Innlent

Söfnun hafin fyrir albönsku fjölskyldurnar

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Brottflutningur fjölskyldnanna hefur vakið reiði í samfélaginu.
Brottflutningur fjölskyldnanna hefur vakið reiði í samfélaginu. vísir
Búið er að opna styrktarreikning fyrir albönsku fjölskyldurnar tvær sem vísað var úr landi á fimmtudag. Hermann Ragnarsson, vinur þeirra, stendur að baki söfnuninni, ásamt hópi fólks sem hyggst aðstoða við fjáröflunina.

Markmið söfnunarinnar er að safna fyrir ferðakostnaði, gistingu, lyfjum og nauðsynjavörum á meðan fjölskyldurnar eru að koma undir sig fótunum hér á landi, að því er segir á styrktarsíðunni.

Þessi síða er upplýsingasíða fyrir þá sem vilja leggja albönsku fjölskyldunum lið. Markmið síðunnar er að veita upplý...

Posted by Styrktarsíða Albönsku fjölskyldnanna on 14. desember 2015
Hermann sendi jafnframt inn umsóknir um ríkisborgararétt fyrir þeirra hönd í dag, sem nú eru komnar á borð allsherjarnefndar og verða væntanlega teknar fyrir á næstu dögum. Hann hefur unnið hörðum höndum við að safna upplýsingum um fjölskyldunnar, með aðstoð lögfræðistofunnar Rétts, Rauða krossins og túlka.

„Þetta er búinn að vera rosalegur dagur,“ sagði Hermann í samtali við fréttastofu í dag, og sagðist vonast til að fjölskyldurnar komi aftur til Íslands fyrir áramót. „Vonandi fyrir þinglok, áður en þingið fer í jólafrí.“

Brottflutningur fjölskyldnanna hefur vakið reiði í samfélaginu, en í báðum fjölskyldum eru veik börn; Kevi er með slímseigjusjúkdóm og Arjan fæddist með hjartagalla. Rætt var við Hermann í fréttum Stöðvar 2 í kvöld, en viðtalið má sjá hér fyrir neðan.

Þeim sem vilja styrkja fjölskyldurnar er bent á eftirfarandi reikningsnúmer:

Reikningur: 301-13-112519

Kennitala: 220855-3689

Vörsluaðilar reiknings eru Skattur og bókhald ehf.


Tengdar fréttir

Vonar að albönsku fjölskyldurnar komi aftur fyrir áramót

Albönsku fjölskyldurnar tvær sem sendar voru úr landi síðasta fimmtudag hafa sótt um íslenskan ríkisborgararétt, í stað þess að sækja um hæli. Vinur fjölskyldnanna vonar að málið verði afgreitt hratt og að þær komi aftur hingað til lands fyrir áramótin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×