Menning

Sleppa óperusöngnum eitt kvöld

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Gunnar, Björn, Kristinn og Diddú ætla að skemmta fólki annað kvöld.
Gunnar, Björn, Kristinn og Diddú ætla að skemmta fólki annað kvöld. Fréttablaðið/GVA
„Það er alltaf jafn yndislegt að flytja þessi frábæru lög með honum Kristni. Við höfum sungið þau áður og stemningin jafnan verið einstök,“ segir Diddú um tónleikana í Salnum annað kvöld.

Þar flytja þau Kristinn Sigmundsson sígild íslensk djass- og dægurlög eftir þá Jón Múla, Sigfús Halldórsson og Oddgeir Kristjánsson á líflegan máta og með þeim á sviðinu verða undirleikararnir Björn Thoroddsen og Gunnar Hrafnsson.

Lög eins og Litla flugan eftir Sigfús, Vegir liggja til allra átta og Fröken Reykjavík eftir Jón Múla munu hljóma í Salnum og Ég veit þú kemur, eftir Oddgeir.

Titill síðastnefnda lagsins er einmitt yfirskrift tónleikanna sem hefjast klukkan 20 á föstudagskvöld og aðgangseyrir er 4.500 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×