Smá högg að Liverpool valdi að taka nafna minn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. ágúst 2016 07:00 Ragnar sló í gegn á EM í sumar. Hér er hann í baráttu við Jamie Vardy, leikmann Englands. Kári Árnason fylgist með. Fréttablaðið/Getty Ragnar Sigurðsson er hæstánægður með að vera kominn í ensku B-deildina en hann gekk frá tveggja ára samningi við Fulham í fyrradag, með möguleika á eins árs framlengingu. Með félagaskiptunum rættist gamall draumur en Ragnar hefur stefnt á að spila á Englandi allan sinn feril. Ragnar sló í gegn með íslenska landsliðinu á EM í sumar. Frammistaða hans í 2-1 sigurleiknum á Englandi í 16-liða úrslitum vakti heimsathygli en Ragnar, sem skoraði fyrra mark Íslands, var valinn maður leiksins og þótti frammistaða hans ein sú besta sem miðvörður hefur sýnt í íslenskum landsliðsbúningi. Þessi þrítugi Árbæingur fór aldrei leynt með það að hann vildi komast að á Englandi. Hann sagði það fyrir EM í sumar og ítrekaði það svo á meðan á keppninni stóð. Eftir EM fóru af stað ýmsar sögusagnir um að ensk úrvalsdeildarlið væru með hann í sigtinu.Áhugi en engin tilboð „Þetta var mjög erfitt sumar. Mig langaði svo rosalega mikið til að komast í ensku deildina en vissi um leið að það væri ekkert til í helmingnum af þessu slúðri. En það kveikti samt ákveðnar hugsanir og það tók á að þurfa að bíða svona lengi eftir þessu,“ sagði Ragnar í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann neitar því ekki að hann hafi stefnt að því að komast að hjá liði í ensku úrvalsdeildinni. Hann, eins og aðrir, stefnir eins hátt og mögulegt er. „Það voru lið sem höfðu sett sig samband við umboðsmanninn minn en þau voru greinilega aldrei viss því tilboðin komu aldrei. Fulham var eina liðið sem kom með alvöru tilboð. Það var því ekki erfið ákvörðun fyrir mig. Fulham er flottur klúbbur í flottri borg.“Liverpool tók nafna Ragnar fór ekki leynt með þann draum sinn að fá tækifæri hjá Liverpool, félagi sem hann hefur stutt alla sína ævi. Ragnar taldi það ekki svo fjarlægan draum eftir EM í sumar. „Ég veit ekki hvort það hafi verið einhver vitleysa í manni en mér fannst allt eins líklegt að eitthvert lið eins og Liverpool myndi vilja skoða mig eftir EM. Mér fannst möguleikinn á því allavega vera til staðar,“ sagði Ragnar en Liverpool var í miðvarðaleit í sumar og valdi að lokum nafna hans, Eistlendinginn Ragnar Klavan. „Eftir því sem ég best veit var ég aldrei nálægt því að komast til Liverpool. En það var samt smá högg fyrir mig að þeir tóku nafna minn í staðinn. Og vissulega mjög fyndið.“Ragnar glaður í nýja búningnum.mynd/twittersíða FulhamVar að tapa gleðinni Hann ber Krasnodar vel söguna og segir að félagið hafi alla tíð komið vel fram við sig, líka þegar kom að viðskilnaðinum. „Þeir vissu að það var alltaf markmiðið hjá mér að komast að á Englandi. Tíminn minn í Rússlandi var fínn þó svo að það hafi ýmislegt einkennilegt komið upp, enda mikill menningarmunur í Rússlandi. En það var gott að fá að spila með einu besta liði Rússlands og í Evrópudeildinni þar að auki.“ Það má þó heyra á Ragnari að það hafi verið komin ákveðin þreyta í hann eftir tveggja og hálfs árs dvöl í Rússlandi. „Ég vil ekki segja neitt neikvætt um Krasnodar en ég vildi komast á stað þar sem ég hefði gaman af fótbolta aftur. Ég var byrjaður að tapa aðeins gleðinni fyrir íþróttinni og ég var viss um að ef mér tækist að komast í gott lið á Englandi myndi það kveikja aðeins í áhuganum á nýjan leik,“ segir Ragnar hreinskilinn.Njóta þess að spila Hann segist ekki hugsa um annað en að standa sig vel með Fulham úr þessu. Liðið hefur byrjað tímabilið vel á Englandi, er með átta stig eftir fjórar umferðir og er enn taplaust. „Þetta er flottur klúbbur sem á góða möguleika á að komast upp. Ef það tekst ekki er þetta góður gluggi fyrir mig enda mjög sterk deild. En fyrst og fremst ætla ég að njóta þess að spila hér í vetur og svo mun ég sjá til eftir það.“ Enski boltinn Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Sjá meira
Ragnar Sigurðsson er hæstánægður með að vera kominn í ensku B-deildina en hann gekk frá tveggja ára samningi við Fulham í fyrradag, með möguleika á eins árs framlengingu. Með félagaskiptunum rættist gamall draumur en Ragnar hefur stefnt á að spila á Englandi allan sinn feril. Ragnar sló í gegn með íslenska landsliðinu á EM í sumar. Frammistaða hans í 2-1 sigurleiknum á Englandi í 16-liða úrslitum vakti heimsathygli en Ragnar, sem skoraði fyrra mark Íslands, var valinn maður leiksins og þótti frammistaða hans ein sú besta sem miðvörður hefur sýnt í íslenskum landsliðsbúningi. Þessi þrítugi Árbæingur fór aldrei leynt með það að hann vildi komast að á Englandi. Hann sagði það fyrir EM í sumar og ítrekaði það svo á meðan á keppninni stóð. Eftir EM fóru af stað ýmsar sögusagnir um að ensk úrvalsdeildarlið væru með hann í sigtinu.Áhugi en engin tilboð „Þetta var mjög erfitt sumar. Mig langaði svo rosalega mikið til að komast í ensku deildina en vissi um leið að það væri ekkert til í helmingnum af þessu slúðri. En það kveikti samt ákveðnar hugsanir og það tók á að þurfa að bíða svona lengi eftir þessu,“ sagði Ragnar í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann neitar því ekki að hann hafi stefnt að því að komast að hjá liði í ensku úrvalsdeildinni. Hann, eins og aðrir, stefnir eins hátt og mögulegt er. „Það voru lið sem höfðu sett sig samband við umboðsmanninn minn en þau voru greinilega aldrei viss því tilboðin komu aldrei. Fulham var eina liðið sem kom með alvöru tilboð. Það var því ekki erfið ákvörðun fyrir mig. Fulham er flottur klúbbur í flottri borg.“Liverpool tók nafna Ragnar fór ekki leynt með þann draum sinn að fá tækifæri hjá Liverpool, félagi sem hann hefur stutt alla sína ævi. Ragnar taldi það ekki svo fjarlægan draum eftir EM í sumar. „Ég veit ekki hvort það hafi verið einhver vitleysa í manni en mér fannst allt eins líklegt að eitthvert lið eins og Liverpool myndi vilja skoða mig eftir EM. Mér fannst möguleikinn á því allavega vera til staðar,“ sagði Ragnar en Liverpool var í miðvarðaleit í sumar og valdi að lokum nafna hans, Eistlendinginn Ragnar Klavan. „Eftir því sem ég best veit var ég aldrei nálægt því að komast til Liverpool. En það var samt smá högg fyrir mig að þeir tóku nafna minn í staðinn. Og vissulega mjög fyndið.“Ragnar glaður í nýja búningnum.mynd/twittersíða FulhamVar að tapa gleðinni Hann ber Krasnodar vel söguna og segir að félagið hafi alla tíð komið vel fram við sig, líka þegar kom að viðskilnaðinum. „Þeir vissu að það var alltaf markmiðið hjá mér að komast að á Englandi. Tíminn minn í Rússlandi var fínn þó svo að það hafi ýmislegt einkennilegt komið upp, enda mikill menningarmunur í Rússlandi. En það var gott að fá að spila með einu besta liði Rússlands og í Evrópudeildinni þar að auki.“ Það má þó heyra á Ragnari að það hafi verið komin ákveðin þreyta í hann eftir tveggja og hálfs árs dvöl í Rússlandi. „Ég vil ekki segja neitt neikvætt um Krasnodar en ég vildi komast á stað þar sem ég hefði gaman af fótbolta aftur. Ég var byrjaður að tapa aðeins gleðinni fyrir íþróttinni og ég var viss um að ef mér tækist að komast í gott lið á Englandi myndi það kveikja aðeins í áhuganum á nýjan leik,“ segir Ragnar hreinskilinn.Njóta þess að spila Hann segist ekki hugsa um annað en að standa sig vel með Fulham úr þessu. Liðið hefur byrjað tímabilið vel á Englandi, er með átta stig eftir fjórar umferðir og er enn taplaust. „Þetta er flottur klúbbur sem á góða möguleika á að komast upp. Ef það tekst ekki er þetta góður gluggi fyrir mig enda mjög sterk deild. En fyrst og fremst ætla ég að njóta þess að spila hér í vetur og svo mun ég sjá til eftir það.“
Enski boltinn Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Sjá meira