Handbolti

Snorri fór á kostum með Sélestat

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Snorri Steinn Guðjónsson fór mikinn er Sélestat tapaði fyrir Cesson-Rennes í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld, 32-24.

Snorri Steinn skoraði átta mörk og var markahæstur allra leikmanna í leiknum. Fjögur markanna komu af vítalínunni.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en gestirnir tóku af skarið í síðari hálfleik og sigldu fram úr heimamönnum.

PSG vann Nimes, 35-30, þar sem Róbert Gunnarsson skoraði eitt mark fyrir PSG. Ásgeir Örn Hallgrímsson, sem lék áður með PSG, skoraði þrjú marka Nimes í leiknum.

PSG er með sex stig eftir fjóra leiki, rétt eins og Cesson-Rennes. Montpellier og Nantes eru einnig með sex stig en eiga leik til góða.

Nimes og Selestat eru með tvö stig hvort í 12.-13. sæti deildairnnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×