Lífið

Smíðar hringa úr gömlum krónum

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Viktor Andri Halldórsson
Viktor Andri Halldórsson Vísir/Valli
„Það þarf mikla þrjósku í þetta,“ segir Viktor Andri Halldórsson, 19 ára nemi í skipstjórnun, sem smíðar hringa úr gömlum krónupeningum í frístundum. „Fjölskyldan mín á svo mikið af gamalli einnar krónu mynt og ég rakst á þessa hugmynd á netinu einn daginn. Ég prófaði mig svo bara áfram, en þetta er mikil vinna,“ segir Viktor, en til að vinna hringinn þarf að hita krónupeninginn, slá hann til, kæla aftur og pússa hann.

„Þessi peningur er 98 prósent kopar, sex prósent ál og tvö prósent nikkel þannig að ég þurfti að finna góða leið til þess að vinna þetta efni og hef bara aflað mér upplýsinga á netinu,“ segir hann.

Hringarnir hans ViktorsVísir/Valli
Aðra mynt segir hann erfiðari viðureignar. „Ég hef prófað mig áfram með norska og danska mynt, íslenska hundraðkallinn og evruna, en þau voru erfiðust,“ segir Viktor. Hann hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð við hringunum og hefur meðal annars sent nokkrar pantanir til útlanda. 

„Margir eru að panta í gjafir út, aðallega Íslendingar. Svo var gamall bandarískur hermaður sem pantaði, en hann var að vinna í Keflavík og þótti vænt um að fá íslensku krónuna,“ segir Viktor. 

Hægt er að nálgast hringa Viktors á facebook síðu hans Halldórsson design.  

Þessi mynd minnir á atriði í HringadróttinssöguVísir/Valli





Fleiri fréttir

Sjá meira


×