Slátrun hrossa hefur hrunið á hálfu ári Sveinn Arnarsson skrifar 30. nóvember 2015 07:00 Hundruð hrossa bíða þess að komast til slátrunar. Nú fer í hönd sá tími þar sem bændur þurfa að gefa á útigang. Fréttablaðið/Vilhelm Slátrun á hrossum hefur verið í algjöru lágmarki síðustu mánuði eftir að Rússlandsmarkaðir lokuðust á árinu. Sláturleyfishafar geta því ekki tekið inn hross til slátrunar og sitja margir bændur uppi með hross sem þeir vonuðust eftir að geta losað sig við. Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar KS, segir fáa vera að slátra hrossum í einhverju magni þessa dagana. Ágúst segir markaði í Rússlandi hafa verið einkar hagfellda fyrir útflutning á hrossum. Bæði hafa þeir markaðir tekið við öllu kjöti af skrokknum og gott verð fengist. Síðustu mánuði hefur síðan lítið sem ekkert komist á þá markaði. „Því eru menn aðeins að vinna inn á lítinn innanlandsmarkað,“ segir Ágúst. „Við höfum verið að leita fyrir okkur á öðrum mörkuðum, svo sem í Japan, og það gæti farið að gefa góða raun. Hins vegar er sá markaður ekki fyrir allt kjöt af hrossi og því þyrftum við að komast á Rússamarkað áður en langt um líður.“ Nú fer í hönd tími þar sem hrossabændur fara að gefa stóðum sínum og því er ærinn kostnaður í að halda hrossum á fóðrum sem bíða slátrunar. Vitað er í sláturhúsi B. Jensen í Eyjafirði að hrossabændur sumir hverjir séu að bíða með hross sem þeir pöntuðu inn til slátrunar í júní í sumar. Um 9.300 hrossum var slátrað á landinu í fyrra og ljóst er að sú tala verður mun lægri á þessu ári. Rúmlega 70.000 hross eru til í landinu hverju sinni. Aukinn fjöldi hrossa mun auka heyþörf hrossabænda til muna. „Nú verðum við að treysta á að sláturleyfishafar finni markað fyrir afurðina. Það er bagalegt í þessu árferði nú að geta ekki afsett hross. Nú eru bændur komnir í þá stöðu að þurfa að gefa hrossum á útigang og það kostar peninga á meðan,“ segir Sveinn Steinarsson, formaður félags hrossabænda. Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira
Slátrun á hrossum hefur verið í algjöru lágmarki síðustu mánuði eftir að Rússlandsmarkaðir lokuðust á árinu. Sláturleyfishafar geta því ekki tekið inn hross til slátrunar og sitja margir bændur uppi með hross sem þeir vonuðust eftir að geta losað sig við. Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar KS, segir fáa vera að slátra hrossum í einhverju magni þessa dagana. Ágúst segir markaði í Rússlandi hafa verið einkar hagfellda fyrir útflutning á hrossum. Bæði hafa þeir markaðir tekið við öllu kjöti af skrokknum og gott verð fengist. Síðustu mánuði hefur síðan lítið sem ekkert komist á þá markaði. „Því eru menn aðeins að vinna inn á lítinn innanlandsmarkað,“ segir Ágúst. „Við höfum verið að leita fyrir okkur á öðrum mörkuðum, svo sem í Japan, og það gæti farið að gefa góða raun. Hins vegar er sá markaður ekki fyrir allt kjöt af hrossi og því þyrftum við að komast á Rússamarkað áður en langt um líður.“ Nú fer í hönd tími þar sem hrossabændur fara að gefa stóðum sínum og því er ærinn kostnaður í að halda hrossum á fóðrum sem bíða slátrunar. Vitað er í sláturhúsi B. Jensen í Eyjafirði að hrossabændur sumir hverjir séu að bíða með hross sem þeir pöntuðu inn til slátrunar í júní í sumar. Um 9.300 hrossum var slátrað á landinu í fyrra og ljóst er að sú tala verður mun lægri á þessu ári. Rúmlega 70.000 hross eru til í landinu hverju sinni. Aukinn fjöldi hrossa mun auka heyþörf hrossabænda til muna. „Nú verðum við að treysta á að sláturleyfishafar finni markað fyrir afurðina. Það er bagalegt í þessu árferði nú að geta ekki afsett hross. Nú eru bændur komnir í þá stöðu að þurfa að gefa hrossum á útigang og það kostar peninga á meðan,“ segir Sveinn Steinarsson, formaður félags hrossabænda.
Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fleiri fréttir Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Sjá meira