Snowden vill hæli en ráðherrar svara ekki Stígur Helgason skrifar 18. júní 2013 08:30 Edward Snowden hefur farið huldu höfði í Hong Kong frá því nokkru áður en fréttirnar birtust. Uppljóstrarinn Edward Snowden, sem fer nú huldu höfði eftir að hafa lekið gögnum bandarísku Þjóðaröryggisstofnunarinnar til fjölmiðla, vill pólitískt hæli á Íslandi. Hann fær hins vegar þau svör frá íslenskum stjórnvöldum að hann geti ekki sótt formlega um slíkt hæli ef hann er ekki staddur á Íslandi. Þetta kemur fram í grein eftir Kristin Hrafnsson, talsmann Wikileaks, í Fréttablaðinu í dag. Kristinn segir að aðfaranótt 12. júní hafi Snowden falið honum að bera íslenskum stjórnvöldum þau boð að hann sækti eftir pólitísku hæli og óskaði eftir aðstoð þeirra við umsóknina. Jafnframt að þau könnuðu möguleikann á því að veita honum ríkisborgararétt. „Sama dag óskaði ég eftir fundi með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra til þess að bera upp erindið,“ skrifar Kristinn. „Hvorugt sá sér fært að hitta mig, þótt þeim væri ljóst hvað í því fólst. Engu að síður kom ég því til leiðar að bæði fengju til sín nægjanlegar upplýsingar sem vörðuðu þetta ákall um aðstoð.“Kristinn HrafnssonKristinn segist enn ekki hafa náð tali af ráðherrunum tveimur og því enn ekki fengið milliliðalaust svar við erindinu, sem í eðli sínu sé pólitískt. Hjá ráðuneytunum hafi hann fengið svör um tæknilega vankanta á hælisumsókn ef umsækjandinn sé ekki staddur á Íslandi. Edward Snowden hefur áður lýst yfir áhuga á því opinberlega að komast til Íslands. Hann sat fyrir svörum lesenda Guardian í gær og var meðal annars spurður hvers vegna hann hefði ekki farið þangað beint þegar málið kom upp, í stað þess að fara til Hong Kong. Snowden svaraði því til að hann hefði trúað bandarískum yfirvöldum til að beita íslensk stjórnvöld meiri þrýstingi, og hraðar, en þau kínversku, jafnvel áður en almenningi á Íslandi gæfist ráðrúm til að láta skoðun sína í ljós.Lak upplýsingum um njósnir CIA og NSA Edward Snowden er þrítugur fyrrverandi verktaki hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og bandarísku Þjóðaröryggisstofnuninni (NSA). Fyrr á þessu ári lak hann miklu magni leynilegra upplýsinga um persónunjósnir stofnananna til blaðanna Guardian og Washington Post. Blöðin birtu fréttir sem byggðu á gögnunum í byrjun júní og nafngreindu Snowden að hans eigin ósk 9. júní. Nokkrum vikum fyrr hafði Snowden flúið til Hong Kong, þar sem talið er að hann dvelji enn. Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Uppljóstrarinn Edward Snowden, sem fer nú huldu höfði eftir að hafa lekið gögnum bandarísku Þjóðaröryggisstofnunarinnar til fjölmiðla, vill pólitískt hæli á Íslandi. Hann fær hins vegar þau svör frá íslenskum stjórnvöldum að hann geti ekki sótt formlega um slíkt hæli ef hann er ekki staddur á Íslandi. Þetta kemur fram í grein eftir Kristin Hrafnsson, talsmann Wikileaks, í Fréttablaðinu í dag. Kristinn segir að aðfaranótt 12. júní hafi Snowden falið honum að bera íslenskum stjórnvöldum þau boð að hann sækti eftir pólitísku hæli og óskaði eftir aðstoð þeirra við umsóknina. Jafnframt að þau könnuðu möguleikann á því að veita honum ríkisborgararétt. „Sama dag óskaði ég eftir fundi með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra til þess að bera upp erindið,“ skrifar Kristinn. „Hvorugt sá sér fært að hitta mig, þótt þeim væri ljóst hvað í því fólst. Engu að síður kom ég því til leiðar að bæði fengju til sín nægjanlegar upplýsingar sem vörðuðu þetta ákall um aðstoð.“Kristinn HrafnssonKristinn segist enn ekki hafa náð tali af ráðherrunum tveimur og því enn ekki fengið milliliðalaust svar við erindinu, sem í eðli sínu sé pólitískt. Hjá ráðuneytunum hafi hann fengið svör um tæknilega vankanta á hælisumsókn ef umsækjandinn sé ekki staddur á Íslandi. Edward Snowden hefur áður lýst yfir áhuga á því opinberlega að komast til Íslands. Hann sat fyrir svörum lesenda Guardian í gær og var meðal annars spurður hvers vegna hann hefði ekki farið þangað beint þegar málið kom upp, í stað þess að fara til Hong Kong. Snowden svaraði því til að hann hefði trúað bandarískum yfirvöldum til að beita íslensk stjórnvöld meiri þrýstingi, og hraðar, en þau kínversku, jafnvel áður en almenningi á Íslandi gæfist ráðrúm til að láta skoðun sína í ljós.Lak upplýsingum um njósnir CIA og NSA Edward Snowden er þrítugur fyrrverandi verktaki hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og bandarísku Þjóðaröryggisstofnuninni (NSA). Fyrr á þessu ári lak hann miklu magni leynilegra upplýsinga um persónunjósnir stofnananna til blaðanna Guardian og Washington Post. Blöðin birtu fréttir sem byggðu á gögnunum í byrjun júní og nafngreindu Snowden að hans eigin ósk 9. júní. Nokkrum vikum fyrr hafði Snowden flúið til Hong Kong, þar sem talið er að hann dvelji enn.
Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira