Erlent

Snjómagnið fest á filmu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það kyngdi niður snjó.
Það kyngdi niður snjó. skjáskot
Íbúar austurstrandar Bandaríkjanna eru nú í óðaönn við að grafa sig út af heimilum sínum eftir mesta snjóbyl í áraraðir.

Aldrei hefur snjóað jafn mikið í sögu stórborganna Baltimore, Allentown og Harrisburg þar sem snjóþykktin var víða um 80 sentímetrar. Í New York munaði litlu að met hafði verið slegið en þar var jafnfallinn snjór um 68 sentímetrar að þykkt.

Sjá einnig: Á gönguskíðum í New York

Hríðarbylurinn hefur lamað samgöngur bæði á landi og í lofti undanfarinn sólarhring og þá er talið að átján manns hafi látist af hans völdum.

Í myndbandi sem sjá má hér að neðan má sjá hvernig snjórinn hlóðst upp í borginni Purcellvill í Virginu-ríki í gær.

Sjá einnig: Mikill hríðarbylur herjar á íbúa austurstrandar Bandaríkjanna

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×