Handbolti

Snorri Steinn níu marka maður í Íslendingaslag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson.
Snorri Steinn Guðjónsson. Vísir/Getty
Snorri Steinn Guðjónsson átti frábæran leik í kvöld þegar Nimes gerði jafntefli á útivelli á Cesson-Rennes í frönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Stórleikur Snorra dugðu þó bara í eitt stig því liðsmenn Nimes köstuðu sigrinum frá sér á lokamínútunum

Cesson-Rennes fagnaði stiginu meira eftir hafa unnið síðustu 70 sekúndurnar 3-0 og tryggt sér 24-24 jafntefli.

Cesson-Rennes var yfir í hálfleik, 11-10, en gestirnir í Nimes tóku frumkvæðið í seinni hálfleiknum og voru með tveggja til þriggja marka forskot stærsta hluta hans.

Snorri Steinn Guðjónsson var markahæstur í liði Nimes með níu mörk en fimm þeirra komu af vítalínunni.

Snorri Steinn nýtti öll fimm vítin sín í leiknum og alls 64 prósent skota sinna sem fer frábær skotnýting.

Guðmundur Hólmar Helgason skoraði 2 mörk úr 8 skotum fyrir Cesson-Rennes og Geir Guðmundsson var með 1 mark úr 4 skotum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×