allt of lítið er rætt um). Nú kenni ég dans innan kirkjunnar í kirkjustarfi. Ég er kristin en ég er opin fyrir því sem aðrir þekkja betur en ég. Sjálf hef ég ekki kynnt mér önnur trúarbrögð vel og hefði verið gott að fá líflega og skemmtilega kennslu, s.s. með söng og sögum, um trúarbrögðin í yngri jafnt sem eldri bekkjum grunnskóla í stað einnar bókar í áttunda bekk. Því vil ég hvetja til þess að kenna börnum meira frekar en ekkert af því við erum fyrirmynd og trúarbrögð vaxa ekki í blómapottinum í hverju eldhúsi, þ.e. fjölskyldur trúa mismikið og vilja mismikið koma boðskapnum áfram. Það er ekki hægt að setja þetta í hendur foreldranna. Foreldrar hafa nú þegar myndað sér skoðun og ef svo fer að foreldrarnir sjái um trúarbrögðin líka mynda börnin sér sömu skoðun og foreldrarnir. Með því móti blómstrar trúarbragðaveröldin ekki vegna einhæfni. Ég vil að prestar og djáknar fái að fara í heimsóknir í grunnskóla og fólk frá öðrum trúarbragðafélögum sé velkomið líka. Um að gera að virkja og gera kennsluna sem skemmtilegasta til að vekja áhuga barna og unglinga! Alls ekki leggja hana niður!
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun