Fótbolti

Solo sett í 30 daga bann

Hope Solo.
Hope Solo. vísir/getty
Það er enn vandræðagangur á markverði bandaríska knattspyrnulandsliðsins, Hope Solo.

Í gær var hún sett í 30 daga bann hjá bandaríska landsliðinu. Knattspyrnusamband Bandaríkjanna sagði ástæðuna vera atvik sem átti sér stað á æfingu. Ekki var hægt að fá meira upp úr sambandinu.

Heimildir bandarískra fjölmiðla herma að ástæðan fyrir þessu banni sé margþætt.

Hún var til að mynda farþegi í bíl eiginmanns síns, Jerramy Stevens, er hann var tekinn drukkinn undir stýri á mánudag.

Landsliðsnefndin var brjáluð að lesa um þetta atvik í fjölmiðlum en ekki frá henni þar sem æfingabúðir væru í gangi.

Solo mun missa af leikjum gegn Frakklandi og Englandi í byrjun næsta mánaðar og sættir sig við sína refsingu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×