Snjallsími á hjólum Haraldur Einarsson skrifar 30. mars 2015 00:00 Nýr tími er runninn upp í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Gatnakerfið ræður ekki við bílafjöldann. Langar bílabiðraðir myndast þegar fólk fer í og úr vinnu. Slíkt er afar óhagkvæmt fyrir samfélag okkar. Hvað er til ráða? Svörin eru mörg. Eitt þeirra er að innleiða nýja tækni. Internetið og farsími eru ekki gömul fyrirbæri. Þó ég sé aðeins 27 ára man ég þá tíma að þessi tækni var takmörkuð. Nú er internetið og farsíminn hluti af grunnþörfum fólks og ljósleiðaravæðing eitt af mikilvægustu verkefnum samtímans. Þessa tækni er verið að setja í bíla og gera ökumenn óþarfa. Bílaframleiðendur eins og Mercedes Benz, General Motors, Audi og Volvo eru með tilraunabíla sem keyra mannlausir í lifandi borgum. Bílarnir skynja götuna, aðra í umferðinni, umferðarljós, gangstéttir og fleira.Færri slys Nær öll slys sem verða í umferðinni eru vegna mannlegra mistaka. Gætu sjálfkeyrandi bílar aukið umferðaröryggi og lækkað slysatíðni? Með interneti og farsímatækni geta bílarnir talað saman. Til dæmis ef einn bíll hægir á, þá veit öll bílaröðin af því. Það getur skipt sköpum því, fyrir hemlun bifreiða er viðbragðstími ökumanns 2,5 sek. Það þýðir að á 90 km/klst. hefur bíllinn farið yfir 60 m áður en stigið er á bremsurnar. Við blasir að ef viðbragðstíminn er færður niður í nánast núll með háhraðatækni, mun það auka öryggi. Þessi nýja tækni ætti að minnka til muna algengustu slys í umferðinni, aftanákeyrslur.Færri umferðarteppur Bílar framtíðarinnar verða rafmagnsknúnir og tala saman. Verði nógu margir bílar í snjallkerfinu, þurfa fæst okkar að eiga bíla lengur. Þetta gæti auðveldlega gerst á fjölmennustu stöðum landsins. Með snjallsímanum pantar fólk skutl með snjallbílnum og vegna fjölda þeirra þarf lítið að bíða og auðvelt verður að sameinast í bíla. Þetta kerfi ætti að vera ódýrara fyrir einstaklinga ef öll gjöld einkabíls eru reiknuð með. Einnig mun kerfið geta sparað mikinn ferðatíma með því að nota reikniaðferðina „bestun“ til að finna fljótlegustu leiðina því áfangastaður allra bíla er þekktur. Þannig ættu umferðarteppur að heyra sögunni til. Við Íslendingar eigum að gera það sem í okkar valdi stendur til að ýta á eftir ofangreindri tækniþróun. Þar geta stjórnvöld lagt hönd á plóg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Nýr tími er runninn upp í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Gatnakerfið ræður ekki við bílafjöldann. Langar bílabiðraðir myndast þegar fólk fer í og úr vinnu. Slíkt er afar óhagkvæmt fyrir samfélag okkar. Hvað er til ráða? Svörin eru mörg. Eitt þeirra er að innleiða nýja tækni. Internetið og farsími eru ekki gömul fyrirbæri. Þó ég sé aðeins 27 ára man ég þá tíma að þessi tækni var takmörkuð. Nú er internetið og farsíminn hluti af grunnþörfum fólks og ljósleiðaravæðing eitt af mikilvægustu verkefnum samtímans. Þessa tækni er verið að setja í bíla og gera ökumenn óþarfa. Bílaframleiðendur eins og Mercedes Benz, General Motors, Audi og Volvo eru með tilraunabíla sem keyra mannlausir í lifandi borgum. Bílarnir skynja götuna, aðra í umferðinni, umferðarljós, gangstéttir og fleira.Færri slys Nær öll slys sem verða í umferðinni eru vegna mannlegra mistaka. Gætu sjálfkeyrandi bílar aukið umferðaröryggi og lækkað slysatíðni? Með interneti og farsímatækni geta bílarnir talað saman. Til dæmis ef einn bíll hægir á, þá veit öll bílaröðin af því. Það getur skipt sköpum því, fyrir hemlun bifreiða er viðbragðstími ökumanns 2,5 sek. Það þýðir að á 90 km/klst. hefur bíllinn farið yfir 60 m áður en stigið er á bremsurnar. Við blasir að ef viðbragðstíminn er færður niður í nánast núll með háhraðatækni, mun það auka öryggi. Þessi nýja tækni ætti að minnka til muna algengustu slys í umferðinni, aftanákeyrslur.Færri umferðarteppur Bílar framtíðarinnar verða rafmagnsknúnir og tala saman. Verði nógu margir bílar í snjallkerfinu, þurfa fæst okkar að eiga bíla lengur. Þetta gæti auðveldlega gerst á fjölmennustu stöðum landsins. Með snjallsímanum pantar fólk skutl með snjallbílnum og vegna fjölda þeirra þarf lítið að bíða og auðvelt verður að sameinast í bíla. Þetta kerfi ætti að vera ódýrara fyrir einstaklinga ef öll gjöld einkabíls eru reiknuð með. Einnig mun kerfið geta sparað mikinn ferðatíma með því að nota reikniaðferðina „bestun“ til að finna fljótlegustu leiðina því áfangastaður allra bíla er þekktur. Þannig ættu umferðarteppur að heyra sögunni til. Við Íslendingar eigum að gera það sem í okkar valdi stendur til að ýta á eftir ofangreindri tækniþróun. Þar geta stjórnvöld lagt hönd á plóg.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar