Snowden vill hæli en ráðherrar svara ekki Stígur Helgason skrifar 18. júní 2013 08:30 Edward Snowden hefur farið huldu höfði í Hong Kong frá því nokkru áður en fréttirnar birtust. Uppljóstrarinn Edward Snowden, sem fer nú huldu höfði eftir að hafa lekið gögnum bandarísku Þjóðaröryggisstofnunarinnar til fjölmiðla, vill pólitískt hæli á Íslandi. Hann fær hins vegar þau svör frá íslenskum stjórnvöldum að hann geti ekki sótt formlega um slíkt hæli ef hann er ekki staddur á Íslandi. Þetta kemur fram í grein eftir Kristin Hrafnsson, talsmann Wikileaks, í Fréttablaðinu í dag. Kristinn segir að aðfaranótt 12. júní hafi Snowden falið honum að bera íslenskum stjórnvöldum þau boð að hann sækti eftir pólitísku hæli og óskaði eftir aðstoð þeirra við umsóknina. Jafnframt að þau könnuðu möguleikann á því að veita honum ríkisborgararétt. „Sama dag óskaði ég eftir fundi með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra til þess að bera upp erindið,“ skrifar Kristinn. „Hvorugt sá sér fært að hitta mig, þótt þeim væri ljóst hvað í því fólst. Engu að síður kom ég því til leiðar að bæði fengju til sín nægjanlegar upplýsingar sem vörðuðu þetta ákall um aðstoð.“Kristinn HrafnssonKristinn segist enn ekki hafa náð tali af ráðherrunum tveimur og því enn ekki fengið milliliðalaust svar við erindinu, sem í eðli sínu sé pólitískt. Hjá ráðuneytunum hafi hann fengið svör um tæknilega vankanta á hælisumsókn ef umsækjandinn sé ekki staddur á Íslandi. Edward Snowden hefur áður lýst yfir áhuga á því opinberlega að komast til Íslands. Hann sat fyrir svörum lesenda Guardian í gær og var meðal annars spurður hvers vegna hann hefði ekki farið þangað beint þegar málið kom upp, í stað þess að fara til Hong Kong. Snowden svaraði því til að hann hefði trúað bandarískum yfirvöldum til að beita íslensk stjórnvöld meiri þrýstingi, og hraðar, en þau kínversku, jafnvel áður en almenningi á Íslandi gæfist ráðrúm til að láta skoðun sína í ljós.Lak upplýsingum um njósnir CIA og NSA Edward Snowden er þrítugur fyrrverandi verktaki hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og bandarísku Þjóðaröryggisstofnuninni (NSA). Fyrr á þessu ári lak hann miklu magni leynilegra upplýsinga um persónunjósnir stofnananna til blaðanna Guardian og Washington Post. Blöðin birtu fréttir sem byggðu á gögnunum í byrjun júní og nafngreindu Snowden að hans eigin ósk 9. júní. Nokkrum vikum fyrr hafði Snowden flúið til Hong Kong, þar sem talið er að hann dvelji enn. Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Uppljóstrarinn Edward Snowden, sem fer nú huldu höfði eftir að hafa lekið gögnum bandarísku Þjóðaröryggisstofnunarinnar til fjölmiðla, vill pólitískt hæli á Íslandi. Hann fær hins vegar þau svör frá íslenskum stjórnvöldum að hann geti ekki sótt formlega um slíkt hæli ef hann er ekki staddur á Íslandi. Þetta kemur fram í grein eftir Kristin Hrafnsson, talsmann Wikileaks, í Fréttablaðinu í dag. Kristinn segir að aðfaranótt 12. júní hafi Snowden falið honum að bera íslenskum stjórnvöldum þau boð að hann sækti eftir pólitísku hæli og óskaði eftir aðstoð þeirra við umsóknina. Jafnframt að þau könnuðu möguleikann á því að veita honum ríkisborgararétt. „Sama dag óskaði ég eftir fundi með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra til þess að bera upp erindið,“ skrifar Kristinn. „Hvorugt sá sér fært að hitta mig, þótt þeim væri ljóst hvað í því fólst. Engu að síður kom ég því til leiðar að bæði fengju til sín nægjanlegar upplýsingar sem vörðuðu þetta ákall um aðstoð.“Kristinn HrafnssonKristinn segist enn ekki hafa náð tali af ráðherrunum tveimur og því enn ekki fengið milliliðalaust svar við erindinu, sem í eðli sínu sé pólitískt. Hjá ráðuneytunum hafi hann fengið svör um tæknilega vankanta á hælisumsókn ef umsækjandinn sé ekki staddur á Íslandi. Edward Snowden hefur áður lýst yfir áhuga á því opinberlega að komast til Íslands. Hann sat fyrir svörum lesenda Guardian í gær og var meðal annars spurður hvers vegna hann hefði ekki farið þangað beint þegar málið kom upp, í stað þess að fara til Hong Kong. Snowden svaraði því til að hann hefði trúað bandarískum yfirvöldum til að beita íslensk stjórnvöld meiri þrýstingi, og hraðar, en þau kínversku, jafnvel áður en almenningi á Íslandi gæfist ráðrúm til að láta skoðun sína í ljós.Lak upplýsingum um njósnir CIA og NSA Edward Snowden er þrítugur fyrrverandi verktaki hjá leyniþjónustu Bandaríkjanna (CIA) og bandarísku Þjóðaröryggisstofnuninni (NSA). Fyrr á þessu ári lak hann miklu magni leynilegra upplýsinga um persónunjósnir stofnananna til blaðanna Guardian og Washington Post. Blöðin birtu fréttir sem byggðu á gögnunum í byrjun júní og nafngreindu Snowden að hans eigin ósk 9. júní. Nokkrum vikum fyrr hafði Snowden flúið til Hong Kong, þar sem talið er að hann dvelji enn.
Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira