Innlent

Snorri ætlar að blogga og predika í leyfinu

Erla Hlynsdóttir skrifar
Snorri Óskarsson, grunnskólakennari á Akureyri, hefur verið sendur í hálfs árs launað leyfi vegna ummæla hans um samkynhneigð. Snorri ætlar að nýta leyfið til að predika.

Snorri hefur verið harðlega gagnrýndur að undanförnu eftir að hann ritaði bloggfærslu þar sem sagði að samkynhneigð væri synd og að laun hennar væru dauði.

Hann var boðaður á fund í Ráðhúsi Akureyrar nú síðdegis, og eftir fundinn sendi bærinn frá sér tilkynningu með fyrirsögninni: „Akureyrarbær bregst við meiðandi ummælum um samkynhneigð."

Þar kemur fram að Snorri hefur verið sendur í tímabundið leyfi frá störfum.

Í tilkynningunni segir einnig að Akureyrarbæ hafi verið legið á hálsi fyrir að bregðast ekki við ummælunum og að Það skuli upplýst að árið 2010 brugðust skólayfirvöld við ummælum umrædds kennara um samkynhneigð þar sem honum var gert að láta af slíkum meiðandi ummælum. Því var hafi nú umsvifalaust og hart verið brugðist við þeim ummælum sem nú eru til umræðu.

„Niðurstaðan er sú að ég verð sendur í leyfi í hálft ár á launum til að geta lægt öldur og skapa frið innan samfélags og skóla," sagði Snorri. „Þau gera kröfu að ég bloggi ekki um þennan málaflokk."

Snorri ætlar samt að nýta sér tjáningarfrelsi sitt og halda áfram að blogga. Hann ætlar einnig að nýta launaða leyfið til að halda áfram að predika guðs orð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×