Slökkviliðið hættir ekki á að senda menn inn Bjarki Ármannsson skrifar 7. mars 2016 22:24 Enn logar eldur í húsnæðinu að Grettisgötu 87, þar sem slökkviliðsmenn hafa verið að störfum frá því á níunda tímanum í kvöld. Ekki er vitað um eldsupptök að svo stöddu en mbl.is segist hafa heimildir fyrir því að lögregla leiti tveggja manna í tengslum við rannsókn á brunanum. „Húsið er í raun orðið vel alelda, allavega hérna austanmegin,“ segir Jón Viðar Matthíasson hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að ákvörðun hafi verið tekin um að senda ekki mannskap inn í húsið heldur freista þess að slökkva eldinn utan frá. „Þetta er mikið verk en það þarf líka að biðja fólk hérna í kring um að loka gluggum og kynda,“ segir Jón Viðar. „Við teljum að það séu engar líkur á að við missum þetta frá okkur í önnur hús. Það er í rauninni bara afmarkað verkefni en það gerir það dálítið flókið að við getum ekki farið inn.“Sjá einnig: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“Frá vettvangi í kvöld.Vísir/Egill AðalsteinssonAuka mannskapur hefur verið kallaður fyrir utan alla þá sem voru á vaktinni. Búið er að loka flestum götum í kringum Hlemm vegna aðgerða slökkviliðsins og Strætó hefur að beiðni lögreglu og slökkviliðs sent strætisvagn til að taka á móti fólki sem yfirgefið hefur íbúðir sínar í grennd við brunann. Fyrirtækið Bílrúðan ehf. er til húsa við Grettisgötu 87. Að sögn sjónarvotta eru allar rúður í húsinu sprungnar og mikinn reyk leggur í átt að miðbænum.Uppfært 23.30: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er búist við að slökkvistarf haldi áfram fram á nótt. „Það er allt á fullu ennþá,“ segir slökkviliðsmaður á vakt í stöðinni við Skógahlíð. Enn eru margir að störfum við Grettisgötu en þeir sem eiga að mæta á vakt á morgun hafa verið sendir heim. Sprengingar hafa heyrst úr eldinum en ekkert hefur þó komið upp á við slökkvistörf í kvöld og enginn slasast. Enn hefur enginn verið sendur inn en áfram er verið að sprauta inn um glugga og þak hússins hefur verið opnað. Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
Enn logar eldur í húsnæðinu að Grettisgötu 87, þar sem slökkviliðsmenn hafa verið að störfum frá því á níunda tímanum í kvöld. Ekki er vitað um eldsupptök að svo stöddu en mbl.is segist hafa heimildir fyrir því að lögregla leiti tveggja manna í tengslum við rannsókn á brunanum. „Húsið er í raun orðið vel alelda, allavega hérna austanmegin,“ segir Jón Viðar Matthíasson hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Hann segir að ákvörðun hafi verið tekin um að senda ekki mannskap inn í húsið heldur freista þess að slökkva eldinn utan frá. „Þetta er mikið verk en það þarf líka að biðja fólk hérna í kring um að loka gluggum og kynda,“ segir Jón Viðar. „Við teljum að það séu engar líkur á að við missum þetta frá okkur í önnur hús. Það er í rauninni bara afmarkað verkefni en það gerir það dálítið flókið að við getum ekki farið inn.“Sjá einnig: „Sýnist öll verk mín síðustu tveggja, þriggja ára vera farin“Frá vettvangi í kvöld.Vísir/Egill AðalsteinssonAuka mannskapur hefur verið kallaður fyrir utan alla þá sem voru á vaktinni. Búið er að loka flestum götum í kringum Hlemm vegna aðgerða slökkviliðsins og Strætó hefur að beiðni lögreglu og slökkviliðs sent strætisvagn til að taka á móti fólki sem yfirgefið hefur íbúðir sínar í grennd við brunann. Fyrirtækið Bílrúðan ehf. er til húsa við Grettisgötu 87. Að sögn sjónarvotta eru allar rúður í húsinu sprungnar og mikinn reyk leggur í átt að miðbænum.Uppfært 23.30: Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er búist við að slökkvistarf haldi áfram fram á nótt. „Það er allt á fullu ennþá,“ segir slökkviliðsmaður á vakt í stöðinni við Skógahlíð. Enn eru margir að störfum við Grettisgötu en þeir sem eiga að mæta á vakt á morgun hafa verið sendir heim. Sprengingar hafa heyrst úr eldinum en ekkert hefur þó komið upp á við slökkvistörf í kvöld og enginn slasast. Enn hefur enginn verið sendur inn en áfram er verið að sprauta inn um glugga og þak hússins hefur verið opnað.
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira