Erlent

Slóvakískum betlara verður vísað úr landi í Danmörku

Atli Ísleifsson skrifar
Nyhavn í Kaupmannahöfn.
Nyhavn í Kaupmannahöfn. Vísir/getty
Dómstóll í Danmörku hefur dæmt slóvakíska konu til fangelsisvistar og að henni skuli vísað úr landi að afplánun lokinni, fyrir að hafa betlað peninga á götum dönsku höfuðborgarinnar.

Í frétt Aftonbladet kemur fram að þetta sé í fyrsta sinn sem danskur dómstóll dæmi á þann veg að vísa skuli mannskju úr landi fyrir að betla úti á götu, en slíkt er með öllu bannað í Danmörku.

Konan hefur margoft áður verið dæmd fyrir að betla og var hún nú dæmd til fjörutíu daga fangelsisvistar fyrir að hafa í tvígang verið staðin að betli.

Í dómnum segir að tillit sé tekið til fyrri brota konunnar og að þrátt fyrir að hún sé ríkisborgari annars aðildarríkis Evrópusambandsins sé full ástæða til þess að vísa henni úr landi.

Saksóknarinn Anne Jacobsen segir að það kunni að virka harkalegt að vísa einhverjum úr landi fyrir að betla en þar sem viðkomandi hafi ítrekað gerst sek um brot hafi komið að þeim tímapunkti hjá dómstólnum að nauðsynlegt þótti að bregðast við með þessum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×